Dennis Rodman og Carmen Electra stunduðu kynlíf á miðjum æfingavelli Chicago Bulls Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2020 09:00 Dennis Rodman og Carmen Electra voru mjög ástfangin á lokatímabili hans með Chicagi Bulls liðinu. Getty/Steve Granitz Hinn litríki Dennis Rodman fékk heldur betur á sig sviðsljósið í nýjustu þáttum heimildarþáttanna vinsælu „The Last Dance“ og þar á meðal kom við sögu gömul kærasta hans Carmen Electra. Carmen Electra sagði meðal annars frá því í „The Last Dance“ þegar Michael Jordan bankaði upp á hjá þeim til að ná í Dennis Rodman á æfingu en Rodman hafði þá verið á skralli í nokkra daga á miðju tímabili þar á meðal í Las Vegas. Fljótlega eftir þáttinn spurðist það aftur á móti út að framleiðendurnir á „The Last Dance“ hafi verið með niðurskurðarhnífinn á lofti þegar kom að viðtalinu við Carmen Electra sem hafði frá miklu að segja af tíma sínum með aðalfrákastara meistaraliðs Chicago Bulls frá 1996 til 1998. It was crazy, like two kids in a candy store https://t.co/aoiiVNJ6kE— Sports Illustrated (@SInow) April 27, 2020 Bandarískir fjölmiðlar voru því fljótir að grafa upp frekari sögur af ævintýrum Carmen Electra og Dennis Rodman sem voru mjög ástfangin á lokatímabili hans með Chicago Bulls sem var 1997-98. Þeir sem þekkja til Dennis Rodman vita að þar er maður sem elskar næturklúbbana næstum því eins mikið og að ná í frákast inn á körfuboltavellinum. Klúbbastand Dennis Rodman kom honum oft í vandræði en kom honum um leið í kynni við margar glæsilegar og heimsfrægar konur. Ástarsamband hans við Carmen Electra var aðeins eitt af mörgum slíkum samböndum. Carmen Electra var óhrædd við að segja frá því sem þau tóku upp á þegar þau voru saman við lok síðustu aldar. Hún og Rodman voru gift frá 1998 til 1999 og samband þeirra var í miklum blóma þegar „The Last Dance“ tímabil Chicago Bulls var í fullum gangi. Dennis Rodman and Carmen Electra had sex 'all over' Bulls practice facility https://t.co/cLUBjCQ9kj pic.twitter.com/02ksF6Jci4— New York Post (@nypost) April 27, 2020 Carmen Electra sagði meðal annars frá sambandi sínu og Dennis Rodman í viðtali við Greg Braxton hjá Los Angeles Times. Hún sagði honum frá því að þau hefði hist fyrst á næturklúbbi og strax hafið vilt ástarsamband. Carmen Electra flaug til Chicago til að sjá Bulls liðið spila og grét síðan á leiðinni heim af því að hún saknaði Rodman svo mikið. Þau nýttu því afar vel tímann sinn saman. Electra sagði þannig frá því að hún mætti meira að segja með honum í vinnuna. „Einn daginn þá var frídagur hjá Chicago Bulls liðinu. Dennis sagði þá að hann ætlaði að koma mér á óvart,“ rifjaði Carmen Electra upp. „Hann batt þá fyrir augun á mér og fór með mig á mótorhjólinu sínu. Þegar ég mátti taka frá augunum þá sá ég að við vorum á miðjum æfingavelli Chicago Bulls liðsins,“ sagði Carmen Electra. „Þetta var algjört brjálæði. Við vorum eins og litlir krakkar í nammibúð. Við vorum að éta íspinna og stunda kynlíf alls staðar eins og í sjúkraþjálfunarherberginu og í lyftingaherberginu. Augljóslega gerðum við það líka á miðjum vellinum,“ sagði Carmen Electra. NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Hinn litríki Dennis Rodman fékk heldur betur á sig sviðsljósið í nýjustu þáttum heimildarþáttanna vinsælu „The Last Dance“ og þar á meðal kom við sögu gömul kærasta hans Carmen Electra. Carmen Electra sagði meðal annars frá því í „The Last Dance“ þegar Michael Jordan bankaði upp á hjá þeim til að ná í Dennis Rodman á æfingu en Rodman hafði þá verið á skralli í nokkra daga á miðju tímabili þar á meðal í Las Vegas. Fljótlega eftir þáttinn spurðist það aftur á móti út að framleiðendurnir á „The Last Dance“ hafi verið með niðurskurðarhnífinn á lofti þegar kom að viðtalinu við Carmen Electra sem hafði frá miklu að segja af tíma sínum með aðalfrákastara meistaraliðs Chicago Bulls frá 1996 til 1998. It was crazy, like two kids in a candy store https://t.co/aoiiVNJ6kE— Sports Illustrated (@SInow) April 27, 2020 Bandarískir fjölmiðlar voru því fljótir að grafa upp frekari sögur af ævintýrum Carmen Electra og Dennis Rodman sem voru mjög ástfangin á lokatímabili hans með Chicago Bulls sem var 1997-98. Þeir sem þekkja til Dennis Rodman vita að þar er maður sem elskar næturklúbbana næstum því eins mikið og að ná í frákast inn á körfuboltavellinum. Klúbbastand Dennis Rodman kom honum oft í vandræði en kom honum um leið í kynni við margar glæsilegar og heimsfrægar konur. Ástarsamband hans við Carmen Electra var aðeins eitt af mörgum slíkum samböndum. Carmen Electra var óhrædd við að segja frá því sem þau tóku upp á þegar þau voru saman við lok síðustu aldar. Hún og Rodman voru gift frá 1998 til 1999 og samband þeirra var í miklum blóma þegar „The Last Dance“ tímabil Chicago Bulls var í fullum gangi. Dennis Rodman and Carmen Electra had sex 'all over' Bulls practice facility https://t.co/cLUBjCQ9kj pic.twitter.com/02ksF6Jci4— New York Post (@nypost) April 27, 2020 Carmen Electra sagði meðal annars frá sambandi sínu og Dennis Rodman í viðtali við Greg Braxton hjá Los Angeles Times. Hún sagði honum frá því að þau hefði hist fyrst á næturklúbbi og strax hafið vilt ástarsamband. Carmen Electra flaug til Chicago til að sjá Bulls liðið spila og grét síðan á leiðinni heim af því að hún saknaði Rodman svo mikið. Þau nýttu því afar vel tímann sinn saman. Electra sagði þannig frá því að hún mætti meira að segja með honum í vinnuna. „Einn daginn þá var frídagur hjá Chicago Bulls liðinu. Dennis sagði þá að hann ætlaði að koma mér á óvart,“ rifjaði Carmen Electra upp. „Hann batt þá fyrir augun á mér og fór með mig á mótorhjólinu sínu. Þegar ég mátti taka frá augunum þá sá ég að við vorum á miðjum æfingavelli Chicago Bulls liðsins,“ sagði Carmen Electra. „Þetta var algjört brjálæði. Við vorum eins og litlir krakkar í nammibúð. Við vorum að éta íspinna og stunda kynlíf alls staðar eins og í sjúkraþjálfunarherberginu og í lyftingaherberginu. Augljóslega gerðum við það líka á miðjum vellinum,“ sagði Carmen Electra.
NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira