Læknar ósáttir við að vera „fallbyssufóður“ Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2020 11:47 Sjúkrahús á Bretlandi hafa glímt við skort á nauðsynlegum búnaði til að glíma við kórónuveirufaraldurinn og telur starfsfólk sig í hættu vegna þess. Vísir/EPA Bresk stjórnvöld hafa ræst út herinn til að flytja hlífðarbúnað á sjúkrahús sem sárvantar sums staðar í dag. Læknar í framlínu kórónuveirufaraldursins hafa lýst óánægju með að þeir séu gerðir að „fallbyssufóðri“ því að sjúkrahúsin skorti nauðsynlegan búnað til að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsmanna. Ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir að bregðast seint og illa við faraldrinum. Heilbrigðisstarfsfólk hefur kvartað undan því að það skorti hlífðarbúnað og að það upplifi sig ekki óhult í vinnunni. Fleiri en sex þúsund læknar skrifuðu Johnson opið bréf þar sem þeir sögðu að þeir væru beðnir um að hætta lífi sínu með grímum sem væru útrunnar og skorti á búnaði. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, viðurkenndi að vandamál hafi verið til staðar en nú væri brugðist við af krafti. Hermenn muni flytja búnað og vistir til heilbrigðisstarfsmanna í allan dag og fram á nótt, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Þetta er eins og stríðsátak, þetta er stríð gegn þessari veiru þannig að herinn hefur verið ótrúlega nytsamlegur í flutningum svo við getum fengið birgðir til að verja fólkið í framlínunni,“ segir Hancock. Heilbrigðisyfirvöld segjast hafa skilgreint um eina og hálfa milljón manna í áhættuhóp og nú sé unnið að því að hafa samband við fólkið. Það verði hvatt til þess að halda sig heima í tólf vikur. Þar á meðal eru krabbameinssjúklingar, fólk með öndunarfæravandamál og líffæraþegar. Átján ára gamalt ungmenni með undirliggjandi veikindi er á meðal 281 dauðsfalla á Bretlandi í faraldrinum. Margir Bretar lögðu leið sína í almenningsgarða eins og Primrose Hill í Lundúnum um helgina þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda um að fólk héldi sig heima til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.Vísir/Getty Útgöngubann mögulegt haldi fólk áfram að hunsa tilmæli Misbrestur hefur orðið á því að landsmenn allir taki mark á tilmælum stjórnvalda um að fólk haldi sig heima og halda sig í tveggja metra fjarlægð frá öðru fólki til að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Milljónir Breta lögðu þannig leið sína í almenningsgarða og fleiri opinbera staði til að njóta sólar um helgina. „Við upplifðum annasamasta dag í heimsóknum í manna minnum. Það er allt morandi í gestum á svæðinu,“ segir Emyr Williams, forstjóri Snowdonia-þjóðgarðsins í Wales, sem lýsti síðasta sólarhringnum sem fordæmalausum þar. Stjórnvöld segja að ef landsmenn fylgja ekki tilmælunum um að halda sig heima og forðast óþarfa samneyti við annað fólk gæti þurft að gríða til strangari úrræða eins og útgöngubanns og ferðatakmarkana. Hancock heilbrigðisráðherra segir þá sem hunsa ráðleggingar stjórnvalda „sjálfselska“. „Ef fólk fer innan við tvo metra frá öðrum sem það býr ekki með þá er það að hjálpa til við að dreifa veirunni og afleiðingarnar eiga eftir að kosta mannslíf og að þýðir að þetta á eftir að vera lengur fyrir alla,“ segir hann. Breska þingið ræðir neyðarfrumvarp í dag sem myndi veita ríkisstjórninni frekari valdheimildir til að bregðast við faraldrinum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til greina kemur að loka öllum verslunum sem eru ekki taldar nauðsynlegar og að sekta fólk sem hunsar tilmæli stjórnvalda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Breskum börum og veitingastöðum gert að loka Kaffihúsum, knæpum, börum, veitingastöðum og líkamsræktarstöðvum Bretlands verður gert að loka frá og með morgundeginum samkvæmt tilmælum forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson. 20. mars 2020 17:39 Breskum skólum lokað og skammtað í verslunum Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að skólum á Englandi yrði lokað vegna kórónuveirufaraldursins eftir föstudaginn 20. mars. Stórmarkaðir hafa gripið til skammtana því fólk hættir ekki að hamstra vörur. 18. mars 2020 20:32 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Innlent Fleiri fréttir Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Sjá meira
Bresk stjórnvöld hafa ræst út herinn til að flytja hlífðarbúnað á sjúkrahús sem sárvantar sums staðar í dag. Læknar í framlínu kórónuveirufaraldursins hafa lýst óánægju með að þeir séu gerðir að „fallbyssufóðri“ því að sjúkrahúsin skorti nauðsynlegan búnað til að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsmanna. Ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir að bregðast seint og illa við faraldrinum. Heilbrigðisstarfsfólk hefur kvartað undan því að það skorti hlífðarbúnað og að það upplifi sig ekki óhult í vinnunni. Fleiri en sex þúsund læknar skrifuðu Johnson opið bréf þar sem þeir sögðu að þeir væru beðnir um að hætta lífi sínu með grímum sem væru útrunnar og skorti á búnaði. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, viðurkenndi að vandamál hafi verið til staðar en nú væri brugðist við af krafti. Hermenn muni flytja búnað og vistir til heilbrigðisstarfsmanna í allan dag og fram á nótt, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Þetta er eins og stríðsátak, þetta er stríð gegn þessari veiru þannig að herinn hefur verið ótrúlega nytsamlegur í flutningum svo við getum fengið birgðir til að verja fólkið í framlínunni,“ segir Hancock. Heilbrigðisyfirvöld segjast hafa skilgreint um eina og hálfa milljón manna í áhættuhóp og nú sé unnið að því að hafa samband við fólkið. Það verði hvatt til þess að halda sig heima í tólf vikur. Þar á meðal eru krabbameinssjúklingar, fólk með öndunarfæravandamál og líffæraþegar. Átján ára gamalt ungmenni með undirliggjandi veikindi er á meðal 281 dauðsfalla á Bretlandi í faraldrinum. Margir Bretar lögðu leið sína í almenningsgarða eins og Primrose Hill í Lundúnum um helgina þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda um að fólk héldi sig heima til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.Vísir/Getty Útgöngubann mögulegt haldi fólk áfram að hunsa tilmæli Misbrestur hefur orðið á því að landsmenn allir taki mark á tilmælum stjórnvalda um að fólk haldi sig heima og halda sig í tveggja metra fjarlægð frá öðru fólki til að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Milljónir Breta lögðu þannig leið sína í almenningsgarða og fleiri opinbera staði til að njóta sólar um helgina. „Við upplifðum annasamasta dag í heimsóknum í manna minnum. Það er allt morandi í gestum á svæðinu,“ segir Emyr Williams, forstjóri Snowdonia-þjóðgarðsins í Wales, sem lýsti síðasta sólarhringnum sem fordæmalausum þar. Stjórnvöld segja að ef landsmenn fylgja ekki tilmælunum um að halda sig heima og forðast óþarfa samneyti við annað fólk gæti þurft að gríða til strangari úrræða eins og útgöngubanns og ferðatakmarkana. Hancock heilbrigðisráðherra segir þá sem hunsa ráðleggingar stjórnvalda „sjálfselska“. „Ef fólk fer innan við tvo metra frá öðrum sem það býr ekki með þá er það að hjálpa til við að dreifa veirunni og afleiðingarnar eiga eftir að kosta mannslíf og að þýðir að þetta á eftir að vera lengur fyrir alla,“ segir hann. Breska þingið ræðir neyðarfrumvarp í dag sem myndi veita ríkisstjórninni frekari valdheimildir til að bregðast við faraldrinum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til greina kemur að loka öllum verslunum sem eru ekki taldar nauðsynlegar og að sekta fólk sem hunsar tilmæli stjórnvalda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Breskum börum og veitingastöðum gert að loka Kaffihúsum, knæpum, börum, veitingastöðum og líkamsræktarstöðvum Bretlands verður gert að loka frá og með morgundeginum samkvæmt tilmælum forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson. 20. mars 2020 17:39 Breskum skólum lokað og skammtað í verslunum Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að skólum á Englandi yrði lokað vegna kórónuveirufaraldursins eftir föstudaginn 20. mars. Stórmarkaðir hafa gripið til skammtana því fólk hættir ekki að hamstra vörur. 18. mars 2020 20:32 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Innlent Fleiri fréttir Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Sjá meira
Breskum börum og veitingastöðum gert að loka Kaffihúsum, knæpum, börum, veitingastöðum og líkamsræktarstöðvum Bretlands verður gert að loka frá og með morgundeginum samkvæmt tilmælum forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson. 20. mars 2020 17:39
Breskum skólum lokað og skammtað í verslunum Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að skólum á Englandi yrði lokað vegna kórónuveirufaraldursins eftir föstudaginn 20. mars. Stórmarkaðir hafa gripið til skammtana því fólk hættir ekki að hamstra vörur. 18. mars 2020 20:32