Ákveðnar tegundir krabbameins stórauka hættu af Covid-19 Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2020 15:43 Frá Leishenshan-sjúkrahúsinu í Wuhan í Kína. Rannsóknin var gerð á hópi sjúklinga á fjórtán sjúkrahúsum í Hubei-héraði, sem Wuhan tilheyrir. Vísir/EPA Sjúklingar með blóð- eða lungnakrabbamein eru allt að þrisvar sinnum líklegri en aðrir til að látast af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Rannsókn sem var gerð á krabbameinssjúklingum í Hubei-héraði í Kína bendir einnig til þess að þeir sem eru með krabbamein sem hefur dreift sér um líkamann sé einnig í sérstakri hættu vegna sjúkdómsins. Krabbameinssjúklingar voru einnig líklegri til að veikjast alvarlega af Covid-19, þar á meðal að lenda á gjörgæslu eða í öndunarvél, en fólk án krabbameins. Aldur sjúklinganna var ekki eini áhættuþátturinn heldur einnig tegund krabbameins, á hvaða stigi það var og hvaða meðferð sjúklingarnir gengust undir vegna þess, að sögn Washington Post. „Niðurstöðurnar benda til þess að sjúklingar með krabbamein séu mun viðkvæmari hópur í núverandi Covid-19-faraldri,“ segja höfundar greinar um rannsóknina sem koma frá Kína, Singapúr og Bandaríkjunum. Rannsóknin beindist að 105 krabbameinssjúklingum og 536 annars konar sjúklingum á sama aldri á fjórtán sjúkrahúsum í Hubei-héraði þar sem faraldurinn blossaði fyrst upp. Í mestri hættu reyndust sjúklingar með hvítblæði, eitilfrumukrabbamein og mergæxli en þau mein ráðast öll á ónæmiskerfi líkamans. Sjúklingar með lungna- og maga- og garnakrabbamein eru einnig taldir í aukinni hættu á alvarlegum veikindum af völdum Covid-19. Þá voru krabbameinssjúklingar sem höfðu gengist undir skurðaðgerð í meðferð sinni í meiri hættu á alvarlegum veikindum en þeir sem voru ekki með krabbamein. Þeir sem fóru í geislameðferð virtust ekki í meiri hættu en aðrir sjúklingar og fólk með krabbamein á frumstigi voru í svipaðri hættu og sjúklingar sem voru ekki með krabbamein. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Vísindi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Sjúklingar með blóð- eða lungnakrabbamein eru allt að þrisvar sinnum líklegri en aðrir til að látast af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Rannsókn sem var gerð á krabbameinssjúklingum í Hubei-héraði í Kína bendir einnig til þess að þeir sem eru með krabbamein sem hefur dreift sér um líkamann sé einnig í sérstakri hættu vegna sjúkdómsins. Krabbameinssjúklingar voru einnig líklegri til að veikjast alvarlega af Covid-19, þar á meðal að lenda á gjörgæslu eða í öndunarvél, en fólk án krabbameins. Aldur sjúklinganna var ekki eini áhættuþátturinn heldur einnig tegund krabbameins, á hvaða stigi það var og hvaða meðferð sjúklingarnir gengust undir vegna þess, að sögn Washington Post. „Niðurstöðurnar benda til þess að sjúklingar með krabbamein séu mun viðkvæmari hópur í núverandi Covid-19-faraldri,“ segja höfundar greinar um rannsóknina sem koma frá Kína, Singapúr og Bandaríkjunum. Rannsóknin beindist að 105 krabbameinssjúklingum og 536 annars konar sjúklingum á sama aldri á fjórtán sjúkrahúsum í Hubei-héraði þar sem faraldurinn blossaði fyrst upp. Í mestri hættu reyndust sjúklingar með hvítblæði, eitilfrumukrabbamein og mergæxli en þau mein ráðast öll á ónæmiskerfi líkamans. Sjúklingar með lungna- og maga- og garnakrabbamein eru einnig taldir í aukinni hættu á alvarlegum veikindum af völdum Covid-19. Þá voru krabbameinssjúklingar sem höfðu gengist undir skurðaðgerð í meðferð sinni í meiri hættu á alvarlegum veikindum en þeir sem voru ekki með krabbamein. Þeir sem fóru í geislameðferð virtust ekki í meiri hættu en aðrir sjúklingar og fólk með krabbamein á frumstigi voru í svipaðri hættu og sjúklingar sem voru ekki með krabbamein.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Vísindi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira