Umfangsmiklar aðgerðir og frekari uppsagnir hjá Icelandair Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. apríl 2020 17:00 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Icelandair Group mun nú í aprílmánuði grípa til yfirgripsmikilla aðgerða sem fela bæði í sér uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu fyrirtækisins til Kauphallar og fjölmiðla sem send var út nú á fimmta tímanum. Þar segir jafnframt að á sama tíma verði „lögð áhersla á að halda uppi grunnstarfsemi á öllum sviðum til þess að tryggja þann sveigjanleika sem þarf til að félagið geti brugðist hratt við um leið og markaðir opnast á ný.“ Verður umfang aðgerðanna kynnt nánar fyrir mánaðamót: „Mjög mikil óvissa ríkir varðandi flug og ferðaþjónustu næstu misserin, hvenær ferðatakmörkunum verði aflétt og hvenær eftirspurn muni taka við sér á ný. Til að bregðast við áframhaldandi óvissu, búa stjórnendur Icelandair Group félagið undir órætt tímabil þar sem starfsemi þess verður í lágmarki en sem stendur eru einungis örfá flug í viku í áætlun félagsins,“ segir í tilkynningu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að aðlaga þurfi starfsemi félagsins að þeim veruleika sem blasir við. „Það er gríðarleg óvissa framundan og því miður eru uppsagnir starfsfólks óumflýjanlegar til að komast í gegnum þetta krefjandi tímabil. Við leggjum áherslu á að tryggja grunnstarfsemi félagsins til að geta komist hratt af stað aftur og vonumst auðvitað til að geta boðið stærstum hluta þeirra starfsmanna sem um ræðir vinnu aftur um leið og aðstæður batna. Einn af helstu styrkleikum félagsins er sveigjanleiki til að bregðast hratt við breytingum á markaði og við ætlum okkur að vera tilbúin til að sækja fram af miklum krafti þegar tækifærin gefast á ný,“ er haft eftir Boga í tilkynningu félagsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Icelandair Group mun nú í aprílmánuði grípa til yfirgripsmikilla aðgerða sem fela bæði í sér uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu fyrirtækisins til Kauphallar og fjölmiðla sem send var út nú á fimmta tímanum. Þar segir jafnframt að á sama tíma verði „lögð áhersla á að halda uppi grunnstarfsemi á öllum sviðum til þess að tryggja þann sveigjanleika sem þarf til að félagið geti brugðist hratt við um leið og markaðir opnast á ný.“ Verður umfang aðgerðanna kynnt nánar fyrir mánaðamót: „Mjög mikil óvissa ríkir varðandi flug og ferðaþjónustu næstu misserin, hvenær ferðatakmörkunum verði aflétt og hvenær eftirspurn muni taka við sér á ný. Til að bregðast við áframhaldandi óvissu, búa stjórnendur Icelandair Group félagið undir órætt tímabil þar sem starfsemi þess verður í lágmarki en sem stendur eru einungis örfá flug í viku í áætlun félagsins,“ segir í tilkynningu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að aðlaga þurfi starfsemi félagsins að þeim veruleika sem blasir við. „Það er gríðarleg óvissa framundan og því miður eru uppsagnir starfsfólks óumflýjanlegar til að komast í gegnum þetta krefjandi tímabil. Við leggjum áherslu á að tryggja grunnstarfsemi félagsins til að geta komist hratt af stað aftur og vonumst auðvitað til að geta boðið stærstum hluta þeirra starfsmanna sem um ræðir vinnu aftur um leið og aðstæður batna. Einn af helstu styrkleikum félagsins er sveigjanleiki til að bregðast hratt við breytingum á markaði og við ætlum okkur að vera tilbúin til að sækja fram af miklum krafti þegar tækifærin gefast á ný,“ er haft eftir Boga í tilkynningu félagsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira