Krefjast þess að fá að senda áfengi heim með mat ekki seinna en núna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2020 12:46 Hrefna Rós Sætran er á meðal þeirra í veitingabransanum sem vilja geta sent áfengi heim með matnum. Jakob E. Jakobsson eigandi Jómfrúarinnar í Lækjargötu er einn fjölda veitingamanna á Íslandi sem krefjast þess að frumvarp dómsmálaráðherra sem myndi heimila netverslun með áfengi fái flýtimeðferð og samþykkt í ljósi aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu. Vegna herts samkomubanns sem tók gildi á miðnætti aðfaranótt þriðjudags eru veitingastaðir í afar erfiðri stöðu. Fæstir þeirra geta haldið rekstri gangandi nema með heimsendingum. Undir áskorunina, sem send er á forsætisráðherra, fjármálaráðherra og forsætisráðherra á Facebook, skrifar veitingafólk á borð við Hrefnu Sætran á Grill- og Fiskmarkaðnum, Ólafur Örn Ólafsson á Tíu sopum og Gunnar Karl Gíslason á DILL. „Líklegt má telja að margir innan okkar raða munu tapa sínum fyrirtækjum ef fer sem horfir. Flestir reyna þó að aðlaga sig breyttum aðstæðum, bjóða upp á heimsendingaþjónustu sem og heimtöku (take away) auk snertilausra viðskipta og svo mætti áfram telja. Framlegðin er ekki mikil en við viljum þjónusta okkar viðskiptavini hér eftir sem hingað til og freista þess að koma fyrirtækjum okkar í var sem og störfum þeim tengdum, meðan stormurinn gengur yfir,“ segir í erindi veitingafólksins. Gæti skilið á milli feigs og ófeigs Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra tjáði sig um netverslun á áfengi á Twitter í gær. Þar brást hún við athugasemd Kristínar Soffíu Jónsdóttur borgarfulltrúa sem sagðist vita af fólki sem sendi léttvín heim á tímum kórónuveirunnar. „Ef einhverntíman væri þörf fyrir löglega netverslun með áfengi,“ svaraði Áslaug Arna. Skoðun hennar á lögleiðingu sölu á léttvíni í verslunum hefur legið fyrir um árabil. Ef einhverntíman væri þörf fyrir löglega netverslun með áfengi 🤷♀️ https://t.co/uV79TOGbrt— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) March 25, 2020 Frumvarp Áslaugar Örnu er í samráðsgátt sem stendur. Veitingafólkið krefst þess af stjórnvöldum að frumvarpið verði sett í flýtimeðferð og það samþykkt með tilliti til þeirra aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu. „Sala léttvíns og bjórs samhliða veitingasölu á netinu gæti reynst sem lítill plástur á svöðusár veitingastaða um þessar mundir. Þótt aðgerðin sé minniháttar (og löngu timabær) gæti innleiðing laga um að heimila netverslun með áfengi skilið milli feigs og ófeigs hjá fjölda veitingamanna. Þar að auki myndi innleiðingin styrkja innlenda framleiðslu sem mun þá loks sitja við sama borð og erlendir keppinautar.“ Ólafur Örn Ólafsson á Tíu sopum skrifar undir áskorunina.Vísir/Vilhelm Einokun ríkisins í þessum málaflokki gangi að mati hópsins gegn þeirri samfélagslegu ábyrgð sem yfirvöldum beri að sýna við núverandi aðstæður. „Því er þess einnig óskað, til þrautavara, nái frumvarpið ekki fram að ganga, að sett verði bráðabirgðaákvæði líkt og nágrannalönd okkar og aðrir hafa þegar gert. Slíkt ákvæði myndi heimila vínveitingaleyfishöfum heimsendingu á áfengi með mat á meðan Covid-19 faraldurinn gengur yfir.“ Undir áskorunina skrifa eftirfarandi: Jakob E. Jakobsson, Jómfrúnni og stjórnarmaður í SAF Ólafur Örn Ólafsson, Tíu sopar Friðgeir Ingi Eiríksson, Brasserie Eiríksson Nuno Alexandre Bentim Servo, Apótek restaurant Þráinn Freyr Vigfússon, Sumac Kristján Þorsteinsson, Osushi Hrefna Björk Sverrisdóttir, ROK restaurant Gunnar Karl Gíslason, DILL restaurant Þráinn Lárusson, Glóð restaurant og formaður veitinganefndar SAF Ágúst Reynisson, Hrefna Rósa Sætran og Gudlaugur P Frimannsson, Fiskmarkaðurinn og Grillmarkaðurinn Gísli Matthías Auðunsson, Slippurinn Stefán Magnússon, Mathús Garðabæjar Björn Steinar Jónsson og Gísli Grímsson, SKÁL! Böðvar Lemacks, KRÖST, Grill og Wine bar Gunnar Rafn Heiðarsson, KOL Áfengi og tóbak Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skapa