Á áttræðisaldri en gefur ekkert eftir í baráttunni við hinn illvíga kórónuvírus Jakob Bjarnar skrifar 31. mars 2020 13:03 Sigurður er á áttræðisaldri, hér á stofugangi. Víst er að nú mæðir mjög á heilbrigðisstéttum landsins og þar er Sigurður góð fyrirmynd. Um það eru þeir sem til þekkja sammála um. Landspítalinn/Þorkell Þorkelsson Sigurður Guðmundsson læknir er á áttræðisaldri en lætur það ekki stöðva sig. Hann er í framlínu heilbrigðisþjónustunnar á stofugangi í þessari miklu farsótt og hlífir sér hvergi. Þetta segir Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og birtir mynd af Sigurði á vettvangi á Facebooksíðu sinni. „Hér má sjá hinn síunga eldhuga Sigurð Guðmundsson í framlínunni í baráttu við kórónuvírusinn illvíga. Vinur minn og lærifaðir, Sigurður hefur kennt og þjálfað margar kynslóðir af læknum, meðal annars næstum öllu smitsjúkdómateymi landsins og getið af sér einn þeirra (Bryndís),“ segir Magnús Karl. Hann rekur glæsilegan feril Sigurðar í grófum dráttum: Hann hefur verið sérfræðingur í smitsjúkdómum og prófessor við Læknadeild, landlæknir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, læknir í framlínu heilbrigðisþjónustu í Malaví. „Nú er hann á áttræðisaldri (ótrúlegt en satt) í framlínu heilbrigðisþjónustunnar á stofugangi í þessarar miklu farsótt og hlífir sér hvergi. Sigurður er sönn fyrirmynd og svona fyrirmyndum ber að halda á lofti. Takk.“ Ekki lifa til að fresta dauðanum Frásögn Magnúsar Karls hittir í mark. Fjöldi félaga hans úr heilbrigðisstétt sem og aðrir taka undir með honum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og læknir segir Sigurð magnaðan lækni og kennara. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur notar einnig tækifærið og segir frá eftirlætis tilvitnun hennar, nokkuð sem Sigurður sagði í Kastljósi að Hafrúnu minnir. „Þegar var verið að fjalla um hvað væri óhollt og hollt, hvað mætti gera og hvað mætti ekki gera. Hann sagði sirka þetta: „við getum ekki lifað lífinu til þess eins að fresta dauðanum“. „Ég hef haft þetta bakvið eyrað síðan,“ segir Hafrún. Jón Snædal öldrunarlæknir segir Sigurð lýsandi dæmi um það lán „að spítalinn skuli hafa slakað á aldursmörkum, það verður vonandi aldrei hert aftur.“ Starfslok eiga að vera lending, ekki hrap Boðskapur Jóns rímar við skoðun Sigurðar sjálfs, sem iðkar það sem hann kennir. Í samtali við Fréttablaðið, í viðtali sem tekið var í tilefni af sjötugs afmæli hans segir : „Sigurður er sérfræðingur í smitsjúkdómum og er enn í fullri vinnu á Landspítalanum en segir það nú breytast eins og lög litla lýðveldisins geri ráð fyrir. „Ég mun halda áfram í hálfu starfi, spítalinn vildi það og ég líka, svo það náðust samningar. Mér finnst það frábært. Svo ég tuði svolítið þá finnst mér skrítið og ekki málefnalegt, ef nota má svo lögfræðilegt orðaval, að fólk þurfi að hætta vinnu bara af því það verður 70 ára, það ætti að hafa val,“ segir hann og heldur áfram: „Við kunnum margt á þessum aldri enda höfum við reynt allan fjandann og ég held það sé ástæða til að endurskoða þessar reglur. Starfslokin eiga að vera lending, ekki hrap.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira
Sigurður Guðmundsson læknir er á áttræðisaldri en lætur það ekki stöðva sig. Hann er í framlínu heilbrigðisþjónustunnar á stofugangi í þessari miklu farsótt og hlífir sér hvergi. Þetta segir Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og birtir mynd af Sigurði á vettvangi á Facebooksíðu sinni. „Hér má sjá hinn síunga eldhuga Sigurð Guðmundsson í framlínunni í baráttu við kórónuvírusinn illvíga. Vinur minn og lærifaðir, Sigurður hefur kennt og þjálfað margar kynslóðir af læknum, meðal annars næstum öllu smitsjúkdómateymi landsins og getið af sér einn þeirra (Bryndís),“ segir Magnús Karl. Hann rekur glæsilegan feril Sigurðar í grófum dráttum: Hann hefur verið sérfræðingur í smitsjúkdómum og prófessor við Læknadeild, landlæknir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, læknir í framlínu heilbrigðisþjónustu í Malaví. „Nú er hann á áttræðisaldri (ótrúlegt en satt) í framlínu heilbrigðisþjónustunnar á stofugangi í þessarar miklu farsótt og hlífir sér hvergi. Sigurður er sönn fyrirmynd og svona fyrirmyndum ber að halda á lofti. Takk.“ Ekki lifa til að fresta dauðanum Frásögn Magnúsar Karls hittir í mark. Fjöldi félaga hans úr heilbrigðisstétt sem og aðrir taka undir með honum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og læknir segir Sigurð magnaðan lækni og kennara. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur notar einnig tækifærið og segir frá eftirlætis tilvitnun hennar, nokkuð sem Sigurður sagði í Kastljósi að Hafrúnu minnir. „Þegar var verið að fjalla um hvað væri óhollt og hollt, hvað mætti gera og hvað mætti ekki gera. Hann sagði sirka þetta: „við getum ekki lifað lífinu til þess eins að fresta dauðanum“. „Ég hef haft þetta bakvið eyrað síðan,“ segir Hafrún. Jón Snædal öldrunarlæknir segir Sigurð lýsandi dæmi um það lán „að spítalinn skuli hafa slakað á aldursmörkum, það verður vonandi aldrei hert aftur.“ Starfslok eiga að vera lending, ekki hrap Boðskapur Jóns rímar við skoðun Sigurðar sjálfs, sem iðkar það sem hann kennir. Í samtali við Fréttablaðið, í viðtali sem tekið var í tilefni af sjötugs afmæli hans segir : „Sigurður er sérfræðingur í smitsjúkdómum og er enn í fullri vinnu á Landspítalanum en segir það nú breytast eins og lög litla lýðveldisins geri ráð fyrir. „Ég mun halda áfram í hálfu starfi, spítalinn vildi það og ég líka, svo það náðust samningar. Mér finnst það frábært. Svo ég tuði svolítið þá finnst mér skrítið og ekki málefnalegt, ef nota má svo lögfræðilegt orðaval, að fólk þurfi að hætta vinnu bara af því það verður 70 ára, það ætti að hafa val,“ segir hann og heldur áfram: „Við kunnum margt á þessum aldri enda höfum við reynt allan fjandann og ég held það sé ástæða til að endurskoða þessar reglur. Starfslokin eiga að vera lending, ekki hrap.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira