Dennis Rodman og Carmen Electra stunduðu kynlíf á miðjum æfingavelli Chicago Bulls Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2020 09:00 Dennis Rodman og Carmen Electra voru mjög ástfangin á lokatímabili hans með Chicagi Bulls liðinu. Getty/Steve Granitz Hinn litríki Dennis Rodman fékk heldur betur á sig sviðsljósið í nýjustu þáttum heimildarþáttanna vinsælu „The Last Dance“ og þar á meðal kom við sögu gömul kærasta hans Carmen Electra. Carmen Electra sagði meðal annars frá því í „The Last Dance“ þegar Michael Jordan bankaði upp á hjá þeim til að ná í Dennis Rodman á æfingu en Rodman hafði þá verið á skralli í nokkra daga á miðju tímabili þar á meðal í Las Vegas. Fljótlega eftir þáttinn spurðist það aftur á móti út að framleiðendurnir á „The Last Dance“ hafi verið með niðurskurðarhnífinn á lofti þegar kom að viðtalinu við Carmen Electra sem hafði frá miklu að segja af tíma sínum með aðalfrákastara meistaraliðs Chicago Bulls frá 1996 til 1998. It was crazy, like two kids in a candy store https://t.co/aoiiVNJ6kE— Sports Illustrated (@SInow) April 27, 2020 Bandarískir fjölmiðlar voru því fljótir að grafa upp frekari sögur af ævintýrum Carmen Electra og Dennis Rodman sem voru mjög ástfangin á lokatímabili hans með Chicago Bulls sem var 1997-98. Þeir sem þekkja til Dennis Rodman vita að þar er maður sem elskar næturklúbbana næstum því eins mikið og að ná í frákast inn á körfuboltavellinum. Klúbbastand Dennis Rodman kom honum oft í vandræði en kom honum um leið í kynni við margar glæsilegar og heimsfrægar konur. Ástarsamband hans við Carmen Electra var aðeins eitt af mörgum slíkum samböndum. Carmen Electra var óhrædd við að segja frá því sem þau tóku upp á þegar þau voru saman við lok síðustu aldar. Hún og Rodman voru gift frá 1998 til 1999 og samband þeirra var í miklum blóma þegar „The Last Dance“ tímabil Chicago Bulls var í fullum gangi. Dennis Rodman and Carmen Electra had sex 'all over' Bulls practice facility https://t.co/cLUBjCQ9kj pic.twitter.com/02ksF6Jci4— New York Post (@nypost) April 27, 2020 Carmen Electra sagði meðal annars frá sambandi sínu og Dennis Rodman í viðtali við Greg Braxton hjá Los Angeles Times. Hún sagði honum frá því að þau hefði hist fyrst á næturklúbbi og strax hafið vilt ástarsamband. Carmen Electra flaug til Chicago til að sjá Bulls liðið spila og grét síðan á leiðinni heim af því að hún saknaði Rodman svo mikið. Þau nýttu því afar vel tímann sinn saman. Electra sagði þannig frá því að hún mætti meira að segja með honum í vinnuna. „Einn daginn þá var frídagur hjá Chicago Bulls liðinu. Dennis sagði þá að hann ætlaði að koma mér á óvart,“ rifjaði Carmen Electra upp. „Hann batt þá fyrir augun á mér og fór með mig á mótorhjólinu sínu. Þegar ég mátti taka frá augunum þá sá ég að við vorum á miðjum æfingavelli Chicago Bulls liðsins,“ sagði Carmen Electra. „Þetta var algjört brjálæði. Við vorum eins og litlir krakkar í nammibúð. Við vorum að éta íspinna og stunda kynlíf alls staðar eins og í sjúkraþjálfunarherberginu og í lyftingaherberginu. Augljóslega gerðum við það líka á miðjum vellinum,“ sagði Carmen Electra. NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira
Hinn litríki Dennis Rodman fékk heldur betur á sig sviðsljósið í nýjustu þáttum heimildarþáttanna vinsælu „The Last Dance“ og þar á meðal kom við sögu gömul kærasta hans Carmen Electra. Carmen Electra sagði meðal annars frá því í „The Last Dance“ þegar Michael Jordan bankaði upp á hjá þeim til að ná í Dennis Rodman á æfingu en Rodman hafði þá verið á skralli í nokkra daga á miðju tímabili þar á meðal í Las Vegas. Fljótlega eftir þáttinn spurðist það aftur á móti út að framleiðendurnir á „The Last Dance“ hafi verið með niðurskurðarhnífinn á lofti þegar kom að viðtalinu við Carmen Electra sem hafði frá miklu að segja af tíma sínum með aðalfrákastara meistaraliðs Chicago Bulls frá 1996 til 1998. It was crazy, like two kids in a candy store https://t.co/aoiiVNJ6kE— Sports Illustrated (@SInow) April 27, 2020 Bandarískir fjölmiðlar voru því fljótir að grafa upp frekari sögur af ævintýrum Carmen Electra og Dennis Rodman sem voru mjög ástfangin á lokatímabili hans með Chicago Bulls sem var 1997-98. Þeir sem þekkja til Dennis Rodman vita að þar er maður sem elskar næturklúbbana næstum því eins mikið og að ná í frákast inn á körfuboltavellinum. Klúbbastand Dennis Rodman kom honum oft í vandræði en kom honum um leið í kynni við margar glæsilegar og heimsfrægar konur. Ástarsamband hans við Carmen Electra var aðeins eitt af mörgum slíkum samböndum. Carmen Electra var óhrædd við að segja frá því sem þau tóku upp á þegar þau voru saman við lok síðustu aldar. Hún og Rodman voru gift frá 1998 til 1999 og samband þeirra var í miklum blóma þegar „The Last Dance“ tímabil Chicago Bulls var í fullum gangi. Dennis Rodman and Carmen Electra had sex 'all over' Bulls practice facility https://t.co/cLUBjCQ9kj pic.twitter.com/02ksF6Jci4— New York Post (@nypost) April 27, 2020 Carmen Electra sagði meðal annars frá sambandi sínu og Dennis Rodman í viðtali við Greg Braxton hjá Los Angeles Times. Hún sagði honum frá því að þau hefði hist fyrst á næturklúbbi og strax hafið vilt ástarsamband. Carmen Electra flaug til Chicago til að sjá Bulls liðið spila og grét síðan á leiðinni heim af því að hún saknaði Rodman svo mikið. Þau nýttu því afar vel tímann sinn saman. Electra sagði þannig frá því að hún mætti meira að segja með honum í vinnuna. „Einn daginn þá var frídagur hjá Chicago Bulls liðinu. Dennis sagði þá að hann ætlaði að koma mér á óvart,“ rifjaði Carmen Electra upp. „Hann batt þá fyrir augun á mér og fór með mig á mótorhjólinu sínu. Þegar ég mátti taka frá augunum þá sá ég að við vorum á miðjum æfingavelli Chicago Bulls liðsins,“ sagði Carmen Electra. „Þetta var algjört brjálæði. Við vorum eins og litlir krakkar í nammibúð. Við vorum að éta íspinna og stunda kynlíf alls staðar eins og í sjúkraþjálfunarherberginu og í lyftingaherberginu. Augljóslega gerðum við það líka á miðjum vellinum,“ sagði Carmen Electra.
NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira