Coutinho viðurkennir við vini sína að kveðjuorð Klopp séu nú hans sannleikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2020 18:00 Philippe Coutinho hlustaði ekki á Jürgen Klopp og vildi fara frá Liverpool. Hann sér eftir því í dag. Getty/ Catherine Ivill Philippe Coutinho gerði allt til þess að komast frá Liverpool til Barcelona en nú hefur heimur þessa brasilíska fótboltamanns gjörbreyst. Hann er ekki lengur einn af eftirsóttustu leikmönnum heims. Philippe Coutinho er enn í eigu Barcelona en var á láni hjá þýska liðinu Bayern München á þessari leiktíð. Philippe Coutinho og Jürgen Klopp á góðri stundu.Getty/ Jan Kruger Nú vill Barcelona losna við hann, Bayern München vill ekki hafa hann áfram á láni og allt lítur út fyrir að Coutinho endi aftur í ensku úrvalsdeildinni. Það verður þó ekki með Liverpool liðinu sem hefur víst engan áhuga á því að fá hann aftur. Það eru líka ekki mörg félög sem hafa efni á honum. Það mun kosta örugglega yfir 120 milljónir pund að kaupa Coutinho frá Barcelona og þá kostaði það Bayern átta milljónir punda að fá hann á láni auk þess að þurfa borga honum 250 þúsund pund í laun á viku. Coutinho hefur verið orðaður við bæði Manchester United og Tottenham en hvorugt mun spenna bogann of mikið til að tryggja sér þjónustu hans. Jurgen Klopp's prediction was right all along - and Philippe Coutinho's private message to friends proves it https://t.co/hLkQqaxY7c pic.twitter.com/jwBY3PIJDt— Mirror Football (@MirrorFootball) March 31, 2020 Philippe Coutinho hefur nú áttað sig á því og viðurkennt að hann gerði mistök þegar hann yfirgaf Liverpool fyrir rúmum tveimur árum síðan. Philippe Coutinho var stærsta stjarna Liverpool í janúar 2018 þegar Barcelona bankaði á dyrnar og Coutinho fór ekki felur með það að hann vildi komast til spænska stórliðsins.Nú væri hann mikið meira en til að snúa aftur á Anfield en Mirror Sport segir að Liverpool hafi ekki áhuga á að fá hann til baka. Kostnaðurinn á örugglega mestan þátt í því. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, reyndi á sínum tíma að sannfæra hann um að vera áfram hjá Liverpool sem hafði þá ekki unnið til undir stjórn þýska stjórans. Jurgen Klopp and Michael Edwards held talks last summer about bringing Philippe Coutinho to Anfield on loan, but Barcelona wanting them to pay an £8m loan fee and his £250k a week wages put a stop to any deal, even though Klopp and Coutinho have a great relationship. [The Mirror] pic.twitter.com/xN5HoD7xgj— Anfield Edition (@AnfieldEdition) March 28, 2020 Philippe Coutinho var elskaður og dáður á Anfield en menn voru fljótir eiginlega að gleyma honum eftir frábært gengi Liverpool liðsins eftir að hann fór. Nú viðurkennir hann við vini sína að kveðjuorð Jürgen Klopp séu nú orðin hans sannleikur. „Vertu áfram hérna og þau munu enda á því að reisa styttu af þér. Farðu eitthvert annað, til Barcelona, til Bayern München, til Real Madrid og þú verður bara eins og hver annar leikmaður. Hérna getur þú orðið eitthvað meira,“ sagði Klopp við hann. Það dugði ekki til. Enski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira
Philippe Coutinho gerði allt til þess að komast frá Liverpool til Barcelona en nú hefur heimur þessa brasilíska fótboltamanns gjörbreyst. Hann er ekki lengur einn af eftirsóttustu leikmönnum heims. Philippe Coutinho er enn í eigu Barcelona en var á láni hjá þýska liðinu Bayern München á þessari leiktíð. Philippe Coutinho og Jürgen Klopp á góðri stundu.Getty/ Jan Kruger Nú vill Barcelona losna við hann, Bayern München vill ekki hafa hann áfram á láni og allt lítur út fyrir að Coutinho endi aftur í ensku úrvalsdeildinni. Það verður þó ekki með Liverpool liðinu sem hefur víst engan áhuga á því að fá hann aftur. Það eru líka ekki mörg félög sem hafa efni á honum. Það mun kosta örugglega yfir 120 milljónir pund að kaupa Coutinho frá Barcelona og þá kostaði það Bayern átta milljónir punda að fá hann á láni auk þess að þurfa borga honum 250 þúsund pund í laun á viku. Coutinho hefur verið orðaður við bæði Manchester United og Tottenham en hvorugt mun spenna bogann of mikið til að tryggja sér þjónustu hans. Jurgen Klopp's prediction was right all along - and Philippe Coutinho's private message to friends proves it https://t.co/hLkQqaxY7c pic.twitter.com/jwBY3PIJDt— Mirror Football (@MirrorFootball) March 31, 2020 Philippe Coutinho hefur nú áttað sig á því og viðurkennt að hann gerði mistök þegar hann yfirgaf Liverpool fyrir rúmum tveimur árum síðan. Philippe Coutinho var stærsta stjarna Liverpool í janúar 2018 þegar Barcelona bankaði á dyrnar og Coutinho fór ekki felur með það að hann vildi komast til spænska stórliðsins.Nú væri hann mikið meira en til að snúa aftur á Anfield en Mirror Sport segir að Liverpool hafi ekki áhuga á að fá hann til baka. Kostnaðurinn á örugglega mestan þátt í því. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, reyndi á sínum tíma að sannfæra hann um að vera áfram hjá Liverpool sem hafði þá ekki unnið til undir stjórn þýska stjórans. Jurgen Klopp and Michael Edwards held talks last summer about bringing Philippe Coutinho to Anfield on loan, but Barcelona wanting them to pay an £8m loan fee and his £250k a week wages put a stop to any deal, even though Klopp and Coutinho have a great relationship. [The Mirror] pic.twitter.com/xN5HoD7xgj— Anfield Edition (@AnfieldEdition) March 28, 2020 Philippe Coutinho var elskaður og dáður á Anfield en menn voru fljótir eiginlega að gleyma honum eftir frábært gengi Liverpool liðsins eftir að hann fór. Nú viðurkennir hann við vini sína að kveðjuorð Jürgen Klopp séu nú orðin hans sannleikur. „Vertu áfram hérna og þau munu enda á því að reisa styttu af þér. Farðu eitthvert annað, til Barcelona, til Bayern München, til Real Madrid og þú verður bara eins og hver annar leikmaður. Hérna getur þú orðið eitthvað meira,“ sagði Klopp við hann. Það dugði ekki til.
Enski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira