Tilmæli um endurnýtingu hlífðarbúnaðar valda áhyggjum Sylvía Hall skrifar 18. apríl 2020 11:49 Hátt í 15 þúsund hafa látist í Bretlandi af völdum kórónuveirunnar. Vísir/Getty Yfirvöld í Bretlandi hvetja nú heilbrigðisstarfsfólk til þess að endurnýta hlífðarfatnað og búnað ef skortur verður. Stéttarfélög lækna og hjúkrunarfræðinga í landinu hafa lýst yfir áhyggjum af þessum tilmælum og segja þau ógna lífi og heilsu starfsfólks. Hlífðarbúnaðurinn sem um ræðir er notaður við umönnun Covid-19 sjúklinga og verndar starfsfólk fyrir smiti. Vegna mikils álags á sjúkrahúsum landsins bendir margt til þess að hlífðarbúnaðurinn sem notaður er við gjörgæslumeðferð sjúklinga gæti klárast nú um helgina. Yfirvöld segjast vinna að því að útvega frekari birgðir af hlífðarbúnaði en hafa þó gefið út þau tilmæli nýta búnaðinn sparlega. Í leiðbeiningum sem gefnar voru út á föstudag kom meðal annars fram að sjúkrahús myndu geyma hlífðarfatnað fyrir skurðaðgerðir eða önnur störf sem fela í sér hættu á smiti ef skortur yrði, eða endurnýta hlífðarfatnað sem hægt væri að þvo. Það væri þó ljóst að það þyrfti að gera einhverjar tilslakanir svo hægt væri að bregðast við miklum skorti á erfiðum tímum. Hafa misst of marga heilbrigðisstarfsmenn Hlífðarbúnaðurinn er framleiddur í Kína og höfðu yfirvöld pantað birgðir fyrir nokkrum vikum. Hann er þó aðeins afhentur í takmörkuðu magni hverju sinni. Dr. Rob Harwood hjá bresku læknasamtökunum er á meðal þeirra sem hefur gagnrýnt þessi tilmæli yfirvalda. Hann segir allar slíkar ákvarðanir verða að byggja á vísindum, en ekki framboði og eftirspurn. „Ef það er verið að leggja það til að starfsfólk endurnýti búnað, þá verður það að vera byggt á vísindum og sterkum sönnunargögnum frekar en fáanleika og það má alls ekki stofna öryggi heilbrigðisstarfsfólks í hættu,“ segir Harwood og bætir við að nú þegar hefði heilbrigðisstarfsfólk látið lífið í faraldrinum. „Nú þegar hafa of margir heilbrigðisstarfsmenn dáið. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fleiri læknar og samstarfsfólk þeirra leggi líf sitt að veði til þess að bjarga öðrum, og þessi nýju tilmæli geta leitt til þess. Þetta er ekki ákvörðun sem þau ættu að þurfa að taka.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Bretar sagðir hafa náð hátindi faraldursins Tala látinna í Bretlandi hækkaði um 847 í dag og stendur nú í 14.576. 108.692 hafa nú greinst með veiruna í Bretlandi. 17. apríl 2020 14:54 Framlengja höft í Bretlandi og New York Ráðamenn í Bretlandi og New York tilkynntu nú síðdegis að núgildandi samkomubönn yrðu framlengd. 16. apríl 2020 16:27 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Sjá meira
Yfirvöld í Bretlandi hvetja nú heilbrigðisstarfsfólk til þess að endurnýta hlífðarfatnað og búnað ef skortur verður. Stéttarfélög lækna og hjúkrunarfræðinga í landinu hafa lýst yfir áhyggjum af þessum tilmælum og segja þau ógna lífi og heilsu starfsfólks. Hlífðarbúnaðurinn sem um ræðir er notaður við umönnun Covid-19 sjúklinga og verndar starfsfólk fyrir smiti. Vegna mikils álags á sjúkrahúsum landsins bendir margt til þess að hlífðarbúnaðurinn sem notaður er við gjörgæslumeðferð sjúklinga gæti klárast nú um helgina. Yfirvöld segjast vinna að því að útvega frekari birgðir af hlífðarbúnaði en hafa þó gefið út þau tilmæli nýta búnaðinn sparlega. Í leiðbeiningum sem gefnar voru út á föstudag kom meðal annars fram að sjúkrahús myndu geyma hlífðarfatnað fyrir skurðaðgerðir eða önnur störf sem fela í sér hættu á smiti ef skortur yrði, eða endurnýta hlífðarfatnað sem hægt væri að þvo. Það væri þó ljóst að það þyrfti að gera einhverjar tilslakanir svo hægt væri að bregðast við miklum skorti á erfiðum tímum. Hafa misst of marga heilbrigðisstarfsmenn Hlífðarbúnaðurinn er framleiddur í Kína og höfðu yfirvöld pantað birgðir fyrir nokkrum vikum. Hann er þó aðeins afhentur í takmörkuðu magni hverju sinni. Dr. Rob Harwood hjá bresku læknasamtökunum er á meðal þeirra sem hefur gagnrýnt þessi tilmæli yfirvalda. Hann segir allar slíkar ákvarðanir verða að byggja á vísindum, en ekki framboði og eftirspurn. „Ef það er verið að leggja það til að starfsfólk endurnýti búnað, þá verður það að vera byggt á vísindum og sterkum sönnunargögnum frekar en fáanleika og það má alls ekki stofna öryggi heilbrigðisstarfsfólks í hættu,“ segir Harwood og bætir við að nú þegar hefði heilbrigðisstarfsfólk látið lífið í faraldrinum. „Nú þegar hafa of margir heilbrigðisstarfsmenn dáið. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fleiri læknar og samstarfsfólk þeirra leggi líf sitt að veði til þess að bjarga öðrum, og þessi nýju tilmæli geta leitt til þess. Þetta er ekki ákvörðun sem þau ættu að þurfa að taka.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Bretar sagðir hafa náð hátindi faraldursins Tala látinna í Bretlandi hækkaði um 847 í dag og stendur nú í 14.576. 108.692 hafa nú greinst með veiruna í Bretlandi. 17. apríl 2020 14:54 Framlengja höft í Bretlandi og New York Ráðamenn í Bretlandi og New York tilkynntu nú síðdegis að núgildandi samkomubönn yrðu framlengd. 16. apríl 2020 16:27 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Sjá meira
Bretar sagðir hafa náð hátindi faraldursins Tala látinna í Bretlandi hækkaði um 847 í dag og stendur nú í 14.576. 108.692 hafa nú greinst með veiruna í Bretlandi. 17. apríl 2020 14:54
Framlengja höft í Bretlandi og New York Ráðamenn í Bretlandi og New York tilkynntu nú síðdegis að núgildandi samkomubönn yrðu framlengd. 16. apríl 2020 16:27