íslenska sundstemningu í New York Viðskipti erlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Jakob E. Jakobsson eigandi Jómfrúarinnar í Lækjargötu er einn fjölda veitingamanna á Íslandi sem krefjast þess að frumvarp dómsmálaráðherra sem myndi heimila netverslun með áfengi fái flýtimeðferð og samþykkt í ljósi aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu. Vegna herts samkomubanns sem tók gildi á miðnætti aðfaranótt þriðjudags eru veitingastaðir í afar erfiðri stöðu. Fæstir þeirra geta haldið rekstri gangandi nema með heimsendingum. Undir áskorunina, sem send er á forsætisráðherra, fjármálaráðherra og forsætisráðherra á Facebook, skrifar veitingafólk á borð við Hrefnu Sætran á Grill- og Fiskmarkaðnum, Ólafur Örn Ólafsson á Tíu sopum og Gunnar Karl Gíslason á DILL. „Líklegt má telja að margir innan okkar raða munu tapa sínum fyrirtækjum ef fer sem horfir. Flestir reyna þó að aðlaga sig breyttum aðstæðum, bjóða upp á heimsendingaþjónustu sem og heimtöku (take away) auk snertilausra viðskipta og svo mætti áfram telja. Framlegðin er ekki mikil en við viljum þjónusta okkar viðskiptavini hér eftir sem hingað til og freista þess að koma fyrirtækjum okkar í var sem og störfum þeim tengdum, meðan stormurinn gengur yfir,“ segir í erindi veitingafólksins. Gæti skilið á milli feigs og ófeigs Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra tjáði sig um netverslun á áfengi á Twitter í gær. Þar brást hún við athugasemd Kristínar Soffíu Jónsdóttur borgarfulltrúa sem sagðist vita af fólki sem sendi léttvín heim á tímum kórónuveirunnar. „Ef einhverntíman væri þörf fyrir löglega netverslun með áfengi,“ svaraði Áslaug Arna. Skoðun hennar á lögleiðingu sölu á léttvíni í verslunum hefur legið fyrir um árabil. Ef einhverntíman væri þörf fyrir löglega netverslun með áfengi 🤷♀️ https://t.co/uV79TOGbrt— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) March 25, 2020 Frumvarp Áslaugar Örnu er í samráðsgátt sem stendur. Veitingafólkið krefst þess af stjórnvöldum að frumvarpið verði sett í flýtimeðferð og það samþykkt með tilliti til þeirra aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu. „Sala léttvíns og bjórs samhliða veitingasölu á netinu gæti reynst sem lítill plástur á svöðusár veitingastaða um þessar mundir. Þótt aðgerðin sé minniháttar (og löngu timabær) gæti innleiðing laga um að heimila netverslun með áfengi skilið milli feigs og ófeigs hjá fjölda veitingamanna. Þar að auki myndi innleiðingin styrkja innlenda framleiðslu sem mun þá loks sitja við sama borð og erlendir keppinautar.“ Ólafur Örn Ólafsson á Tíu sopum skrifar undir áskorunina.Vísir/Vilhelm Einokun ríkisins í þessum málaflokki gangi að mati hópsins gegn þeirri samfélagslegu ábyrgð sem yfirvöldum beri að sýna við núverandi aðstæður. „Því er þess einnig óskað, til þrautavara, nái frumvarpið ekki fram að ganga, að sett verði bráðabirgðaákvæði líkt og nágrannalönd okkar og aðrir hafa þegar gert. Slíkt ákvæði myndi heimila vínveitingaleyfishöfum heimsendingu á áfengi með mat á meðan Covid-19 faraldurinn gengur yfir.“ Undir áskorunina skrifa eftirfarandi: Jakob E. Jakobsson, Jómfrúnni og stjórnarmaður í SAF Ólafur Örn Ólafsson, Tíu sopar Friðgeir Ingi Eiríksson, Brasserie Eiríksson Nuno Alexandre Bentim Servo, Apótek restaurant Þráinn Freyr Vigfússon, Sumac Kristján Þorsteinsson, Osushi Hrefna Björk Sverrisdóttir, ROK restaurant Gunnar Karl Gíslason, DILL restaurant Þráinn Lárusson, Glóð restaurant og formaður veitinganefndar SAF Ágúst Reynisson, Hrefna Rósa Sætran og Gudlaugur P Frimannsson, Fiskmarkaðurinn og Grillmarkaðurinn Gísli Matthías Auðunsson, Slippurinn Stefán Magnússon, Mathús Garðabæjar Björn Steinar Jónsson og Gísli Grímsson, SKÁL! Böðvar Lemacks, KRÖST, Grill og Wine bar Gunnar Rafn Heiðarsson, KOL
Áfengi og tóbak Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skapa íslenska sundstemningu í New York Viðskipti erlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira