Telur seinni bylgju faraldursins geta orðið enn skæðari Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2020 12:03 Robert Redfield, forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC), á blaðamannafundi í Hvíta húsinu föstudaginn 17. apríl 2020. AP/Alex Brandon Seinni bylgja kórónuveirufaraldursins gæti orðið enn skæðari en sú sem heimsbyggðin glímir nú við vegna þess að hún gæti komið upp við upphaf flensutímabilsins, að sögn yfirmanns Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC). Það myndi setja fordæmalaust álag á heilbrigðiskerfið. Nú þegar hafa fleiri en 800.000 manns greinst með nýtt afbrigði kórónuveiru sem veldur öndunarfærasjúkdóminum Covid-19 í Bandaríkjunum og fleiri en 45.000 manns hafa látið lífið. Hvergi hafa fleiri greinst smitaðir samkvæmt opinberum tölum. Robert Redfield, forstjóri CDC í Bandaríkjunum, varar við hættunni á að faraldurinn verði enn verri en hann er nú ef hann blossar upp aftur þegar hefðbundin inflúensa fer á flug næsta vetur. Það telur hann setja „óhugsandi“ álag á bandaríska heilbrigðiskerfið. Það hefur fyrir glímt við skort á ýmsum nauðsynlegum búnaði eins og öndunarvélum, hlífðarbúnaði og sýnatökubúnaði. „Þegar ég segi fólki þetta hallar það sér aftur á bak og skilur eiginlega ekki hvað ég meina,“ segir Redfield í viðtali við Washington Post. Hann brýnir fyrir heilbrigðisyfirvöld alríkisstjórnarinnar og einstakra ríkja Bandaríkjanna að nýta næstu mánuði til þess að búa sig undir það sem er í vændum. Leggja þurfi áherslu á félagsforðun á sama tíma og byrjað verður að slaka á takmörkunum til að hefta útbreiðslu faraldursins. Þá segir hann þörf á að stórauka skimun til að finna þá sem eru smitaðir og smitrakningu til að koma í veg fyrir að ný tilfelli verði upphafið að stærri hópsýkingum. Mikilvægt að fólk fari í flensusprautu Eins segir Redfield að heilbrigðisyfirvöld þurfi að brýna fyrir landsmönnum að huga að haustinu og að láta bólusetja sig fyrir flensunni. Þannig sé hægt að lágmarka þann fjölda sem þarf að leggjast inn á sjúkrahús vegna flensunnar. Sóttvarnaaðgerðum eins og samkomubanni og fyrirmælum um að fólk haldi sig heima hefur verið mótmælt í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna undanfarna daga. Krefjast mótmælendurnir, sem koma flestir úr röðum íhaldsmanna og stuðningsmanna Donalds Trump forseta, þess að takmörkunum verði aflétt þegar í stað. Trump forseti hefur hvatt mótmælendurna áfram og sagt þeim að „FRELSA“ ríkin þrátt fyrir að hans eigin alríkisstjórn hafi gefið út leiðbeiningar til ríkjanna um að aflétta takmörkunum hægt og í áföngum. Redfield segir mótmælin ekki hjálpleg. Hann og aðrir í viðbragðsteymi Hvíta hússins vegna faraldursins hafi lagt áherslu á mikilvægi félagsforðunar og hversu mikil áhrif hún hafi haft til að hemja faraldurinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Hægriöfgahópar fyrirferðarmiklir í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum Fjölmennustu Facebook-hóparnir sem boða mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum í Bandaríkjunum eru runnir undan rifjum þriggja samtaka hægriöfgasinnaðra vopnaeigenda. Donald Trump forseti hefur lýst stuðningi við mótmæli í nokkrum ríkjum þrátt fyrir að kröfur mótmælendanna séu í trássi við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir. 20. apríl 2020 11:19 Mótmæltu aðgerðum ríkisstjóra vegna kórónuveirunnar Mótmælendur hafa safnast saman í þúsundatali víðsvegar um Bandaríkin í gær og síðustu daga og krafist þess að ríkisstjórar slaki á aðgerðum vegna kórónuveirunnar, svo gangur komist á efnahagslífið á ný. 20. apríl 2020 07:17 Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Seinni bylgja kórónuveirufaraldursins gæti orðið enn skæðari en sú sem heimsbyggðin glímir nú við vegna þess að hún gæti komið upp við upphaf flensutímabilsins, að sögn yfirmanns Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC). Það myndi setja fordæmalaust álag á heilbrigðiskerfið. Nú þegar hafa fleiri en 800.000 manns greinst með nýtt afbrigði kórónuveiru sem veldur öndunarfærasjúkdóminum Covid-19 í Bandaríkjunum og fleiri en 45.000 manns hafa látið lífið. Hvergi hafa fleiri greinst smitaðir samkvæmt opinberum tölum. Robert Redfield, forstjóri CDC í Bandaríkjunum, varar við hættunni á að faraldurinn verði enn verri en hann er nú ef hann blossar upp aftur þegar hefðbundin inflúensa fer á flug næsta vetur. Það telur hann setja „óhugsandi“ álag á bandaríska heilbrigðiskerfið. Það hefur fyrir glímt við skort á ýmsum nauðsynlegum búnaði eins og öndunarvélum, hlífðarbúnaði og sýnatökubúnaði. „Þegar ég segi fólki þetta hallar það sér aftur á bak og skilur eiginlega ekki hvað ég meina,“ segir Redfield í viðtali við Washington Post. Hann brýnir fyrir heilbrigðisyfirvöld alríkisstjórnarinnar og einstakra ríkja Bandaríkjanna að nýta næstu mánuði til þess að búa sig undir það sem er í vændum. Leggja þurfi áherslu á félagsforðun á sama tíma og byrjað verður að slaka á takmörkunum til að hefta útbreiðslu faraldursins. Þá segir hann þörf á að stórauka skimun til að finna þá sem eru smitaðir og smitrakningu til að koma í veg fyrir að ný tilfelli verði upphafið að stærri hópsýkingum. Mikilvægt að fólk fari í flensusprautu Eins segir Redfield að heilbrigðisyfirvöld þurfi að brýna fyrir landsmönnum að huga að haustinu og að láta bólusetja sig fyrir flensunni. Þannig sé hægt að lágmarka þann fjölda sem þarf að leggjast inn á sjúkrahús vegna flensunnar. Sóttvarnaaðgerðum eins og samkomubanni og fyrirmælum um að fólk haldi sig heima hefur verið mótmælt í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna undanfarna daga. Krefjast mótmælendurnir, sem koma flestir úr röðum íhaldsmanna og stuðningsmanna Donalds Trump forseta, þess að takmörkunum verði aflétt þegar í stað. Trump forseti hefur hvatt mótmælendurna áfram og sagt þeim að „FRELSA“ ríkin þrátt fyrir að hans eigin alríkisstjórn hafi gefið út leiðbeiningar til ríkjanna um að aflétta takmörkunum hægt og í áföngum. Redfield segir mótmælin ekki hjálpleg. Hann og aðrir í viðbragðsteymi Hvíta hússins vegna faraldursins hafi lagt áherslu á mikilvægi félagsforðunar og hversu mikil áhrif hún hafi haft til að hemja faraldurinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Hægriöfgahópar fyrirferðarmiklir í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum Fjölmennustu Facebook-hóparnir sem boða mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum í Bandaríkjunum eru runnir undan rifjum þriggja samtaka hægriöfgasinnaðra vopnaeigenda. Donald Trump forseti hefur lýst stuðningi við mótmæli í nokkrum ríkjum þrátt fyrir að kröfur mótmælendanna séu í trássi við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir. 20. apríl 2020 11:19 Mótmæltu aðgerðum ríkisstjóra vegna kórónuveirunnar Mótmælendur hafa safnast saman í þúsundatali víðsvegar um Bandaríkin í gær og síðustu daga og krafist þess að ríkisstjórar slaki á aðgerðum vegna kórónuveirunnar, svo gangur komist á efnahagslífið á ný. 20. apríl 2020 07:17 Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Hægriöfgahópar fyrirferðarmiklir í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum Fjölmennustu Facebook-hóparnir sem boða mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum í Bandaríkjunum eru runnir undan rifjum þriggja samtaka hægriöfgasinnaðra vopnaeigenda. Donald Trump forseti hefur lýst stuðningi við mótmæli í nokkrum ríkjum þrátt fyrir að kröfur mótmælendanna séu í trássi við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir. 20. apríl 2020 11:19
Mótmæltu aðgerðum ríkisstjóra vegna kórónuveirunnar Mótmælendur hafa safnast saman í þúsundatali víðsvegar um Bandaríkin í gær og síðustu daga og krafist þess að ríkisstjórar slaki á aðgerðum vegna kórónuveirunnar, svo gangur komist á efnahagslífið á ný. 20. apríl 2020 07:17
Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna