Indverski leikarinn Irrfan Khan er látinn Samúel Karl Ólason skrifar 29. apríl 2020 07:36 Irrfan Khan var 53 ára gamall. EPA/MAURIZIO DEGLI INNOCENTI Indverski leikarinn Irrfan Khan, sem er hvað þekktastur á heimsvísu fyrir að leika í Slumdog Millionaire og Life of Pi og minni hlutverk í Jurassic World og Amazing Spider-Man, er látinn. Hann var 53 ára gamall og lést vegna sýkingar í ristli en hann hafði áður greinst með sjaldgæfa tegund krabbameins. Khan dó á sjúkrahúsi í Mumbai. Hann skilur eftir sig eiginkonu og tvo syni. Khan sagði fyrst frá veikindum sínum árið árið 2018 og tveimur mánuðum seinna skrifaði hann opið bréf þar sem hann sagði frá reynslu sinni, þeim mikla sársauka sem hann fann fyrir og hve mikil óvissa væri uppi um lífsmöguleika hans. Í umfjöllun Guardian segir að Khan hafi fæðist sem Saahabzaade Irfan Ali Khan í Jaipur árið 1966. Hann reyndi fyrst fyrir sér í krikket en fór í leiklistarskóla eftir að það misheppnaðist. Um árabil gekk honum illa að fá hlutverk í kvikmyndum og lék hann mikið í ódýrum sápuóperum. Times of India vitnar í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khan sem segir hann hafa verið umkringdan fjölskyldu og vinum þegar hann dó. Hér að neðan má svo sjá kveðju frá vini hans, leikstjóranum Shoojit Sircar. My dear friend Irfaan. You fought and fought and fought. I will always be proud of you.. we shall meet again.. condolences to Sutapa and Babil.. you too fought, Sutapa you gave everything possible in this fight. Peace and Om shanti. Irfaan Khan salute.— Shoojit Sircar (@ShoojitSircar) April 29, 2020 Indland Bíó og sjónvarp Andlát Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Indverski leikarinn Irrfan Khan, sem er hvað þekktastur á heimsvísu fyrir að leika í Slumdog Millionaire og Life of Pi og minni hlutverk í Jurassic World og Amazing Spider-Man, er látinn. Hann var 53 ára gamall og lést vegna sýkingar í ristli en hann hafði áður greinst með sjaldgæfa tegund krabbameins. Khan dó á sjúkrahúsi í Mumbai. Hann skilur eftir sig eiginkonu og tvo syni. Khan sagði fyrst frá veikindum sínum árið árið 2018 og tveimur mánuðum seinna skrifaði hann opið bréf þar sem hann sagði frá reynslu sinni, þeim mikla sársauka sem hann fann fyrir og hve mikil óvissa væri uppi um lífsmöguleika hans. Í umfjöllun Guardian segir að Khan hafi fæðist sem Saahabzaade Irfan Ali Khan í Jaipur árið 1966. Hann reyndi fyrst fyrir sér í krikket en fór í leiklistarskóla eftir að það misheppnaðist. Um árabil gekk honum illa að fá hlutverk í kvikmyndum og lék hann mikið í ódýrum sápuóperum. Times of India vitnar í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khan sem segir hann hafa verið umkringdan fjölskyldu og vinum þegar hann dó. Hér að neðan má svo sjá kveðju frá vini hans, leikstjóranum Shoojit Sircar. My dear friend Irfaan. You fought and fought and fought. I will always be proud of you.. we shall meet again.. condolences to Sutapa and Babil.. you too fought, Sutapa you gave everything possible in this fight. Peace and Om shanti. Irfaan Khan salute.— Shoojit Sircar (@ShoojitSircar) April 29, 2020
Indland Bíó og sjónvarp Andlát Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira