Breskum skólum lokað og skammtað í verslunum Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2020 20:32 Johnson forsætisráðherra útilokaði ekki að grípa til samkomu- eða útgöngubanns sem önnur ríki hafa beitt gegn faraldrinum þegar hann kynnti lokanir á skólum í dag. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að skólum á Englandi yrði lokað vegna kórónuveirufaraldursins eftir föstudaginn 20. mars. Áður hafði verið greint frá skólalokunum í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi. Stórmarkaðir hafa gripið til skammtana því fólk hættir ekki að hamstra vörur. Johnson lýsti ákvörðuninni sem málamiðlun á fréttamannafundi í dag. Lokun skólanna gæti hjálpað til við hefta útbreiðslu veirunnar en hún gæti einnig haldið lykilstarfsfólki í samfélaginu frá vinnu. Því verða skólarnir enn látnir taka við börnum þeirra sem eru taldir vinna nauðsynleg störf, þar á meðal börnum heilbrigðisstarfsfólks, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rúmlega hundrað manns hafa látist í faraldrinum á Bretlandi og á þriðja þúsund greinst smituð til þessa. Faraldurinn er byrjaður að valda miklum usla og hefur ríkisstjórn Johnson verið gagnrýnd fyrir að vera seinni til viðbragða en margar aðrar þjóðir. Stærstu stórmarkaðir landsins hafa gripið til skammtana þar sem ekkert lát er á því að viðskiptavinir hamstri vörur. Reuters-fréttastofan segir að víða séu tómar hillur og langar raðir hafi myndast fyrir utan sumar verslanir. Yfirvöld og verslanirnar sjálfar hafa hvatt fólk til að hætta hamstri af tillitssemi við meðborgara sína. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Hvetja Breta til þess að hætta að hamstra Verslunareigendur á Bretlandi líkja kaupæðinu vegna kórónuveirufaraldursins við jólaörtröðina. Svo rammt kveður að því að fólk hamstri nauðsynjar að stærstu verslunarkeðjur landsins hvetja fólk opinberlega til að hemja sig. 15. mars 2020 12:42 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Innlent Fleiri fréttir Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að skólum á Englandi yrði lokað vegna kórónuveirufaraldursins eftir föstudaginn 20. mars. Áður hafði verið greint frá skólalokunum í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi. Stórmarkaðir hafa gripið til skammtana því fólk hættir ekki að hamstra vörur. Johnson lýsti ákvörðuninni sem málamiðlun á fréttamannafundi í dag. Lokun skólanna gæti hjálpað til við hefta útbreiðslu veirunnar en hún gæti einnig haldið lykilstarfsfólki í samfélaginu frá vinnu. Því verða skólarnir enn látnir taka við börnum þeirra sem eru taldir vinna nauðsynleg störf, þar á meðal börnum heilbrigðisstarfsfólks, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rúmlega hundrað manns hafa látist í faraldrinum á Bretlandi og á þriðja þúsund greinst smituð til þessa. Faraldurinn er byrjaður að valda miklum usla og hefur ríkisstjórn Johnson verið gagnrýnd fyrir að vera seinni til viðbragða en margar aðrar þjóðir. Stærstu stórmarkaðir landsins hafa gripið til skammtana þar sem ekkert lát er á því að viðskiptavinir hamstri vörur. Reuters-fréttastofan segir að víða séu tómar hillur og langar raðir hafi myndast fyrir utan sumar verslanir. Yfirvöld og verslanirnar sjálfar hafa hvatt fólk til að hætta hamstri af tillitssemi við meðborgara sína.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Hvetja Breta til þess að hætta að hamstra Verslunareigendur á Bretlandi líkja kaupæðinu vegna kórónuveirufaraldursins við jólaörtröðina. Svo rammt kveður að því að fólk hamstri nauðsynjar að stærstu verslunarkeðjur landsins hvetja fólk opinberlega til að hemja sig. 15. mars 2020 12:42 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Innlent Fleiri fréttir Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Sjá meira
Hvetja Breta til þess að hætta að hamstra Verslunareigendur á Bretlandi líkja kaupæðinu vegna kórónuveirufaraldursins við jólaörtröðina. Svo rammt kveður að því að fólk hamstri nauðsynjar að stærstu verslunarkeðjur landsins hvetja fólk opinberlega til að hemja sig. 15. mars 2020 12:42