Lentu eins hreyfils flugvél á hæsta fjalli Norðurlands Andri Eysteinsson skrifar 27. apríl 2020 11:31 Kristján og Piper-flugvélin TF-LEO Fáfnir Það er ekki á hverjum degi sem flugvélum er lent á einum af tíu hæstu tindum landsins. Félagarnir Kristján Þór Kristjánsson og Fáfnir Árnason gerðu þó tíunda hæsta fjall landsins, og hæsta fjall norðurlands, Kerlingu að flugbraut sinni í gær. Kerling sem rís hæst 1.538 metra yfir sjávarmál er blágrýtisfjall í Eyjafirði og liggur á Tröllaskaga. Fyrir gærdaginn hafði einungis þrisvar sinnum verið lent á fjallinu síðustu tuttugu árin. Í samtali við Vísi segir Kristján Þór Kristjánsson flugmaður að eingöngu sé haldið í slíkt ævintýri þegar aðstæður er hárréttar. Kristján sem er reynslumikill flugmaður og hefur lent víða bæði á Íslandi og Grænlandi flaug ásamt Fáfni á lítilli eins hreyfils, tveggja sæta vél af gerðinni Piper PA-18 Super Cub frá 1975. Kristján segir vélar sem þessar mikið notaðar við svipaðar aðstæður og eru uppi á Kerlingu og þá helst í Alaska og öðrum heimskautasvæðum. View this post on Instagram Landing on Mt Kerling this evening, highest mountain in North Iceland 5.045 feet above sea level. #stol #bushflying #bushpilot #bushwheels #akbushwheels #livealittle #sunset #wilderness #iceland #pa18 #taildragger #supercubbin #whyifly #instaaviation #avgeek #mountainflying #instapilot #generalaviation #avporn #icelandic #aviationenthusiast #aviationdaily #pilotsofinstagram #aviators A post shared by Kristjan Kristjansson (@kristjanthk) on Apr 26, 2020 at 7:21pm PDT Vélin sem þeir félagar notuðu hefur þá einnig verið breytt til að henta betur við slíkar aðstæður. Þrjátíu og einnar tommu dekk eru undir vélinni og hefur stell hennar verið styrkt sérstaklega. Lagt var af stað frá Akureyrarflugvelli og segir Kristján að aðstæður hafi verið réttar til þess að lenda á fjallinu. „Það er mjög sjaldgæft að réttar aðstæður skapist, snjórinn þarf að vera glerharður, birtan þarf að vera rétt svo ekki komi til snjóblindu og svo þarf að vera logn,“ sagði Kristján. „Við höfðum verið á snjósleðum inni í Glerárdal fyrr um daginn og sáum þar að aðstæður væru réttar. Snjórinn væri enn harðari uppi á fjalli vegna kuldans sem er þar,“ segir flugmaðurinn. Aðstæður þurfa að vera hárréttar til þess að geta lent á Kerlingu.Fáfnir „Flugbrautin“ uppi á Kerlingu er 800 metra löng og er það ívið nóg fyrir Piper-vélina. Kristján segir hana ekki þurfa nema um 100 metra til þess að lenda en vélin tekur af stað og getur lent á 40 til 50 km/h. Á myndbandi sem félagarnir tóku og sjá má hér í fréttinni sést að þegar lagt var af stað niður af fjallinu virðist um stundarsakir eins og að vélin stefni hratt niðurávið. Kristján segir það hafa verið með ráðum gert og að fyllsta öryggis hafi verið gætt. Þeir félagarnir hafi aldrei efast um hvort hugmyndin væri góð. „Maður fer ekkert í svona flug án þess að gæta fyllsta öryggis. Það er allt úthugsað,“ sagði Kristján. Að ævintýrinu á Kerlingu loknu tók við útsýnisflug og haldið að nýju til Akureyrar. Myndbandið frá ævintýraflugi Kristjáns og Fáfnis má sjá hér að neðan. Fréttir af flugi Akureyri Eyjafjarðarsveit Akureyrarflugvöllur Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem flugvélum er lent á einum af tíu hæstu tindum landsins. Félagarnir Kristján Þór Kristjánsson og Fáfnir Árnason gerðu þó tíunda hæsta fjall landsins, og hæsta fjall norðurlands, Kerlingu að flugbraut sinni í gær. Kerling sem rís hæst 1.538 metra yfir sjávarmál er blágrýtisfjall í Eyjafirði og liggur á Tröllaskaga. Fyrir gærdaginn hafði einungis þrisvar sinnum verið lent á fjallinu síðustu tuttugu árin. Í samtali við Vísi segir Kristján Þór Kristjánsson flugmaður að eingöngu sé haldið í slíkt ævintýri þegar aðstæður er hárréttar. Kristján sem er reynslumikill flugmaður og hefur lent víða bæði á Íslandi og Grænlandi flaug ásamt Fáfni á lítilli eins hreyfils, tveggja sæta vél af gerðinni Piper PA-18 Super Cub frá 1975. Kristján segir vélar sem þessar mikið notaðar við svipaðar aðstæður og eru uppi á Kerlingu og þá helst í Alaska og öðrum heimskautasvæðum. View this post on Instagram Landing on Mt Kerling this evening, highest mountain in North Iceland 5.045 feet above sea level. #stol #bushflying #bushpilot #bushwheels #akbushwheels #livealittle #sunset #wilderness #iceland #pa18 #taildragger #supercubbin #whyifly #instaaviation #avgeek #mountainflying #instapilot #generalaviation #avporn #icelandic #aviationenthusiast #aviationdaily #pilotsofinstagram #aviators A post shared by Kristjan Kristjansson (@kristjanthk) on Apr 26, 2020 at 7:21pm PDT Vélin sem þeir félagar notuðu hefur þá einnig verið breytt til að henta betur við slíkar aðstæður. Þrjátíu og einnar tommu dekk eru undir vélinni og hefur stell hennar verið styrkt sérstaklega. Lagt var af stað frá Akureyrarflugvelli og segir Kristján að aðstæður hafi verið réttar til þess að lenda á fjallinu. „Það er mjög sjaldgæft að réttar aðstæður skapist, snjórinn þarf að vera glerharður, birtan þarf að vera rétt svo ekki komi til snjóblindu og svo þarf að vera logn,“ sagði Kristján. „Við höfðum verið á snjósleðum inni í Glerárdal fyrr um daginn og sáum þar að aðstæður væru réttar. Snjórinn væri enn harðari uppi á fjalli vegna kuldans sem er þar,“ segir flugmaðurinn. Aðstæður þurfa að vera hárréttar til þess að geta lent á Kerlingu.Fáfnir „Flugbrautin“ uppi á Kerlingu er 800 metra löng og er það ívið nóg fyrir Piper-vélina. Kristján segir hana ekki þurfa nema um 100 metra til þess að lenda en vélin tekur af stað og getur lent á 40 til 50 km/h. Á myndbandi sem félagarnir tóku og sjá má hér í fréttinni sést að þegar lagt var af stað niður af fjallinu virðist um stundarsakir eins og að vélin stefni hratt niðurávið. Kristján segir það hafa verið með ráðum gert og að fyllsta öryggis hafi verið gætt. Þeir félagarnir hafi aldrei efast um hvort hugmyndin væri góð. „Maður fer ekkert í svona flug án þess að gæta fyllsta öryggis. Það er allt úthugsað,“ sagði Kristján. Að ævintýrinu á Kerlingu loknu tók við útsýnisflug og haldið að nýju til Akureyrar. Myndbandið frá ævintýraflugi Kristjáns og Fáfnis má sjá hér að neðan.
Fréttir af flugi Akureyri Eyjafjarðarsveit Akureyrarflugvöllur Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira