Móður NBA stjörnu haldið sofandi í öndunarvél Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2020 18:00 Karl-Anthony Towns hefur spilað mjög vel með Minnesota Timberwolves í NBA deildinni á þessu tímabili. Getty/Kevork Djansezian NBA stórstjarnan Karl-Anthony Towns hefur sagt frá því að móðir hans berst nú fyrir lífi sínu eftir að hafa fengið covid-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Karl-Anthony Towns segir að móður hans, Jacqueline Cruz, sé nú haldið sofandi en hún er í öndunarvél vegna áhrifa sjúkdómsins. Karl-Anthony Towns er leikmaður Minnesota Timberwolves og var valinn í stjörnuleikinn á þessu tímabili. Hann er með 26,5 stig, 10,8 fráköst og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í 35 leikjum á þessari leiktíð. "This disease is real... This disease needs not to be taken lightly. Please protect your families, your loved ones, your friends, yourself."NBA player Karl-Anthony Towns says his mother is in a coma and urges people to take Covid-19 seriously https://t.co/3rW6WtQ7VJ pic.twitter.com/6870Br7KUF— CNN (@CNN) March 25, 2020 Hinn 24 ára gamli Karl-Anthony Towns ákvað að tala um veikindi móður sinnar á opinberum vettvangi til að vekja athygli á því hversu alvarleg útbreiðsla kórónuveirunnar er. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að allir átti á sig á alvarleika þess sem er í gangi í heiminum núna vegna kórónuveirunnar,“ sagði Karl-Anthony Towns. „Ég tel að ég geti hjálpað til með því að setja frá því hvernig lífið mitt er núna. Ég ákvað því að taka upp þetta myndband og segja ykkur nýjustu stöðuna,“ sagði Towns. Karl-Anthony Towns announces that his mother is in a coma after showing COVID-19 symptoms pic.twitter.com/OFHYjGZpy4— Sports Illustrated (@SInow) March 25, 2020 Karl-Anthony Towns tók upp sex mínútna tilfinningaríkt myndband og setti það inn á Instagram síðu sína. „Mér var sagt það snemma í síðustu viku að foreldrum mínum liði ekki vel. Fyrstu viðbrögð voru að sækja strax læknishjálp. Það er engin ástæða til að bíða, farið bara á næsta spítala,“ sagði Towns og skoraði á fólk að taka þessu alvarlega. „Hún var ekki að ná sér af þessu. Henni leið mjög illa og lungun urðu verri og verri. Við héldum alltaf að næsta meðal myndi hjálpa,“ sagði Towns en ekkert gekk og móðir hans er nú haldið sofandi í öndunarvél. View this post on Instagram Sharing my story in the hopes that everyone stays at home! We need more equipment and we need to help those medical personnel on the front lines. Thank you to the medical staff who are helping my mom. You are all the true heroes! Praying for all of us at this difficult time. A post shared by Karl-Anthony Towns (@karltowns) on Mar 24, 2020 at 9:48pm PDT NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira
NBA stórstjarnan Karl-Anthony Towns hefur sagt frá því að móðir hans berst nú fyrir lífi sínu eftir að hafa fengið covid-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Karl-Anthony Towns segir að móður hans, Jacqueline Cruz, sé nú haldið sofandi en hún er í öndunarvél vegna áhrifa sjúkdómsins. Karl-Anthony Towns er leikmaður Minnesota Timberwolves og var valinn í stjörnuleikinn á þessu tímabili. Hann er með 26,5 stig, 10,8 fráköst og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í 35 leikjum á þessari leiktíð. "This disease is real... This disease needs not to be taken lightly. Please protect your families, your loved ones, your friends, yourself."NBA player Karl-Anthony Towns says his mother is in a coma and urges people to take Covid-19 seriously https://t.co/3rW6WtQ7VJ pic.twitter.com/6870Br7KUF— CNN (@CNN) March 25, 2020 Hinn 24 ára gamli Karl-Anthony Towns ákvað að tala um veikindi móður sinnar á opinberum vettvangi til að vekja athygli á því hversu alvarleg útbreiðsla kórónuveirunnar er. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að allir átti á sig á alvarleika þess sem er í gangi í heiminum núna vegna kórónuveirunnar,“ sagði Karl-Anthony Towns. „Ég tel að ég geti hjálpað til með því að setja frá því hvernig lífið mitt er núna. Ég ákvað því að taka upp þetta myndband og segja ykkur nýjustu stöðuna,“ sagði Towns. Karl-Anthony Towns announces that his mother is in a coma after showing COVID-19 symptoms pic.twitter.com/OFHYjGZpy4— Sports Illustrated (@SInow) March 25, 2020 Karl-Anthony Towns tók upp sex mínútna tilfinningaríkt myndband og setti það inn á Instagram síðu sína. „Mér var sagt það snemma í síðustu viku að foreldrum mínum liði ekki vel. Fyrstu viðbrögð voru að sækja strax læknishjálp. Það er engin ástæða til að bíða, farið bara á næsta spítala,“ sagði Towns og skoraði á fólk að taka þessu alvarlega. „Hún var ekki að ná sér af þessu. Henni leið mjög illa og lungun urðu verri og verri. Við héldum alltaf að næsta meðal myndi hjálpa,“ sagði Towns en ekkert gekk og móðir hans er nú haldið sofandi í öndunarvél. View this post on Instagram Sharing my story in the hopes that everyone stays at home! We need more equipment and we need to help those medical personnel on the front lines. Thank you to the medical staff who are helping my mom. You are all the true heroes! Praying for all of us at this difficult time. A post shared by Karl-Anthony Towns (@karltowns) on Mar 24, 2020 at 9:48pm PDT
NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira