Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson og Kelsey Henson eiga von á sínu fyrsta barni saman en aflraunamaðurinn greinir frá því á Facebook-síðu sinni.
Hann sigraði á Arnold Strongman Classic-mótinu, sem fór fram í Columbus í Ohio í byrjun mars. Þetta er þriðja árið í röð sem hann vinnur þennan titil.
„Ég er að verða ríkari og gæti ekki verið hamingjusamari,“ skrifar Hafþór við færslu sína á Facebook og birtir þrjár skemmtilegar myndir.