Svíar grípa til aðgerða vegna faraldursins Samúel Karl Ólason skrifar 31. mars 2020 11:59 Þessi mynd var tekin á veitingahúsi í Stokkhólmi um helgina. EPA/Janerik Henriksson Frá því að nýja kórónuveiran byrjaði að herja á heiminn hafa Svíar þótt einkennilega rólegir gagnvart heimsfaraldrinum. Danir, Norðmenn og Finnar hafa meðal annarra gripið til umfangsmikilla inngripsaðgerða og lokað skólum, fyrirtækjum og öðru. Svíar hafa hins vegar ekki gripið til sambærilegra aðgerða og skilyrði varðandi sóttkví hafa verið mun slakari en annars staðar. Samkomubanni hefur þó verið beitt og var viðmið þess lækkað úr 500 í 50 á föstudaginn. Þá voru frekari aðgerðir kynntar í dag. Heilt yfir hafa 4.028 greinst með veiruna og 146 hafa dáið vegna hennar. Þá er 341 á gjörgæslu og þar á meðal minnst tveir læknar. Þessar tölur hafa hækkað hratt undanfarna daga og sérstaklega fjöldi látinna og fjöldi fólks á gjörgæslu. Sænskir heilbrigðisstarfsmenn kvarta nú mikið yfir skorti á almennum hlífðarbúnaði. Samkvæmt rannsókn SVT er sá vandi svo gott sem landlægur. Erfiðir tímar framundan Fyrir helgi varaði Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, við því að erfiðir tímar væru handan við hornið. Svíar ætla sér að auka skimun fyrir Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, til muna á næstunni og sérstaklega gagnvart mikilvægum starfsstéttum eins og heilbrigðisstarfsmönnum. Á blaðamannafundi skömmu fyrir hádegi í dag, að íslenskum tíma, tilkynnti Löfven frekari aðgerðir til að sporna gegn dreifingu veirunnar. Hann sagði það skyldu hvers Svía að vernda sig og aðra og hvatti almenning til að halda sig heima um páskana. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að heimsóknir á dvalarheimili verða bannaðar. Isabella Lövin, aðstoðarforsætisráðherra, þakkaði öllum þeim sem hafa haldið sig heima á fundinum og sömuleiðis þeim sem hjálpað hafa öðrum sem þurfa að halda sig heim, til dæmis með því að færa þeim matvæli. Ríkisstjórn Löfven gerir ráð fyrir að efnahagur ríkisins muni dragast saman um fjögur prósent á þessu ári. Magdalena Andersson, fjármálaráðherra, sagði í morgun að atvinnuleysi yrði allt að níu prósent og það gæti tekið hagkerfið nokkur ár að jafna sig. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Frá því að nýja kórónuveiran byrjaði að herja á heiminn hafa Svíar þótt einkennilega rólegir gagnvart heimsfaraldrinum. Danir, Norðmenn og Finnar hafa meðal annarra gripið til umfangsmikilla inngripsaðgerða og lokað skólum, fyrirtækjum og öðru. Svíar hafa hins vegar ekki gripið til sambærilegra aðgerða og skilyrði varðandi sóttkví hafa verið mun slakari en annars staðar. Samkomubanni hefur þó verið beitt og var viðmið þess lækkað úr 500 í 50 á föstudaginn. Þá voru frekari aðgerðir kynntar í dag. Heilt yfir hafa 4.028 greinst með veiruna og 146 hafa dáið vegna hennar. Þá er 341 á gjörgæslu og þar á meðal minnst tveir læknar. Þessar tölur hafa hækkað hratt undanfarna daga og sérstaklega fjöldi látinna og fjöldi fólks á gjörgæslu. Sænskir heilbrigðisstarfsmenn kvarta nú mikið yfir skorti á almennum hlífðarbúnaði. Samkvæmt rannsókn SVT er sá vandi svo gott sem landlægur. Erfiðir tímar framundan Fyrir helgi varaði Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, við því að erfiðir tímar væru handan við hornið. Svíar ætla sér að auka skimun fyrir Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, til muna á næstunni og sérstaklega gagnvart mikilvægum starfsstéttum eins og heilbrigðisstarfsmönnum. Á blaðamannafundi skömmu fyrir hádegi í dag, að íslenskum tíma, tilkynnti Löfven frekari aðgerðir til að sporna gegn dreifingu veirunnar. Hann sagði það skyldu hvers Svía að vernda sig og aðra og hvatti almenning til að halda sig heima um páskana. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að heimsóknir á dvalarheimili verða bannaðar. Isabella Lövin, aðstoðarforsætisráðherra, þakkaði öllum þeim sem hafa haldið sig heima á fundinum og sömuleiðis þeim sem hjálpað hafa öðrum sem þurfa að halda sig heim, til dæmis með því að færa þeim matvæli. Ríkisstjórn Löfven gerir ráð fyrir að efnahagur ríkisins muni dragast saman um fjögur prósent á þessu ári. Magdalena Andersson, fjármálaráðherra, sagði í morgun að atvinnuleysi yrði allt að níu prósent og það gæti tekið hagkerfið nokkur ár að jafna sig.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira