Fordæma vopnabrölt nágranna sinna í ljósi heimsfaraldurs Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2020 08:56 Hér má sjá nýja vopnakerfið sem notað var til að skjóta tveimur eldflaugum á loft á aðfaranótt sunnudagsins síðastliðna. AP/KCNA Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur fordæmt nýjustu eldflaugatilraunir Norður-Kóreu. Her Norður-Kóreu skaut um helgina nýrri tegund eldflauga á haf út úr nýrri gerð skotpalla sem tilheyrir vopnafjölskyldu sem forsvarsmenn einræðisríkisins kalla „risa stórir eldflaugaskotpallar“. Tveimur eldflaugum var skotið á haf út aðfaranótt sunnudagsins og var það fjórða eldflaugatilraun Norður-Kóreu í þessum mánuði. Í Suður-Kóreu var gefin út yfirlýsing þar sem eldflaugaskotin og ógnunartilburðir Norður-Kóreu voru fordæmd. Sérstaklega með hliðsjón af því að heimsfaraldur stendur nú yfir. Ríkisstjórn Kim Jong Un hefur haldið því fram að ekkert smit hafi komið upp í Norður-Kóreu, en sérfræðingar efast verulega um það. Kóreumenn opinberuðu í síðustu viku að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði sent bréf til Kim og boðið honum aðstoð gegn nýju kórónuveirunni. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir þó að því boði hafi ekki verið svarað. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu er hér sagður fylgjast með heræfingu.AP/KCNA Viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana einræðisríkisins hafa í raun ekki verið virkar um langt skeið eða síðan upp úr slitnaði á fundi Trump og Kim í Hanoi í fyrra. Það var annar fundur þeirra. Fyrsti fundur þeirra var í Singapúr árið 2018. Þá skrifuðu þeir undir óljóst samkomulag varðandi kjarnorkuvopn sem Trump sagði þýða að Norður-Kórea myndi á endanum láta vopn sína af hendi. Norður-Kóreumenn sögðu það tákna að Bandaríkin ættu að flytja öll kjarnorkuvopn sín af svæðinu. Kim sagði á fundi flokks síns í lok síðasta árs að hann myndi aldrei láta vopn sína af hendi á meðan Bandaríkin héldu „óvinveittri“ stefnu þeirra gagnvart Norður-Kóreu til streitu. Kim vill losna við allar refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu, áður en frekari viðræður eiga sér stað en það þvertaka Bandaríkin fyrir og segja þörf á aðgerðum frá Kim. Norður-Kórea Bandaríkin Suður-Kórea Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur fordæmt nýjustu eldflaugatilraunir Norður-Kóreu. Her Norður-Kóreu skaut um helgina nýrri tegund eldflauga á haf út úr nýrri gerð skotpalla sem tilheyrir vopnafjölskyldu sem forsvarsmenn einræðisríkisins kalla „risa stórir eldflaugaskotpallar“. Tveimur eldflaugum var skotið á haf út aðfaranótt sunnudagsins og var það fjórða eldflaugatilraun Norður-Kóreu í þessum mánuði. Í Suður-Kóreu var gefin út yfirlýsing þar sem eldflaugaskotin og ógnunartilburðir Norður-Kóreu voru fordæmd. Sérstaklega með hliðsjón af því að heimsfaraldur stendur nú yfir. Ríkisstjórn Kim Jong Un hefur haldið því fram að ekkert smit hafi komið upp í Norður-Kóreu, en sérfræðingar efast verulega um það. Kóreumenn opinberuðu í síðustu viku að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði sent bréf til Kim og boðið honum aðstoð gegn nýju kórónuveirunni. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir þó að því boði hafi ekki verið svarað. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu er hér sagður fylgjast með heræfingu.AP/KCNA Viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana einræðisríkisins hafa í raun ekki verið virkar um langt skeið eða síðan upp úr slitnaði á fundi Trump og Kim í Hanoi í fyrra. Það var annar fundur þeirra. Fyrsti fundur þeirra var í Singapúr árið 2018. Þá skrifuðu þeir undir óljóst samkomulag varðandi kjarnorkuvopn sem Trump sagði þýða að Norður-Kórea myndi á endanum láta vopn sína af hendi. Norður-Kóreumenn sögðu það tákna að Bandaríkin ættu að flytja öll kjarnorkuvopn sín af svæðinu. Kim sagði á fundi flokks síns í lok síðasta árs að hann myndi aldrei láta vopn sína af hendi á meðan Bandaríkin héldu „óvinveittri“ stefnu þeirra gagnvart Norður-Kóreu til streitu. Kim vill losna við allar refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu, áður en frekari viðræður eiga sér stað en það þvertaka Bandaríkin fyrir og segja þörf á aðgerðum frá Kim.
Norður-Kórea Bandaríkin Suður-Kórea Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira