Virðingarvert framtak í spilasjúku samfélagi Ögmundur Jónasson skrifar 20. mars 2020 14:00 Ég hef að undanförnu fylgst með aðdáunarverðri baráttu nýstofnaðra Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Þetta eru samtök fólks sem haldið er spilafíkn, aðstandendur spilafíkla og annað áhugafólk um að kveða niður þá vá sem stafar af spilkössum, hvort sem er í sjoppum eða sérhönnuðum spílavítum. Þau síðastnefndu eru rekin af Háskóla Íslands undir heitum á borð við Háspenna eða Spennistöðin. Sjoppukassana reka Rauði kross Íslands, SÁÁ og Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Nú bregður svo við að Samtök áhugafólks um spilafíkn fá forseta ASÍ, formenn VR og Neytendasamtaka Íslands til að sameinast um að senda fyerrnefndum rekstraraðilum formlegt erindi þar sem skorað er á þá í ljósi COVID-19 að loka fyrir spilakassa tímabundið „og draga þar með úr smitleiðum á meðan hættuástand varir samkvæmt Embætti landlæknis“. Dómsmálaráðherra (sem eftirlitsaðili þessarar starfsemi) og menntamálaráðherra (sem Háskóli Íslands heyrir undir) var einnig send áskorunin. Menntamálaráðuneytið svaraði og benti á að málið heyrði undir dómsmálaráðuneytið. Það ráðuneyti hefur hins vegar engu svarað. Áður höfðu Samtök áhugafólks um spilafíkn fengið birt í Morgunblaðinu opið bréf til dómsmálaráðherra með spurningum varðandi ábyrgð á rekstri spilakassa. Ráðherra hefur engu svarað og ekki hafa fjölmiðlar gengið eftir svörum. Þá gripu Samtök áhugafólks um spilafíkn til þess ráðs að senda alþjóða Rauða krossinum áskorun að koma til hjálpar. Beðið er viðbragða. Allt þetta hafa íslenskir fjölmiðlar verið upplýstir um en þess sér lítil sem engin merki í umfjöllun þeirra. Í öllum maraþonumræðuþáttunum er rækilega um þetta þagað. Í fyrnefndu opnu bréfi til dómsmálaráðherra kom fram að hreinar tekjur til reksturs Háskóla Íslands af rekstri spilakassa er árlega 1,1 milljarður og hreinar tekjur Íslandsspila sf til eigenda sinna 800 milljónir sem skiptast miðað við eignarhlut. Rauði krossinn á Íslandi 510 milljónir, Slysavarnafélagið Landsbjörg 210 milljónir og Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, 76 milljónir. Til umboðsaðila renna árlega 845 milljónir og til erlendra aðila fyrir kaup og leigu á kössum 675 milljónir. Eru þarna ef til vill komnir hinir eiginlegu spilafíklar, þeir sem telja sig ekki geta lifað án spilavíta? Þegar ég kom inn á Alþingi árið 1995 ákvað ég að taka upp merki Guðrúnar Helgadóttur, alþingismanns, til varnar fólki haldið spilafíkn. Ég hélt að ég myndi eiga marga bandamenn í þingsal. Þeir voru vissulega til staðar en miklu færrri en ég ætlaði. Yfirleitt tæmdist þingsalurinn þegar umræðan hófst. Enginn vildi styggja hinar elskuðu stofnanir sem nutu góðs af þessari starfsemi! Og áhugi fjölmiðla reyndist takmarkaður – með virðingarverðum undantekningum. Á því hefur orðið lítil breyting. Nú þykir mér hins vegar keyra um þverbak.Spilað er sem aldrei fyrr en frést hefur að í spilasölum sé mælst til þess að spilað sé á öðrum hverjum kassa og að menn spritti sig! ... áður en ránið hefst. Er þetta framferði sæmandi?Og hvað með þögnina – er hún sæmandi? Spyr sá sem veit að svo er ekki! Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Ögmundur Jónasson Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Sjá meira
Ég hef að undanförnu fylgst með aðdáunarverðri baráttu nýstofnaðra Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Þetta eru samtök fólks sem haldið er spilafíkn, aðstandendur spilafíkla og annað áhugafólk um að kveða niður þá vá sem stafar af spilkössum, hvort sem er í sjoppum eða sérhönnuðum spílavítum. Þau síðastnefndu eru rekin af Háskóla Íslands undir heitum á borð við Háspenna eða Spennistöðin. Sjoppukassana reka Rauði kross Íslands, SÁÁ og Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Nú bregður svo við að Samtök áhugafólks um spilafíkn fá forseta ASÍ, formenn VR og Neytendasamtaka Íslands til að sameinast um að senda fyerrnefndum rekstraraðilum formlegt erindi þar sem skorað er á þá í ljósi COVID-19 að loka fyrir spilakassa tímabundið „og draga þar með úr smitleiðum á meðan hættuástand varir samkvæmt Embætti landlæknis“. Dómsmálaráðherra (sem eftirlitsaðili þessarar starfsemi) og menntamálaráðherra (sem Háskóli Íslands heyrir undir) var einnig send áskorunin. Menntamálaráðuneytið svaraði og benti á að málið heyrði undir dómsmálaráðuneytið. Það ráðuneyti hefur hins vegar engu svarað. Áður höfðu Samtök áhugafólks um spilafíkn fengið birt í Morgunblaðinu opið bréf til dómsmálaráðherra með spurningum varðandi ábyrgð á rekstri spilakassa. Ráðherra hefur engu svarað og ekki hafa fjölmiðlar gengið eftir svörum. Þá gripu Samtök áhugafólks um spilafíkn til þess ráðs að senda alþjóða Rauða krossinum áskorun að koma til hjálpar. Beðið er viðbragða. Allt þetta hafa íslenskir fjölmiðlar verið upplýstir um en þess sér lítil sem engin merki í umfjöllun þeirra. Í öllum maraþonumræðuþáttunum er rækilega um þetta þagað. Í fyrnefndu opnu bréfi til dómsmálaráðherra kom fram að hreinar tekjur til reksturs Háskóla Íslands af rekstri spilakassa er árlega 1,1 milljarður og hreinar tekjur Íslandsspila sf til eigenda sinna 800 milljónir sem skiptast miðað við eignarhlut. Rauði krossinn á Íslandi 510 milljónir, Slysavarnafélagið Landsbjörg 210 milljónir og Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, 76 milljónir. Til umboðsaðila renna árlega 845 milljónir og til erlendra aðila fyrir kaup og leigu á kössum 675 milljónir. Eru þarna ef til vill komnir hinir eiginlegu spilafíklar, þeir sem telja sig ekki geta lifað án spilavíta? Þegar ég kom inn á Alþingi árið 1995 ákvað ég að taka upp merki Guðrúnar Helgadóttur, alþingismanns, til varnar fólki haldið spilafíkn. Ég hélt að ég myndi eiga marga bandamenn í þingsal. Þeir voru vissulega til staðar en miklu færrri en ég ætlaði. Yfirleitt tæmdist þingsalurinn þegar umræðan hófst. Enginn vildi styggja hinar elskuðu stofnanir sem nutu góðs af þessari starfsemi! Og áhugi fjölmiðla reyndist takmarkaður – með virðingarverðum undantekningum. Á því hefur orðið lítil breyting. Nú þykir mér hins vegar keyra um þverbak.Spilað er sem aldrei fyrr en frést hefur að í spilasölum sé mælst til þess að spilað sé á öðrum hverjum kassa og að menn spritti sig! ... áður en ránið hefst. Er þetta framferði sæmandi?Og hvað með þögnina – er hún sæmandi? Spyr sá sem veit að svo er ekki! Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun