Hagnaður Origo tvöfaldaðist Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2020 08:26 Finnur Oddsson, forstjóri Origo. Origo hagnaðist um 425 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2020 og er það tvöfalt meira en á sama fjórðungi í fyrra. Tekjur jukust um 20 prósent á milli ára og voru 4.277 milljónir. Eiginfjárhlutfall er 58,7 prósent, en það jókst um 0,8 prósent á tímabilinu, og eigið fé 7,2 milljarðar króna. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Origo, sem finna má hér. Þar er haft eftir Finni Oddssyni, forstjóra, að tekist hafi að halda úti hefðbundinni starfsemi án frávika í rekstri þar sem flestir starfsmenn fyrirtækisins hafi unnið að heiman á undanförnum vikum. „Þrátt fyrir töluverða röskun á daglegri starfsemi vegna Covid-19 gekk rekstur Origo á fjórðungnum vel. Tekjur Origo numu 4.277 mkr og jukust um 20% miðað við sama tímabil í fyrra. EBITDA var 237 mkr en þar höfum við tekið tillit til niðurfærslu viðskiptakrafna vegna mikillar efnahagslegrar óvissu sem stafar af veirufaraldrinum,“ er haft eftir Finni í tilkynningunni. Hann segir góða niðurstöðu varðandi hagnað vera að stórum hluta til komna vegna gengishreyfinga sem hafi jákvæð áhrif á þýðingarmun vegna starfsemi dóttur- og hlutdeildarfélaga Origo og þá einkum Tempo. „Fjárhagsstaða Origo er því áfram mjög sterk og félagið vel í stakk búið til að kljást við rekstraróvissu og mögulega ágjöf á næstu mánuðum og misserum.“ Finnur segir einnig að öllum sé ljóst að mikil óvissa ríki um þróun efnahagslífs á Íslandi og um horfur í rekstri flestra fyrirtækja. „Origo er þar engin undantekning og fyrir liggur að áhrif veirufaraldursins á okkar rekstur verða töluverð, neikvæð á sumum sviðum en jákvæð á öðrum. Sterk staða félagsins, sérstaklega fjárhagsleg, gerir okkur kleift að fást við óvissuástand og ágjöf sem er á næsta leiti. Við horfum hinsvegar til þess að upplýsingatækni er ein af þeim undirstöðum sem heldur íslensku samfélagi eins vel virkandi og raun ber vitni og að vegna faraldursins mun vægi upplýsingatækni og stafrænna lausna aukast frekar en hitt. Þar er Origo í lykilstöðu til að nýta tækifærin og horfum við því hóflega bjartsýn til framtíðar.“ Markaðir Upplýsingatækni Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Origo hagnaðist um 425 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2020 og er það tvöfalt meira en á sama fjórðungi í fyrra. Tekjur jukust um 20 prósent á milli ára og voru 4.277 milljónir. Eiginfjárhlutfall er 58,7 prósent, en það jókst um 0,8 prósent á tímabilinu, og eigið fé 7,2 milljarðar króna. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Origo, sem finna má hér. Þar er haft eftir Finni Oddssyni, forstjóra, að tekist hafi að halda úti hefðbundinni starfsemi án frávika í rekstri þar sem flestir starfsmenn fyrirtækisins hafi unnið að heiman á undanförnum vikum. „Þrátt fyrir töluverða röskun á daglegri starfsemi vegna Covid-19 gekk rekstur Origo á fjórðungnum vel. Tekjur Origo numu 4.277 mkr og jukust um 20% miðað við sama tímabil í fyrra. EBITDA var 237 mkr en þar höfum við tekið tillit til niðurfærslu viðskiptakrafna vegna mikillar efnahagslegrar óvissu sem stafar af veirufaraldrinum,“ er haft eftir Finni í tilkynningunni. Hann segir góða niðurstöðu varðandi hagnað vera að stórum hluta til komna vegna gengishreyfinga sem hafi jákvæð áhrif á þýðingarmun vegna starfsemi dóttur- og hlutdeildarfélaga Origo og þá einkum Tempo. „Fjárhagsstaða Origo er því áfram mjög sterk og félagið vel í stakk búið til að kljást við rekstraróvissu og mögulega ágjöf á næstu mánuðum og misserum.“ Finnur segir einnig að öllum sé ljóst að mikil óvissa ríki um þróun efnahagslífs á Íslandi og um horfur í rekstri flestra fyrirtækja. „Origo er þar engin undantekning og fyrir liggur að áhrif veirufaraldursins á okkar rekstur verða töluverð, neikvæð á sumum sviðum en jákvæð á öðrum. Sterk staða félagsins, sérstaklega fjárhagsleg, gerir okkur kleift að fást við óvissuástand og ágjöf sem er á næsta leiti. Við horfum hinsvegar til þess að upplýsingatækni er ein af þeim undirstöðum sem heldur íslensku samfélagi eins vel virkandi og raun ber vitni og að vegna faraldursins mun vægi upplýsingatækni og stafrænna lausna aukast frekar en hitt. Þar er Origo í lykilstöðu til að nýta tækifærin og horfum við því hóflega bjartsýn til framtíðar.“
Markaðir Upplýsingatækni Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira