Loftbrú frá Kína til Evrópu með milljónir andlitsgríma Kristján Már Unnarsson skrifar 28. mars 2020 11:57 Hjálpargögnunum frá Kína var hlaðið um borð í herbíla á flugvellinum í Getafe sem flytja þau áfram til hinna ýmsu Evrópuríkja. Mynd/Airbus Breiðþota með yfir fjórar milljónir andlitsgríma frá Kína lenti á Spáni snemma í morgun. Þetta er hluti af loftbrú sem evrópski Airbus-flugvélaframleiðandinn hefur skipulagt til að koma hjálpargögnum sem Kínverjar hafa aflögu sem hraðast til ríkja Evrópu í baráttunni gegn kórónu-faraldrinum. Bæði farangursrými og farþegarými þotunnar voru hlaðin kössum með andlitsgrímum. Á flugvellinum komu hermenn og flugvallarstarfsmenn hjálpargögnunum um borð í herbíla sem flytja þau áfram til sjúkrastofnana og stjórnsýslumiðstöðva þar sem þörfin er talin mest; á Spáni, í Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi. Farþegasætin og töskugeymslunar fyrir ofan voru hlaðin hjálpargögnum en einnig vörulestirnar undir farþegarýminu.Mynd/Airbus Flugvélin, af gerðinni Airbus A330, lagði upp frá borginni Getafe í útjaðri Madríd-borgar á fimmtudagskvöld og lenti í borginni Tianjin í Kína í gær. Hún lenti svo með farminn á Spáni um fjögurleytið í morgun að staðartíma. Þotan lagði upp frá Getafe sunnan Madríd-borgar á fimmtudagskvöld.Mynd/Airbus. Undanfarna daga hefur Airbus farið nokkur slík flug milli Evrópu og Kína og gefið andlitsgrímur til sjúkrastofnana og opinberra aðila víðsvegar um Evrópu, en flugmenn Airbus fljúga vélunum. Í upphaflegu útgáfu fréttarinnar mátti skilja að Kína væri að gefa grímurnar en það er Airbus sem er að gefa þær frá Kína. Hér má sjá myndband frá komu þotunnar til Getafe í morgun: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Kína Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Wuhan opnuð að nýju Lestaferðir til kínversku borgarinnar Wuhan hafa verið leyfðar á ný. 28. mars 2020 08:55 Kína og Bandaríkin taka höndum saman í baráttunni við veiruna Leiðtogar risaveldanna Kína og Bandaríkjanna ræddu saman á símafundi í nótt þar sem faraldur kórónuveiru var að sjálfsögðu aðal umræðuefnið. 27. mars 2020 08:08 Yfir 5000 látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni Meira en 5000 manns hafa nú látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni en tilkynnt var um 832 dauðsföll til viðbótar í nótt 28. mars 2020 12:11 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Breiðþota með yfir fjórar milljónir andlitsgríma frá Kína lenti á Spáni snemma í morgun. Þetta er hluti af loftbrú sem evrópski Airbus-flugvélaframleiðandinn hefur skipulagt til að koma hjálpargögnum sem Kínverjar hafa aflögu sem hraðast til ríkja Evrópu í baráttunni gegn kórónu-faraldrinum. Bæði farangursrými og farþegarými þotunnar voru hlaðin kössum með andlitsgrímum. Á flugvellinum komu hermenn og flugvallarstarfsmenn hjálpargögnunum um borð í herbíla sem flytja þau áfram til sjúkrastofnana og stjórnsýslumiðstöðva þar sem þörfin er talin mest; á Spáni, í Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi. Farþegasætin og töskugeymslunar fyrir ofan voru hlaðin hjálpargögnum en einnig vörulestirnar undir farþegarýminu.Mynd/Airbus Flugvélin, af gerðinni Airbus A330, lagði upp frá borginni Getafe í útjaðri Madríd-borgar á fimmtudagskvöld og lenti í borginni Tianjin í Kína í gær. Hún lenti svo með farminn á Spáni um fjögurleytið í morgun að staðartíma. Þotan lagði upp frá Getafe sunnan Madríd-borgar á fimmtudagskvöld.Mynd/Airbus. Undanfarna daga hefur Airbus farið nokkur slík flug milli Evrópu og Kína og gefið andlitsgrímur til sjúkrastofnana og opinberra aðila víðsvegar um Evrópu, en flugmenn Airbus fljúga vélunum. Í upphaflegu útgáfu fréttarinnar mátti skilja að Kína væri að gefa grímurnar en það er Airbus sem er að gefa þær frá Kína. Hér má sjá myndband frá komu þotunnar til Getafe í morgun:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Kína Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Wuhan opnuð að nýju Lestaferðir til kínversku borgarinnar Wuhan hafa verið leyfðar á ný. 28. mars 2020 08:55 Kína og Bandaríkin taka höndum saman í baráttunni við veiruna Leiðtogar risaveldanna Kína og Bandaríkjanna ræddu saman á símafundi í nótt þar sem faraldur kórónuveiru var að sjálfsögðu aðal umræðuefnið. 27. mars 2020 08:08 Yfir 5000 látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni Meira en 5000 manns hafa nú látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni en tilkynnt var um 832 dauðsföll til viðbótar í nótt 28. mars 2020 12:11 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Wuhan opnuð að nýju Lestaferðir til kínversku borgarinnar Wuhan hafa verið leyfðar á ný. 28. mars 2020 08:55
Kína og Bandaríkin taka höndum saman í baráttunni við veiruna Leiðtogar risaveldanna Kína og Bandaríkjanna ræddu saman á símafundi í nótt þar sem faraldur kórónuveiru var að sjálfsögðu aðal umræðuefnið. 27. mars 2020 08:08
Yfir 5000 látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni Meira en 5000 manns hafa nú látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni en tilkynnt var um 832 dauðsföll til viðbótar í nótt 28. mars 2020 12:11