Mælt fyrir fimmtán milljarða framkvæmdum í dag Heimir Már Pétursson skrifar 26. mars 2020 12:03 Bjarni Benediktsson mælir fyrir þingsályktun í dag um tímabundnar framkvæmdir til mótvægis við við stöðuna á vinnumarkaði í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Vísir/vilhelm Fjármálaráðherra mælir fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi í dag um að fimmtán milljarðar króna fari í tímabundið fjárfestingarátak til að vinna gegn samdrætti vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Lang mest fer í samgöngumannvirki og viðhald og endurbætur fasteigna. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Vísir/vilhelm Þingsályktunin er á grundvelli fjáraukalaga þessa árs og nær til 39 verkefna sem heyra undir ýmis ráðuneyti. Mest munar um framkvæmdir í samgöngumálum á þessu ári en áætlað er að 6,2 milljarðar fari í samgöngumannvirki. Þar af fara tæplega 1,9 milljarðar í vegaframkvæmdir og hönnun, sinn hvor milljarðurinn í tengivegi og viðhald vega, 750 milljónir í hafnarframkvæmdir og 700 milljónir í breikkun brúa. Í flugmálum munar mest um 350 milljónir í stækkun flughlaðs á Akureyrarflugvelli og gerð akbrautar fyrir flugvélar á Egilsstaðaflugvelli sem og 200 milljónir til stækkunar flugstöðvarinnar á Akureyrarflugvelli. Ráðist verður í stækkun flughlaðs og flugstöðvar á Akureyri strax á þessu ári.Vísir Þá fara rúmir tveir milljarðar króna í endurbætur fasteigna, þar af 400 milljónir til heilbrigðisstofnana og 730 milljónir til ýmissra stofnana ríkisins. Sjö hundruð milljónir fara til nýbygginga, þar af 200 milljónir til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Húsavík og annað eins til endurhæfingardeildar Landspítalans við Grensásveg. Þá fá Landhelgisgæslan til byggingar flugskýlis, áfangaheimili fyrir þolendur kynferðisofbeldis og öryggisvistun hver um sig 100 milljónir til nýbygginga. Rúmlega 1,3 milljarðar fara í verkefni sem tengjast orkuskiptum, grænum lausnum og umhverfismálum. Til rannsókna, nýsköpunar og skapandi greina fara um 1,7 milljarðar, um 1,3 milljarðar til stafræns Íslands og upplýsingatækniverkefna og að lokum fara 1,6 milljarðar til annarra innviðaverkefna. Þingfundur hefst klukkan 13:30 þar sem þetta er fyrsta mál á dagskrá og má reikna með að þingmenn leggi áherslu á að málið fái skjóta afgreiðslu. Alþingi Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Fjármálaráðherra mælir fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi í dag um að fimmtán milljarðar króna fari í tímabundið fjárfestingarátak til að vinna gegn samdrætti vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Lang mest fer í samgöngumannvirki og viðhald og endurbætur fasteigna. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Vísir/vilhelm Þingsályktunin er á grundvelli fjáraukalaga þessa árs og nær til 39 verkefna sem heyra undir ýmis ráðuneyti. Mest munar um framkvæmdir í samgöngumálum á þessu ári en áætlað er að 6,2 milljarðar fari í samgöngumannvirki. Þar af fara tæplega 1,9 milljarðar í vegaframkvæmdir og hönnun, sinn hvor milljarðurinn í tengivegi og viðhald vega, 750 milljónir í hafnarframkvæmdir og 700 milljónir í breikkun brúa. Í flugmálum munar mest um 350 milljónir í stækkun flughlaðs á Akureyrarflugvelli og gerð akbrautar fyrir flugvélar á Egilsstaðaflugvelli sem og 200 milljónir til stækkunar flugstöðvarinnar á Akureyrarflugvelli. Ráðist verður í stækkun flughlaðs og flugstöðvar á Akureyri strax á þessu ári.Vísir Þá fara rúmir tveir milljarðar króna í endurbætur fasteigna, þar af 400 milljónir til heilbrigðisstofnana og 730 milljónir til ýmissra stofnana ríkisins. Sjö hundruð milljónir fara til nýbygginga, þar af 200 milljónir til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Húsavík og annað eins til endurhæfingardeildar Landspítalans við Grensásveg. Þá fá Landhelgisgæslan til byggingar flugskýlis, áfangaheimili fyrir þolendur kynferðisofbeldis og öryggisvistun hver um sig 100 milljónir til nýbygginga. Rúmlega 1,3 milljarðar fara í verkefni sem tengjast orkuskiptum, grænum lausnum og umhverfismálum. Til rannsókna, nýsköpunar og skapandi greina fara um 1,7 milljarðar, um 1,3 milljarðar til stafræns Íslands og upplýsingatækniverkefna og að lokum fara 1,6 milljarðar til annarra innviðaverkefna. Þingfundur hefst klukkan 13:30 þar sem þetta er fyrsta mál á dagskrá og má reikna með að þingmenn leggi áherslu á að málið fái skjóta afgreiðslu.
Alþingi Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira