Ítalir undirbúa afnám félagslegra takmarkana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. apríl 2020 23:41 Herlögregla á vegum efnahagsráðuneytis Ítalíu sinnir nú eftirliti með því hvort þeir sem ferðast á milli ítalskra héraða hafi tilskilda pappíra sem sanna að ferðir viðkomandi séu af mikilvægum toga. Vísir/EPA Ítölsk stjórnvöld hafa sett fram aðgerðaráætlun um hvernig samfélagslegum takmörkunum, sem settar voru á til að aftra útbreiðslu kórónuveirunnar, verður aflétt. Hugmyndin er að standa að slíkum afléttingum í skrefum, líkt og hérlendis. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hefur sagt að þann 4. maí næstkomandi muni afléttingar takmarkana hefjast. Það er sami dagur og slakað verður á samkomubanninu hérlendis. Á Ítalíu munu almenningsgarðar opna þennan dag, en skólar verða áfram lokaðir fram í september. Þá verður fólki leyft að ferðast óáreitt um sín heimahéruð, en áfram verður óheimilt að ferðast á milli héraða. Ítölum hefur verið gert að halda sig heima, eða í það minnsta mjög nálægt heimilum sínum, frá 9. mars síðastliðnum. Eins verður fólki leyft að heimsækja ættingja sína í smáum hópum og með grímur. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu.Vísir/EPA Þann 4. maí munu jarðarfarir þar sem gestir eru 15 eða færri geta farið fram. Íþróttafólk mun geta æft að nýju, og leyfilegt verður að iðka íþróttir víðar en í og við heimili sitt. Þá munu krár og veitingastaðir opna aftur, en eingöngu verður þó hægt að sækja mat og annan varning þangað og taka með sér. Conte forsætisráðherra hefur þó ítrekað að áfram verði að virða fjarlægðartakmarkanir milli fólks, og að áfram yrði óheimilt að koma saman í messu. Á Ítalíu er fólk hvatt til að halda minnst eins metra bili á milli sín, en eins og flestir Íslendingar ættu að vita er almennt talað um „tveggja metra regluna“ hér á landi. Að lokum sagði Conte þetta: „Ef við virðum ekki varúðarráðstafanir mun kúrvan leita upp, dauðsföllum mun fjölga og við munum vinna óafturkræfan skaða á hagkerfi okkar.“ Ef þið elskið Ítalíu, haldið þá ykkar fjarlægð. Af ríkjum heimsins hefur Ítalía komið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, í það minnsta ef marka má opinberar tölur. Ríkið hefur staðfest þriðja hæsta fjölda smitaðra einstaklinga í heiminum, eða rúmlega 197 þúsund tilfelli. Aðeins Spánn og Bandaríkin hafa staðfest fleiri smit. Þá hafa 26.644 dauðsföll af völdum Covid-19 verið staðfest á Ítalíu, þar af 260 síðasta sólarhringinn. Svo fá hafa Covid-dauðsföllin þar í landi ekki verið síðan 14. mars síðastliðinn. Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Sjá meira
Ítölsk stjórnvöld hafa sett fram aðgerðaráætlun um hvernig samfélagslegum takmörkunum, sem settar voru á til að aftra útbreiðslu kórónuveirunnar, verður aflétt. Hugmyndin er að standa að slíkum afléttingum í skrefum, líkt og hérlendis. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hefur sagt að þann 4. maí næstkomandi muni afléttingar takmarkana hefjast. Það er sami dagur og slakað verður á samkomubanninu hérlendis. Á Ítalíu munu almenningsgarðar opna þennan dag, en skólar verða áfram lokaðir fram í september. Þá verður fólki leyft að ferðast óáreitt um sín heimahéruð, en áfram verður óheimilt að ferðast á milli héraða. Ítölum hefur verið gert að halda sig heima, eða í það minnsta mjög nálægt heimilum sínum, frá 9. mars síðastliðnum. Eins verður fólki leyft að heimsækja ættingja sína í smáum hópum og með grímur. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu.Vísir/EPA Þann 4. maí munu jarðarfarir þar sem gestir eru 15 eða færri geta farið fram. Íþróttafólk mun geta æft að nýju, og leyfilegt verður að iðka íþróttir víðar en í og við heimili sitt. Þá munu krár og veitingastaðir opna aftur, en eingöngu verður þó hægt að sækja mat og annan varning þangað og taka með sér. Conte forsætisráðherra hefur þó ítrekað að áfram verði að virða fjarlægðartakmarkanir milli fólks, og að áfram yrði óheimilt að koma saman í messu. Á Ítalíu er fólk hvatt til að halda minnst eins metra bili á milli sín, en eins og flestir Íslendingar ættu að vita er almennt talað um „tveggja metra regluna“ hér á landi. Að lokum sagði Conte þetta: „Ef við virðum ekki varúðarráðstafanir mun kúrvan leita upp, dauðsföllum mun fjölga og við munum vinna óafturkræfan skaða á hagkerfi okkar.“ Ef þið elskið Ítalíu, haldið þá ykkar fjarlægð. Af ríkjum heimsins hefur Ítalía komið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, í það minnsta ef marka má opinberar tölur. Ríkið hefur staðfest þriðja hæsta fjölda smitaðra einstaklinga í heiminum, eða rúmlega 197 þúsund tilfelli. Aðeins Spánn og Bandaríkin hafa staðfest fleiri smit. Þá hafa 26.644 dauðsföll af völdum Covid-19 verið staðfest á Ítalíu, þar af 260 síðasta sólarhringinn. Svo fá hafa Covid-dauðsföllin þar í landi ekki verið síðan 14. mars síðastliðinn.
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Sjá meira