Móður NBA stjörnu haldið sofandi í öndunarvél Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2020 18:00 Karl-Anthony Towns hefur spilað mjög vel með Minnesota Timberwolves í NBA deildinni á þessu tímabili. Getty/Kevork Djansezian NBA stórstjarnan Karl-Anthony Towns hefur sagt frá því að móðir hans berst nú fyrir lífi sínu eftir að hafa fengið covid-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Karl-Anthony Towns segir að móður hans, Jacqueline Cruz, sé nú haldið sofandi en hún er í öndunarvél vegna áhrifa sjúkdómsins. Karl-Anthony Towns er leikmaður Minnesota Timberwolves og var valinn í stjörnuleikinn á þessu tímabili. Hann er með 26,5 stig, 10,8 fráköst og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í 35 leikjum á þessari leiktíð. "This disease is real... This disease needs not to be taken lightly. Please protect your families, your loved ones, your friends, yourself."NBA player Karl-Anthony Towns says his mother is in a coma and urges people to take Covid-19 seriously https://t.co/3rW6WtQ7VJ pic.twitter.com/6870Br7KUF— CNN (@CNN) March 25, 2020 Hinn 24 ára gamli Karl-Anthony Towns ákvað að tala um veikindi móður sinnar á opinberum vettvangi til að vekja athygli á því hversu alvarleg útbreiðsla kórónuveirunnar er. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að allir átti á sig á alvarleika þess sem er í gangi í heiminum núna vegna kórónuveirunnar,“ sagði Karl-Anthony Towns. „Ég tel að ég geti hjálpað til með því að setja frá því hvernig lífið mitt er núna. Ég ákvað því að taka upp þetta myndband og segja ykkur nýjustu stöðuna,“ sagði Towns. Karl-Anthony Towns announces that his mother is in a coma after showing COVID-19 symptoms pic.twitter.com/OFHYjGZpy4— Sports Illustrated (@SInow) March 25, 2020 Karl-Anthony Towns tók upp sex mínútna tilfinningaríkt myndband og setti það inn á Instagram síðu sína. „Mér var sagt það snemma í síðustu viku að foreldrum mínum liði ekki vel. Fyrstu viðbrögð voru að sækja strax læknishjálp. Það er engin ástæða til að bíða, farið bara á næsta spítala,“ sagði Towns og skoraði á fólk að taka þessu alvarlega. „Hún var ekki að ná sér af þessu. Henni leið mjög illa og lungun urðu verri og verri. Við héldum alltaf að næsta meðal myndi hjálpa,“ sagði Towns en ekkert gekk og móðir hans er nú haldið sofandi í öndunarvél. View this post on Instagram Sharing my story in the hopes that everyone stays at home! We need more equipment and we need to help those medical personnel on the front lines. Thank you to the medical staff who are helping my mom. You are all the true heroes! Praying for all of us at this difficult time. A post shared by Karl-Anthony Towns (@karltowns) on Mar 24, 2020 at 9:48pm PDT NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Elliði Snær frábær í góðum sigri Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík Sjá meira
NBA stórstjarnan Karl-Anthony Towns hefur sagt frá því að móðir hans berst nú fyrir lífi sínu eftir að hafa fengið covid-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Karl-Anthony Towns segir að móður hans, Jacqueline Cruz, sé nú haldið sofandi en hún er í öndunarvél vegna áhrifa sjúkdómsins. Karl-Anthony Towns er leikmaður Minnesota Timberwolves og var valinn í stjörnuleikinn á þessu tímabili. Hann er með 26,5 stig, 10,8 fráköst og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í 35 leikjum á þessari leiktíð. "This disease is real... This disease needs not to be taken lightly. Please protect your families, your loved ones, your friends, yourself."NBA player Karl-Anthony Towns says his mother is in a coma and urges people to take Covid-19 seriously https://t.co/3rW6WtQ7VJ pic.twitter.com/6870Br7KUF— CNN (@CNN) March 25, 2020 Hinn 24 ára gamli Karl-Anthony Towns ákvað að tala um veikindi móður sinnar á opinberum vettvangi til að vekja athygli á því hversu alvarleg útbreiðsla kórónuveirunnar er. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að allir átti á sig á alvarleika þess sem er í gangi í heiminum núna vegna kórónuveirunnar,“ sagði Karl-Anthony Towns. „Ég tel að ég geti hjálpað til með því að setja frá því hvernig lífið mitt er núna. Ég ákvað því að taka upp þetta myndband og segja ykkur nýjustu stöðuna,“ sagði Towns. Karl-Anthony Towns announces that his mother is in a coma after showing COVID-19 symptoms pic.twitter.com/OFHYjGZpy4— Sports Illustrated (@SInow) March 25, 2020 Karl-Anthony Towns tók upp sex mínútna tilfinningaríkt myndband og setti það inn á Instagram síðu sína. „Mér var sagt það snemma í síðustu viku að foreldrum mínum liði ekki vel. Fyrstu viðbrögð voru að sækja strax læknishjálp. Það er engin ástæða til að bíða, farið bara á næsta spítala,“ sagði Towns og skoraði á fólk að taka þessu alvarlega. „Hún var ekki að ná sér af þessu. Henni leið mjög illa og lungun urðu verri og verri. Við héldum alltaf að næsta meðal myndi hjálpa,“ sagði Towns en ekkert gekk og móðir hans er nú haldið sofandi í öndunarvél. View this post on Instagram Sharing my story in the hopes that everyone stays at home! We need more equipment and we need to help those medical personnel on the front lines. Thank you to the medical staff who are helping my mom. You are all the true heroes! Praying for all of us at this difficult time. A post shared by Karl-Anthony Towns (@karltowns) on Mar 24, 2020 at 9:48pm PDT
NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Elliði Snær frábær í góðum sigri Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík Sjá meira