ESA gagnrýnir áfengissöluna í Fríhöfninni, aftur Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. apríl 2020 10:33 Íslensk stjórnvöld verða að breyta því hvernig áfengi er valið í Fríhöfnina að mati ESA. Kerfið sem stuðst er við þegar velja á áfengi til sölu í fríhöfn Leifs Eiríkssonar er ógagnsætt. Íslensk stjórnvöld verði að tryggja að þetta kerfi sé án mismununar þannig að jafnræði sé mili birgja og neytendur geti gengið að auknu vöruúrvali. Niðurstaða rökkstudd álits sem ESA, eftirlitsstofnun EFTA, gaf út í dag er á þá leið að smásala áfengis í Fríhöfninni samræmist þannig ekki EES-samningnum. Íslenskum stjórnvöldum gefast þrír mánuðir til að bæta úr málum en ESA hefur áður ávítt stjórnvöld fyrir áfengissölufyrirkomulagið í Fríhöfninni. Forsagan er sú að ESA barst kvörtun árið 2016 frá íslenskum áfengisinnflytjanda sem sagði að Fríhöfnin hefði ekki tekið upp neinar hlutlægar eða gegnsæjar reglur um innkaup. Reglurnar virtust handahófskenndar og þar af leiðandi hefði fyrirtækið ekki getað komið vörum sínum í hillur Fríhafnarinnar. Niðurstaða ESA var sú að sala áfengis í verslunum Fríhafnarinnar bryti í bága við EES-samninginn, nánar tiltekið 16. grein samningsins. Í raun væri ríkiseinokun í Fríhöfninni og hefði ekki tekið upp gegnsæjar reglur sem tryggðu að engum heildsölum væri mismunað í tengslum við innkaup og vöruúrval. Ísland hefur fallist á að fyrirkomulag við smásölu áfengis í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli sé ríkiseinkasala. Íslandi ber þess vegna að sögn ESA að tryggja að vöruvalskerfið sé i samræmi við EES-reglur. ESA bendir líka á það að markaðssetning og auglýsing á áfengum drykkjum verði að vera óhlutdræg og án mismununar. Vöruvalskerfi sem samræmist EES-reglum er ætlað að tryggja aukið vöruúrval fyrir neytendur og jafnræði milli birgja, sem fyrr segir gerir vöruvalskerfi Fríhafnarinnar það ekki. ESA sendi formlegt áminningarbréf til Íslands í nóvember 2018. Þrátt fyrir að liðið sé rúmlega eitt og hálft ár hafa íslensk stjórnvöld ekki gert nauðsynlegar breytingar að mati ESA. Þess vegna gaf ESA út í dag rökstutt álit þar sem Íslandi eru gefnir þrír mánuðir til að fullnægja kröfum EES-réttar. Rökstutt álit er annað skrefið í meðferð samningsbrotamáls. ESA getur vísað málinu til EFTA-dómstólsins bregðist íslensk stjórnvöld ekki við með fullnægjandi hætti. Keflavíkurflugvöllur Áfengi og tóbak Samkeppnismál Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Sjá meira
Kerfið sem stuðst er við þegar velja á áfengi til sölu í fríhöfn Leifs Eiríkssonar er ógagnsætt. Íslensk stjórnvöld verði að tryggja að þetta kerfi sé án mismununar þannig að jafnræði sé mili birgja og neytendur geti gengið að auknu vöruúrvali. Niðurstaða rökkstudd álits sem ESA, eftirlitsstofnun EFTA, gaf út í dag er á þá leið að smásala áfengis í Fríhöfninni samræmist þannig ekki EES-samningnum. Íslenskum stjórnvöldum gefast þrír mánuðir til að bæta úr málum en ESA hefur áður ávítt stjórnvöld fyrir áfengissölufyrirkomulagið í Fríhöfninni. Forsagan er sú að ESA barst kvörtun árið 2016 frá íslenskum áfengisinnflytjanda sem sagði að Fríhöfnin hefði ekki tekið upp neinar hlutlægar eða gegnsæjar reglur um innkaup. Reglurnar virtust handahófskenndar og þar af leiðandi hefði fyrirtækið ekki getað komið vörum sínum í hillur Fríhafnarinnar. Niðurstaða ESA var sú að sala áfengis í verslunum Fríhafnarinnar bryti í bága við EES-samninginn, nánar tiltekið 16. grein samningsins. Í raun væri ríkiseinokun í Fríhöfninni og hefði ekki tekið upp gegnsæjar reglur sem tryggðu að engum heildsölum væri mismunað í tengslum við innkaup og vöruúrval. Ísland hefur fallist á að fyrirkomulag við smásölu áfengis í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli sé ríkiseinkasala. Íslandi ber þess vegna að sögn ESA að tryggja að vöruvalskerfið sé i samræmi við EES-reglur. ESA bendir líka á það að markaðssetning og auglýsing á áfengum drykkjum verði að vera óhlutdræg og án mismununar. Vöruvalskerfi sem samræmist EES-reglum er ætlað að tryggja aukið vöruúrval fyrir neytendur og jafnræði milli birgja, sem fyrr segir gerir vöruvalskerfi Fríhafnarinnar það ekki. ESA sendi formlegt áminningarbréf til Íslands í nóvember 2018. Þrátt fyrir að liðið sé rúmlega eitt og hálft ár hafa íslensk stjórnvöld ekki gert nauðsynlegar breytingar að mati ESA. Þess vegna gaf ESA út í dag rökstutt álit þar sem Íslandi eru gefnir þrír mánuðir til að fullnægja kröfum EES-réttar. Rökstutt álit er annað skrefið í meðferð samningsbrotamáls. ESA getur vísað málinu til EFTA-dómstólsins bregðist íslensk stjórnvöld ekki við með fullnægjandi hætti.
Keflavíkurflugvöllur Áfengi og tóbak Samkeppnismál Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Sjá meira