Mælt fyrir fimmtán milljarða framkvæmdum í dag Heimir Már Pétursson skrifar 26. mars 2020 12:03 Bjarni Benediktsson mælir fyrir þingsályktun í dag um tímabundnar framkvæmdir til mótvægis við við stöðuna á vinnumarkaði í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Vísir/vilhelm Fjármálaráðherra mælir fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi í dag um að fimmtán milljarðar króna fari í tímabundið fjárfestingarátak til að vinna gegn samdrætti vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Lang mest fer í samgöngumannvirki og viðhald og endurbætur fasteigna. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Vísir/vilhelm Þingsályktunin er á grundvelli fjáraukalaga þessa árs og nær til 39 verkefna sem heyra undir ýmis ráðuneyti. Mest munar um framkvæmdir í samgöngumálum á þessu ári en áætlað er að 6,2 milljarðar fari í samgöngumannvirki. Þar af fara tæplega 1,9 milljarðar í vegaframkvæmdir og hönnun, sinn hvor milljarðurinn í tengivegi og viðhald vega, 750 milljónir í hafnarframkvæmdir og 700 milljónir í breikkun brúa. Í flugmálum munar mest um 350 milljónir í stækkun flughlaðs á Akureyrarflugvelli og gerð akbrautar fyrir flugvélar á Egilsstaðaflugvelli sem og 200 milljónir til stækkunar flugstöðvarinnar á Akureyrarflugvelli. Ráðist verður í stækkun flughlaðs og flugstöðvar á Akureyri strax á þessu ári.Vísir Þá fara rúmir tveir milljarðar króna í endurbætur fasteigna, þar af 400 milljónir til heilbrigðisstofnana og 730 milljónir til ýmissra stofnana ríkisins. Sjö hundruð milljónir fara til nýbygginga, þar af 200 milljónir til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Húsavík og annað eins til endurhæfingardeildar Landspítalans við Grensásveg. Þá fá Landhelgisgæslan til byggingar flugskýlis, áfangaheimili fyrir þolendur kynferðisofbeldis og öryggisvistun hver um sig 100 milljónir til nýbygginga. Rúmlega 1,3 milljarðar fara í verkefni sem tengjast orkuskiptum, grænum lausnum og umhverfismálum. Til rannsókna, nýsköpunar og skapandi greina fara um 1,7 milljarðar, um 1,3 milljarðar til stafræns Íslands og upplýsingatækniverkefna og að lokum fara 1,6 milljarðar til annarra innviðaverkefna. Þingfundur hefst klukkan 13:30 þar sem þetta er fyrsta mál á dagskrá og má reikna með að þingmenn leggi áherslu á að málið fái skjóta afgreiðslu. Alþingi Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Fjármálaráðherra mælir fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi í dag um að fimmtán milljarðar króna fari í tímabundið fjárfestingarátak til að vinna gegn samdrætti vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Lang mest fer í samgöngumannvirki og viðhald og endurbætur fasteigna. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Vísir/vilhelm Þingsályktunin er á grundvelli fjáraukalaga þessa árs og nær til 39 verkefna sem heyra undir ýmis ráðuneyti. Mest munar um framkvæmdir í samgöngumálum á þessu ári en áætlað er að 6,2 milljarðar fari í samgöngumannvirki. Þar af fara tæplega 1,9 milljarðar í vegaframkvæmdir og hönnun, sinn hvor milljarðurinn í tengivegi og viðhald vega, 750 milljónir í hafnarframkvæmdir og 700 milljónir í breikkun brúa. Í flugmálum munar mest um 350 milljónir í stækkun flughlaðs á Akureyrarflugvelli og gerð akbrautar fyrir flugvélar á Egilsstaðaflugvelli sem og 200 milljónir til stækkunar flugstöðvarinnar á Akureyrarflugvelli. Ráðist verður í stækkun flughlaðs og flugstöðvar á Akureyri strax á þessu ári.Vísir Þá fara rúmir tveir milljarðar króna í endurbætur fasteigna, þar af 400 milljónir til heilbrigðisstofnana og 730 milljónir til ýmissra stofnana ríkisins. Sjö hundruð milljónir fara til nýbygginga, þar af 200 milljónir til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Húsavík og annað eins til endurhæfingardeildar Landspítalans við Grensásveg. Þá fá Landhelgisgæslan til byggingar flugskýlis, áfangaheimili fyrir þolendur kynferðisofbeldis og öryggisvistun hver um sig 100 milljónir til nýbygginga. Rúmlega 1,3 milljarðar fara í verkefni sem tengjast orkuskiptum, grænum lausnum og umhverfismálum. Til rannsókna, nýsköpunar og skapandi greina fara um 1,7 milljarðar, um 1,3 milljarðar til stafræns Íslands og upplýsingatækniverkefna og að lokum fara 1,6 milljarðar til annarra innviðaverkefna. Þingfundur hefst klukkan 13:30 þar sem þetta er fyrsta mál á dagskrá og má reikna með að þingmenn leggi áherslu á að málið fái skjóta afgreiðslu.
Alþingi Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira