Ákveðnar tegundir krabbameins stórauka hættu af Covid-19 Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2020 15:43 Frá Leishenshan-sjúkrahúsinu í Wuhan í Kína. Rannsóknin var gerð á hópi sjúklinga á fjórtán sjúkrahúsum í Hubei-héraði, sem Wuhan tilheyrir. Vísir/EPA Sjúklingar með blóð- eða lungnakrabbamein eru allt að þrisvar sinnum líklegri en aðrir til að látast af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Rannsókn sem var gerð á krabbameinssjúklingum í Hubei-héraði í Kína bendir einnig til þess að þeir sem eru með krabbamein sem hefur dreift sér um líkamann sé einnig í sérstakri hættu vegna sjúkdómsins. Krabbameinssjúklingar voru einnig líklegri til að veikjast alvarlega af Covid-19, þar á meðal að lenda á gjörgæslu eða í öndunarvél, en fólk án krabbameins. Aldur sjúklinganna var ekki eini áhættuþátturinn heldur einnig tegund krabbameins, á hvaða stigi það var og hvaða meðferð sjúklingarnir gengust undir vegna þess, að sögn Washington Post. „Niðurstöðurnar benda til þess að sjúklingar með krabbamein séu mun viðkvæmari hópur í núverandi Covid-19-faraldri,“ segja höfundar greinar um rannsóknina sem koma frá Kína, Singapúr og Bandaríkjunum. Rannsóknin beindist að 105 krabbameinssjúklingum og 536 annars konar sjúklingum á sama aldri á fjórtán sjúkrahúsum í Hubei-héraði þar sem faraldurinn blossaði fyrst upp. Í mestri hættu reyndust sjúklingar með hvítblæði, eitilfrumukrabbamein og mergæxli en þau mein ráðast öll á ónæmiskerfi líkamans. Sjúklingar með lungna- og maga- og garnakrabbamein eru einnig taldir í aukinni hættu á alvarlegum veikindum af völdum Covid-19. Þá voru krabbameinssjúklingar sem höfðu gengist undir skurðaðgerð í meðferð sinni í meiri hættu á alvarlegum veikindum en þeir sem voru ekki með krabbamein. Þeir sem fóru í geislameðferð virtust ekki í meiri hættu en aðrir sjúklingar og fólk með krabbamein á frumstigi voru í svipaðri hættu og sjúklingar sem voru ekki með krabbamein. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Vísindi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira
Sjúklingar með blóð- eða lungnakrabbamein eru allt að þrisvar sinnum líklegri en aðrir til að látast af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Rannsókn sem var gerð á krabbameinssjúklingum í Hubei-héraði í Kína bendir einnig til þess að þeir sem eru með krabbamein sem hefur dreift sér um líkamann sé einnig í sérstakri hættu vegna sjúkdómsins. Krabbameinssjúklingar voru einnig líklegri til að veikjast alvarlega af Covid-19, þar á meðal að lenda á gjörgæslu eða í öndunarvél, en fólk án krabbameins. Aldur sjúklinganna var ekki eini áhættuþátturinn heldur einnig tegund krabbameins, á hvaða stigi það var og hvaða meðferð sjúklingarnir gengust undir vegna þess, að sögn Washington Post. „Niðurstöðurnar benda til þess að sjúklingar með krabbamein séu mun viðkvæmari hópur í núverandi Covid-19-faraldri,“ segja höfundar greinar um rannsóknina sem koma frá Kína, Singapúr og Bandaríkjunum. Rannsóknin beindist að 105 krabbameinssjúklingum og 536 annars konar sjúklingum á sama aldri á fjórtán sjúkrahúsum í Hubei-héraði þar sem faraldurinn blossaði fyrst upp. Í mestri hættu reyndust sjúklingar með hvítblæði, eitilfrumukrabbamein og mergæxli en þau mein ráðast öll á ónæmiskerfi líkamans. Sjúklingar með lungna- og maga- og garnakrabbamein eru einnig taldir í aukinni hættu á alvarlegum veikindum af völdum Covid-19. Þá voru krabbameinssjúklingar sem höfðu gengist undir skurðaðgerð í meðferð sinni í meiri hættu á alvarlegum veikindum en þeir sem voru ekki með krabbamein. Þeir sem fóru í geislameðferð virtust ekki í meiri hættu en aðrir sjúklingar og fólk með krabbamein á frumstigi voru í svipaðri hættu og sjúklingar sem voru ekki með krabbamein.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Vísindi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira