Kórónuveirufaraldurinn fækkaði valmöguleikunum hjá Grétari sem leist best á Nice Anton Ingi Leifsson skrifar 22. apríl 2020 22:00 Grétar Ari í leik í vetur. vísir/bára Grétar Ari Guðjónsson er á leið til Frakklands en hann hefur samið við franska B-deildarliðið Nice eins og kom fram á Vísi í gær. Grétar er spenntur fyrir tímanum í Frakklandi. Grétar hefur verið einn albesti markvörður Olís-deildarinnar undanfarin ár en hann hefur verið aðalmarkvörður Hauka undanfarin tvö ár. „Það var frekar stuttur aðdragandi að þessu. Þetta kom dálítið upp úr engu og það var ekki úr miklu að moða svo ég var mjög ánægður að þetta hafi gerst,“ sagði Grétar er Henry Birgir Gunnarsson ræddi við hann í dag. „Þetta er klúbbur sem hefur verið að taka sig í gegn. Þeir eru mikið að vinna með unga leikmenn og ætla að byggja upp unga leikmenn og selja þá upp í efstu deild í Frakklandi eða annars staðar,“ sagði Grétar. Hann vonast til þess að taka næsta skref eftir tímann hjá Nice. „Ég ætla að vona það. Það er draumurinn. Ég held að fyrir mig sem markvörður að það sé nauðsynlegt að koma í deild sem er kannski ekkert miklu sterkari en sem er meira virt heldur en sú íslenska. Að það sé auðveldara, ef þú stendur þig þarna, þá ferðu lengra. Hér heima þá er það happa glappa.“ Markvörðurinn knái segir að það hafi verið nokkrir valmöguleikar í stöðunni en Frakkarnir hafi heillað. „Það hafa verið nokkrir valmöguleikar hér og þar en eftir að ástandið kom upp þá hefur þeim farið fækkandi. Það var úr einhverju smá að velja en mér fannst þessi kostur töluvert betri en aðrir.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Grétar Ari í viðtali Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Grétar Ari Guðjónsson er á leið til Frakklands en hann hefur samið við franska B-deildarliðið Nice eins og kom fram á Vísi í gær. Grétar er spenntur fyrir tímanum í Frakklandi. Grétar hefur verið einn albesti markvörður Olís-deildarinnar undanfarin ár en hann hefur verið aðalmarkvörður Hauka undanfarin tvö ár. „Það var frekar stuttur aðdragandi að þessu. Þetta kom dálítið upp úr engu og það var ekki úr miklu að moða svo ég var mjög ánægður að þetta hafi gerst,“ sagði Grétar er Henry Birgir Gunnarsson ræddi við hann í dag. „Þetta er klúbbur sem hefur verið að taka sig í gegn. Þeir eru mikið að vinna með unga leikmenn og ætla að byggja upp unga leikmenn og selja þá upp í efstu deild í Frakklandi eða annars staðar,“ sagði Grétar. Hann vonast til þess að taka næsta skref eftir tímann hjá Nice. „Ég ætla að vona það. Það er draumurinn. Ég held að fyrir mig sem markvörður að það sé nauðsynlegt að koma í deild sem er kannski ekkert miklu sterkari en sem er meira virt heldur en sú íslenska. Að það sé auðveldara, ef þú stendur þig þarna, þá ferðu lengra. Hér heima þá er það happa glappa.“ Markvörðurinn knái segir að það hafi verið nokkrir valmöguleikar í stöðunni en Frakkarnir hafi heillað. „Það hafa verið nokkrir valmöguleikar hér og þar en eftir að ástandið kom upp þá hefur þeim farið fækkandi. Það var úr einhverju smá að velja en mér fannst þessi kostur töluvert betri en aðrir.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Grétar Ari í viðtali Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira