Ríkisstjórnin hyggst fara strax í að stækka Akureyrarflugvöll og Egilsstaðaflugvöll Eiður Þór Árnason skrifar 24. mars 2020 19:56 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti þessar áætlanir stjórnvalda í dag. Vísir/Vilhelm/VÖLUNDUR Ríkisstjórnin hyggst leggjast í stækkun akbrautar á Egilsstaðaflugvelli ásamt stækkun flughlaðs og flugstöðvar á Akureyri sem hluta af fjárfestingaátaki sínu. Þetta kemur fram í grein Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem birtist hér á Vísi en að hans sögn er lögð áhersla á að strax verði hafist handa. Sjá einnig: Ríkisstjórnin boðar aðgerðir upp á 230 milljarða Hið fimmtán milljarða fjárfestingaátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf. Áformað er að verja milli fimm hundruð til sex hundruð milljónum króna í ár til undirbúnings þessara tilteknu stækkana. Segir verkefnin vera arðbær „Viðbygging við flugstöð á Akureyri styður við eflingu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi þegar allt fer í gang aftur. Stækkun á flughlaði á Akureyrarflugvelli eykur öryggi flugvallarins. Hægt er að bjóða verkið út á vormánuðum og má áætla að um 40 ársverk skapist hjá verktökum á svæðinu,“ segir Sigurður Ingi í grein sinni. Hann bætir við að með stækkun akbrautar á Egilsstaðaflugvelli muni rekstraröryggi flugvallarins aukast og sömuleiðis flugöryggi á Íslandi. „Hægt verður að taka á móti stærri flugvélum sem skapa auka þess atvinnu á svæðinu.“ Að sögn Sigurðar eru verkefnin arðbær og í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar um að styrkja aðra millilandaflugvelli og fjölga þannig hliðum inn til landsins. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar.Aðsend „Löngu kominn tími á þessa framkvæmd“ Akureyringar eru vægast sagt ánægðir með þessar fregnir. „Þetta eru frábærar fréttir, við erum ákaflega glöð, og mikilvægar fréttir á þessum tímum. Þetta er það sem við erum búin að vera að segja, að það skipti miklu máli að fá flugvöll og flughlað. Við teljum að það séu mikil tækifæri og þau munu koma aftur þó að við séum að ganga í gengum erfiða tíma og þá þurfum við að vera tilbúin til að taka á móti fólki,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Sjá einnig: Telur að fjárfesting í Akureyrarflugvelli muni margborga sig Sveitarstjórnin á Akureyri hefur lengi vel barist hart fyrir stækkun og eflingu Akureyrarflugvallar. Mikið hefur gengið á í þeim efnum og var meðal annars til skoðunar að Kaupfélag Eyfirðinga myndi fjármagna stækkun flugstöðvarinnar. „Þetta er náttúrulega löngu kominn tími á þessa framkvæmd,“ segir Ásthildur jafnframt. Vantaði betri aðstöðu fyrir millilandaflug „Við höfum talað um mikilvægi þess að hafa aðra gátt inn í landið og ríkisstjórnin hefur talað um það sömuleiðis. Við höfum bent á að hér séu allir innviðir til að taka á móti ferðamönnum. Við erum höfuðstaðurinn út á landi og erum með góða flugbraut nú þegar en okkur vantar hina aðstöðuna, sem sagt flughlað til að taka á móti vélunum og flugstöð sem annar þeim fjölda sem fer um völlinn.“ Sjá einnig: Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ásthildur segir að slæm aðstaða á vellinum hafi meðal annars verið áhrifaþáttur þegar áhugasöm erlend flugfélög hafi þurft frá að hverfa. „Við höfum ekki verið með stórt flughlað og nægilega stóra flugstöð og bara viðeigandi aðstöðu en ég er alveg sannfærð um það að þetta mun breyta stöðunni gríðarlega.“ Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Ríkisstjórnin hyggst leggjast í stækkun akbrautar á Egilsstaðaflugvelli ásamt stækkun flughlaðs og flugstöðvar á Akureyri sem hluta af fjárfestingaátaki sínu. Þetta kemur fram í grein Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem birtist hér á Vísi en að hans sögn er lögð áhersla á að strax verði hafist handa. Sjá einnig: Ríkisstjórnin boðar aðgerðir upp á 230 milljarða Hið fimmtán milljarða fjárfestingaátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf. Áformað er að verja milli fimm hundruð til sex hundruð milljónum króna í ár til undirbúnings þessara tilteknu stækkana. Segir verkefnin vera arðbær „Viðbygging við flugstöð á Akureyri styður við eflingu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi þegar allt fer í gang aftur. Stækkun á flughlaði á Akureyrarflugvelli eykur öryggi flugvallarins. Hægt er að bjóða verkið út á vormánuðum og má áætla að um 40 ársverk skapist hjá verktökum á svæðinu,“ segir Sigurður Ingi í grein sinni. Hann bætir við að með stækkun akbrautar á Egilsstaðaflugvelli muni rekstraröryggi flugvallarins aukast og sömuleiðis flugöryggi á Íslandi. „Hægt verður að taka á móti stærri flugvélum sem skapa auka þess atvinnu á svæðinu.“ Að sögn Sigurðar eru verkefnin arðbær og í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar um að styrkja aðra millilandaflugvelli og fjölga þannig hliðum inn til landsins. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar.Aðsend „Löngu kominn tími á þessa framkvæmd“ Akureyringar eru vægast sagt ánægðir með þessar fregnir. „Þetta eru frábærar fréttir, við erum ákaflega glöð, og mikilvægar fréttir á þessum tímum. Þetta er það sem við erum búin að vera að segja, að það skipti miklu máli að fá flugvöll og flughlað. Við teljum að það séu mikil tækifæri og þau munu koma aftur þó að við séum að ganga í gengum erfiða tíma og þá þurfum við að vera tilbúin til að taka á móti fólki,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Sjá einnig: Telur að fjárfesting í Akureyrarflugvelli muni margborga sig Sveitarstjórnin á Akureyri hefur lengi vel barist hart fyrir stækkun og eflingu Akureyrarflugvallar. Mikið hefur gengið á í þeim efnum og var meðal annars til skoðunar að Kaupfélag Eyfirðinga myndi fjármagna stækkun flugstöðvarinnar. „Þetta er náttúrulega löngu kominn tími á þessa framkvæmd,“ segir Ásthildur jafnframt. Vantaði betri aðstöðu fyrir millilandaflug „Við höfum talað um mikilvægi þess að hafa aðra gátt inn í landið og ríkisstjórnin hefur talað um það sömuleiðis. Við höfum bent á að hér séu allir innviðir til að taka á móti ferðamönnum. Við erum höfuðstaðurinn út á landi og erum með góða flugbraut nú þegar en okkur vantar hina aðstöðuna, sem sagt flughlað til að taka á móti vélunum og flugstöð sem annar þeim fjölda sem fer um völlinn.“ Sjá einnig: Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ásthildur segir að slæm aðstaða á vellinum hafi meðal annars verið áhrifaþáttur þegar áhugasöm erlend flugfélög hafi þurft frá að hverfa. „Við höfum ekki verið með stórt flughlað og nægilega stóra flugstöð og bara viðeigandi aðstöðu en ég er alveg sannfærð um það að þetta mun breyta stöðunni gríðarlega.“
Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent