Afríka í hættu Ragnar Schram skrifar 26. mars 2020 07:30 COVID-19 veiran er búin að breyta heiminum. Hann verður aldrei aftur samur. En veiran hefur ekki enn sagt sitt síðasta. Varað hefur verið við gríðarlegum áhrifum hennar á Afríku og hefur t.a.m. hinn eþíópíski yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sagt íbúum álfunnar að búa sig undir hið versta. Heilbrigðisstofnanir álfunnar eru margar langt í frá tilbúnar til að taka við fjölda sýktra einstaklinga og víða er skortur á búnaði til sýnatöku. Þá geta fyrirbyggjandi aðgerðir reynst mörgum löndum erfiðar þegar fjölskyldur sem áttu fullt í fangi með að afla sér matar áður en COVID-19 kom til sögunnar þurfa að heyja lífsbaráttuna í einangrun eða sóttkví. Þá eru einnig uppi áhyggjur af því að félagsleg einangrun og versnandi efnahagur geti leitt af sér hungursneyðir í Afríku og gætu afleiðingar þeirra orðið mun verri en sjálf veirusmitin. Líkt og á Vesturlöndum virðist innilokun og einangrun hafa leitt til aukins heimilisofbeldis í Afríku og eru félagsráðgjafar Fjölskyldueflingar SOS Barnaþorpanna nú þegar undir auknu álagi vegna þess. Þá eru ótalin önnur áhrif COVID-19 á börn. Um helmingur allra munaðarlausra barna í Afríku er talinn búa hjá öfum og ömmum. Eldra fólk er í meiri hættu en aðrir og því ljóst að fjöldi barna sem þegar hafa misst foreldra sína gæti nú líka misst afa sína og ömmur – og gætu börnin þar með endað á götunni. SOS Barnaþorpin eru meðvituð um þessar hættur og eru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa fólki í neyð og búa sig undir það sem koma skal, t.d. með því að opna dyr sínar fyrir umkomulausum börnum og veita almenningi ráðgjöf og aðstoð. Íslendingum gefst kostur á að leggja SOS Barnaþorpunum lið í þessu mikilvæga verkefni á neyd.sos.is. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Félagasamtök Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
COVID-19 veiran er búin að breyta heiminum. Hann verður aldrei aftur samur. En veiran hefur ekki enn sagt sitt síðasta. Varað hefur verið við gríðarlegum áhrifum hennar á Afríku og hefur t.a.m. hinn eþíópíski yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sagt íbúum álfunnar að búa sig undir hið versta. Heilbrigðisstofnanir álfunnar eru margar langt í frá tilbúnar til að taka við fjölda sýktra einstaklinga og víða er skortur á búnaði til sýnatöku. Þá geta fyrirbyggjandi aðgerðir reynst mörgum löndum erfiðar þegar fjölskyldur sem áttu fullt í fangi með að afla sér matar áður en COVID-19 kom til sögunnar þurfa að heyja lífsbaráttuna í einangrun eða sóttkví. Þá eru einnig uppi áhyggjur af því að félagsleg einangrun og versnandi efnahagur geti leitt af sér hungursneyðir í Afríku og gætu afleiðingar þeirra orðið mun verri en sjálf veirusmitin. Líkt og á Vesturlöndum virðist innilokun og einangrun hafa leitt til aukins heimilisofbeldis í Afríku og eru félagsráðgjafar Fjölskyldueflingar SOS Barnaþorpanna nú þegar undir auknu álagi vegna þess. Þá eru ótalin önnur áhrif COVID-19 á börn. Um helmingur allra munaðarlausra barna í Afríku er talinn búa hjá öfum og ömmum. Eldra fólk er í meiri hættu en aðrir og því ljóst að fjöldi barna sem þegar hafa misst foreldra sína gæti nú líka misst afa sína og ömmur – og gætu börnin þar með endað á götunni. SOS Barnaþorpin eru meðvituð um þessar hættur og eru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa fólki í neyð og búa sig undir það sem koma skal, t.d. með því að opna dyr sínar fyrir umkomulausum börnum og veita almenningi ráðgjöf og aðstoð. Íslendingum gefst kostur á að leggja SOS Barnaþorpunum lið í þessu mikilvæga verkefni á neyd.sos.is. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar