Glæpamenn sjá leik á borði með framleiðslu fíkniefna og kaup fyrirtækja Samúel Karl Ólason og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 23. apríl 2020 20:00 Erlendir glæpahópar sjá sér nú leik á borði með fíkniefnaframleiðslu hérlendis þegar lítið er flutt inn til landsins á tímum kórónuveirunnar. Yfirlögregluþjónn segir að brotahópar nýti einnig ástandið til að þvætta peninga sína með því að kaupa íslensk fyrirtæki sem nú standa illa. Í gær var fjallað um umfangsmikil mál er varða skipulagða glæpastarfsemi sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar. Á síðustu mánuðum hafa tólf verið settir í gæsluvarðhald, sem taldir eru tengjast erlendum glæpahópum, grunaðir um amfetamínframleiðslu og peningaþvætti. Hald var lagt á 13,5 lítra af amfetamínbasa. Hluti hópsins var handtekinn í janúar en lögreglan þurfti að sleppa tveimur úr haldi í byrjun apríl þrátt fyrir að rannsókn málsins sé enn í gangi og að fleiri hafi verið handteknir. Samkvæmt lögum er lengst hægt að halda mönnum í varðhaldi í tólf vikur án þess að höfða mál á hendur þeim. Sjá einnig: Telja amfetamínbasa framleiddan á Íslandi „Flækjustig þeirra mála sem við erum með til rannsóknar er með þeim hætti að það er með engum hætti hægt fyrir okkur að uppfylla þau skilyrði sem þarna eru sett,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum með dæmi bæði frá þessu ári og síðasta þar sem við höfum neyðst til að sleppa mönnum úr haldi,“ segir Karl Steinar. Þetta hafi þau áhrif að rannsókn málanna tekur lengri tíma. Í hvert skipti sem lögregla þarf að yfirheyra fólkið þurfi að finna það aftur. Fæstir séu samstarfsfúsir. „Að okkar mati eru þessi tímamörk ekki að endurspegla þær þarfir sem rannsóknirnar hafa á skipulagðri brotastarfsemi,” segir Karl Steinar og bætir við að lagaumhverfið sé tuttugu ára gamalt. „Þessi regla hún bara þekkist ekki á Norðurlöndunum,“ segir Karl Steinar. Lögregla hafi vaktið athygli dómsmálaráðherra á vandanum. Þá segir Karl Steinar að þó að lítið sem ekkert sé flutt inn af fíkniefnum í gegn um flugstöðina, nú á tímum kórónuveirunnar, sé enginn skortur sé á fíkniefnum í landinu. Þvert á móti sjái erlendir brotahópar sér nú leik á borði með framleiðslu hérlendis. „Við erum þegar að sjá það að brotahópar sem eru að horfa til þess núna hvernig þeir geti nýtt sér það ástand sem er nú er í gangi með til dæmis fyrirtæki sem standa illa , hvernig þeir geta þvættað sína peninga með því að kaupa sig inn í fyrirtækið eða taka yfir fyrirtækin sem standa illa og við teljum að það sé ástæða til að hafa áhyggjur af því,“ segir Karl Steinar. Hann segir alveg ljóst að nóg sé til af peningum í landinu. „Og brotahóparnir eru að finna leiðir hvernig þeir geta komið þeim í notkun,” segir Karl Steinar. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Erlendir glæpahópar sjá sér nú leik á borði með fíkniefnaframleiðslu hérlendis þegar lítið er flutt inn til landsins á tímum kórónuveirunnar. Yfirlögregluþjónn segir að brotahópar nýti einnig ástandið til að þvætta peninga sína með því að kaupa íslensk fyrirtæki sem nú standa illa. Í gær var fjallað um umfangsmikil mál er varða skipulagða glæpastarfsemi sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar. Á síðustu mánuðum hafa tólf verið settir í gæsluvarðhald, sem taldir eru tengjast erlendum glæpahópum, grunaðir um amfetamínframleiðslu og peningaþvætti. Hald var lagt á 13,5 lítra af amfetamínbasa. Hluti hópsins var handtekinn í janúar en lögreglan þurfti að sleppa tveimur úr haldi í byrjun apríl þrátt fyrir að rannsókn málsins sé enn í gangi og að fleiri hafi verið handteknir. Samkvæmt lögum er lengst hægt að halda mönnum í varðhaldi í tólf vikur án þess að höfða mál á hendur þeim. Sjá einnig: Telja amfetamínbasa framleiddan á Íslandi „Flækjustig þeirra mála sem við erum með til rannsóknar er með þeim hætti að það er með engum hætti hægt fyrir okkur að uppfylla þau skilyrði sem þarna eru sett,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum með dæmi bæði frá þessu ári og síðasta þar sem við höfum neyðst til að sleppa mönnum úr haldi,“ segir Karl Steinar. Þetta hafi þau áhrif að rannsókn málanna tekur lengri tíma. Í hvert skipti sem lögregla þarf að yfirheyra fólkið þurfi að finna það aftur. Fæstir séu samstarfsfúsir. „Að okkar mati eru þessi tímamörk ekki að endurspegla þær þarfir sem rannsóknirnar hafa á skipulagðri brotastarfsemi,” segir Karl Steinar og bætir við að lagaumhverfið sé tuttugu ára gamalt. „Þessi regla hún bara þekkist ekki á Norðurlöndunum,“ segir Karl Steinar. Lögregla hafi vaktið athygli dómsmálaráðherra á vandanum. Þá segir Karl Steinar að þó að lítið sem ekkert sé flutt inn af fíkniefnum í gegn um flugstöðina, nú á tímum kórónuveirunnar, sé enginn skortur sé á fíkniefnum í landinu. Þvert á móti sjái erlendir brotahópar sér nú leik á borði með framleiðslu hérlendis. „Við erum þegar að sjá það að brotahópar sem eru að horfa til þess núna hvernig þeir geti nýtt sér það ástand sem er nú er í gangi með til dæmis fyrirtæki sem standa illa , hvernig þeir geta þvættað sína peninga með því að kaupa sig inn í fyrirtækið eða taka yfir fyrirtækin sem standa illa og við teljum að það sé ástæða til að hafa áhyggjur af því,“ segir Karl Steinar. Hann segir alveg ljóst að nóg sé til af peningum í landinu. „Og brotahóparnir eru að finna leiðir hvernig þeir geta komið þeim í notkun,” segir Karl Steinar.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira