Skrýtið ef ekki eigi að verja störf í flugi Birgir Olgeirsson skrifar 25. apríl 2020 18:48 Formaður félags atvinnuflugmanna segir það skrýtið ef ríkisstjórnin ætlar ekki að verja störf í flugi. Stærsti niðurskurður Icelandair blasir við. Ferðamálaráðherra segir fyrirtækið með ærið verkefni í höndunum. Starfsmenn Icelandair bíða fregna vegna þeirra aðgerða sem félagið ætlar að grípa til fyrir mánaðamótin. Forstjórinn hefur sagt þær afar umfangsmiklar. Heimildir fréttastofu herma að orðrómur sé um að segja þurfi upp 850 af 880 flugfreyjum hjá Icelandair. Um 300 flugvirkjar starfa hjá Icelandair og talið að segja þurfi upp helmingi þeirra. Engin staðfesting hefur fengist á því og forstjórinn ítrekað sagt að endanlegar tölur liggi ekki fyrir. Icelandair sagði upp 112 flugmönnum í fyrra. Í dag starfa þar 450 flugmenn. „Við eigum von á því að þetta verði meira en verið hefur. Við búum okkur undir það versta og vonumst það besta,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Spurður út í hvort íslenska ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar bendir Jón Þór á að flugiðnaðurinn standi undir 38 prósent af landsframleiðslu, 72 þúsund störf séu þar á bakvið. „Og ef að menn ætli ekki að verja þessa innviði og þessa grein, þá þætti mér það skrýtið. Við getum kannski sett þetta í samhengi við loforð stjórnmálamanna. Það myndi þykja brattur stjórnmálamaður sem myndi lofa 72 þúsund nýjum störfum. En þá getum við sett það í hina áttina. Hvað með þann sem ætlar ekki að verja þau,“ segir Jón Þór. Ferðamálaráðherra segir ekki komið að þeim tímapunkti að tjá sig um mál Icelandair. „Þetta er félag á markaði með stjórn og stjórnendur. Ábyrgð þeirra er mikil. Þau eru með ærið verkefni í fanginu. Þau eru að reyna að leita leiða til að finna út úr því. Á meðan svo er þá er ekkert sem ég get sagt um þá stöðu,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og ferðamálaráðherra. Hún segir ríkið tryggja lágmarks flugsamgöngur til og frá landinu. „Það er grundvallarverkefni að tryggja það að það sé flug til landsins. Það verkefni fer ekkert frá okkur.“ Kallað hefur verið eftir að framhaldi á hlutabótaleiðinni og að fyrirtæki geti nýtt sér hana við starfslok starfsmanna. „Ég vona að við munum hafa einhver svör í tæka tíð, en hvernig lendingin verður þar get ég ekkert sagt til um akkúrat núna.“ Icelandair Fréttir af flugi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Sjá meira
Formaður félags atvinnuflugmanna segir það skrýtið ef ríkisstjórnin ætlar ekki að verja störf í flugi. Stærsti niðurskurður Icelandair blasir við. Ferðamálaráðherra segir fyrirtækið með ærið verkefni í höndunum. Starfsmenn Icelandair bíða fregna vegna þeirra aðgerða sem félagið ætlar að grípa til fyrir mánaðamótin. Forstjórinn hefur sagt þær afar umfangsmiklar. Heimildir fréttastofu herma að orðrómur sé um að segja þurfi upp 850 af 880 flugfreyjum hjá Icelandair. Um 300 flugvirkjar starfa hjá Icelandair og talið að segja þurfi upp helmingi þeirra. Engin staðfesting hefur fengist á því og forstjórinn ítrekað sagt að endanlegar tölur liggi ekki fyrir. Icelandair sagði upp 112 flugmönnum í fyrra. Í dag starfa þar 450 flugmenn. „Við eigum von á því að þetta verði meira en verið hefur. Við búum okkur undir það versta og vonumst það besta,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Spurður út í hvort íslenska ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar bendir Jón Þór á að flugiðnaðurinn standi undir 38 prósent af landsframleiðslu, 72 þúsund störf séu þar á bakvið. „Og ef að menn ætli ekki að verja þessa innviði og þessa grein, þá þætti mér það skrýtið. Við getum kannski sett þetta í samhengi við loforð stjórnmálamanna. Það myndi þykja brattur stjórnmálamaður sem myndi lofa 72 þúsund nýjum störfum. En þá getum við sett það í hina áttina. Hvað með þann sem ætlar ekki að verja þau,“ segir Jón Þór. Ferðamálaráðherra segir ekki komið að þeim tímapunkti að tjá sig um mál Icelandair. „Þetta er félag á markaði með stjórn og stjórnendur. Ábyrgð þeirra er mikil. Þau eru með ærið verkefni í fanginu. Þau eru að reyna að leita leiða til að finna út úr því. Á meðan svo er þá er ekkert sem ég get sagt um þá stöðu,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og ferðamálaráðherra. Hún segir ríkið tryggja lágmarks flugsamgöngur til og frá landinu. „Það er grundvallarverkefni að tryggja það að það sé flug til landsins. Það verkefni fer ekkert frá okkur.“ Kallað hefur verið eftir að framhaldi á hlutabótaleiðinni og að fyrirtæki geti nýtt sér hana við starfslok starfsmanna. „Ég vona að við munum hafa einhver svör í tæka tíð, en hvernig lendingin verður þar get ég ekkert sagt til um akkúrat núna.“
Icelandair Fréttir af flugi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Sjá meira