Afríka í hættu Ragnar Schram skrifar 26. mars 2020 07:30 COVID-19 veiran er búin að breyta heiminum. Hann verður aldrei aftur samur. En veiran hefur ekki enn sagt sitt síðasta. Varað hefur verið við gríðarlegum áhrifum hennar á Afríku og hefur t.a.m. hinn eþíópíski yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sagt íbúum álfunnar að búa sig undir hið versta. Heilbrigðisstofnanir álfunnar eru margar langt í frá tilbúnar til að taka við fjölda sýktra einstaklinga og víða er skortur á búnaði til sýnatöku. Þá geta fyrirbyggjandi aðgerðir reynst mörgum löndum erfiðar þegar fjölskyldur sem áttu fullt í fangi með að afla sér matar áður en COVID-19 kom til sögunnar þurfa að heyja lífsbaráttuna í einangrun eða sóttkví. Þá eru einnig uppi áhyggjur af því að félagsleg einangrun og versnandi efnahagur geti leitt af sér hungursneyðir í Afríku og gætu afleiðingar þeirra orðið mun verri en sjálf veirusmitin. Líkt og á Vesturlöndum virðist innilokun og einangrun hafa leitt til aukins heimilisofbeldis í Afríku og eru félagsráðgjafar Fjölskyldueflingar SOS Barnaþorpanna nú þegar undir auknu álagi vegna þess. Þá eru ótalin önnur áhrif COVID-19 á börn. Um helmingur allra munaðarlausra barna í Afríku er talinn búa hjá öfum og ömmum. Eldra fólk er í meiri hættu en aðrir og því ljóst að fjöldi barna sem þegar hafa misst foreldra sína gæti nú líka misst afa sína og ömmur – og gætu börnin þar með endað á götunni. SOS Barnaþorpin eru meðvituð um þessar hættur og eru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa fólki í neyð og búa sig undir það sem koma skal, t.d. með því að opna dyr sínar fyrir umkomulausum börnum og veita almenningi ráðgjöf og aðstoð. Íslendingum gefst kostur á að leggja SOS Barnaþorpunum lið í þessu mikilvæga verkefni á neyd.sos.is. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Félagasamtök Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
COVID-19 veiran er búin að breyta heiminum. Hann verður aldrei aftur samur. En veiran hefur ekki enn sagt sitt síðasta. Varað hefur verið við gríðarlegum áhrifum hennar á Afríku og hefur t.a.m. hinn eþíópíski yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sagt íbúum álfunnar að búa sig undir hið versta. Heilbrigðisstofnanir álfunnar eru margar langt í frá tilbúnar til að taka við fjölda sýktra einstaklinga og víða er skortur á búnaði til sýnatöku. Þá geta fyrirbyggjandi aðgerðir reynst mörgum löndum erfiðar þegar fjölskyldur sem áttu fullt í fangi með að afla sér matar áður en COVID-19 kom til sögunnar þurfa að heyja lífsbaráttuna í einangrun eða sóttkví. Þá eru einnig uppi áhyggjur af því að félagsleg einangrun og versnandi efnahagur geti leitt af sér hungursneyðir í Afríku og gætu afleiðingar þeirra orðið mun verri en sjálf veirusmitin. Líkt og á Vesturlöndum virðist innilokun og einangrun hafa leitt til aukins heimilisofbeldis í Afríku og eru félagsráðgjafar Fjölskyldueflingar SOS Barnaþorpanna nú þegar undir auknu álagi vegna þess. Þá eru ótalin önnur áhrif COVID-19 á börn. Um helmingur allra munaðarlausra barna í Afríku er talinn búa hjá öfum og ömmum. Eldra fólk er í meiri hættu en aðrir og því ljóst að fjöldi barna sem þegar hafa misst foreldra sína gæti nú líka misst afa sína og ömmur – og gætu börnin þar með endað á götunni. SOS Barnaþorpin eru meðvituð um þessar hættur og eru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa fólki í neyð og búa sig undir það sem koma skal, t.d. með því að opna dyr sínar fyrir umkomulausum börnum og veita almenningi ráðgjöf og aðstoð. Íslendingum gefst kostur á að leggja SOS Barnaþorpunum lið í þessu mikilvæga verkefni á neyd.sos.is. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar