Æft með Gurrý – 1. þáttur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. mars 2020 08:55 Fyrsti þátturinn af Æft með Gurrý er kominn inn á Vísi. Í dag gerir hún afturstig, mjaðmalyftur, armbeygjur og planka. Ásta Kristjándóttir Fyrsti þáttur af æft með Gurrý er nú kominn á Vísi og má finna hann hér neðar í fréttinni. Æft með Gurrý eru æfingamyndbönd sem flestallir ættu að geta gert. Æfingarnar eru hugsaðar fyrir heimaþjálfun og er ekki nauðsynlegt að eiga æfingabúnað þó að það sé auðvelt að bæta honum við. I þessum fyrsta þætti eru frábærar æfingar þar sem eigin líkamsþyngd er notuð. Afturstig, mjaðmalyftur, armbeygjur og svo auðvitað plankar. Það er krefjandi fyrir fólk að halda kyrru fyrir heima hvort sem það er vegna þess að það þarf að sæta sóttkví eða er af öryggisástæðum heimavinnandi. Við slíkar aðstæður er ekkert betra en að hreyfa sig. Það getur þó verið smá áskorun, sérstaklega fyrir þá sem eru vanir að skella sér út eða hafa bara æft í líkamsræktarsal. Já og svo fyrir þá sem bara hafa aldrei æft. Í samtali við Vísi í gær sagði Gurrý að það sé mikilvægt á tímum sem þessum að huga að heilsunni og undirbúa kroppinn undir áföll. Sjá einnig: Einfaldar æfingar sem langflestir ættu að geta gert Gurrý setti því saman seríu af myndböndum þar sem farið er í æfingar sem henta vel heima fyrir, hvort sem það er í neyð eður ei. Myndböndin eru stutt og hnitmiðuð og eru byggð upp þannig að hægt er að endurtaka hvert um sig nokkrum sinnum til þess að ná góðri æfingu. Þeir sem eru vanir æfingum þekkja þá vellíðan sem öll hreyfing framkallar. Brjótið upp daginn með hollri hreyfingu og styttið ykkur um leið stundir við uppbyggilega dægradvöl. Í fyrsta þættinum af Æft með Gurrý gerir hún afturstig, mjaðmalyftur, armbeygjur og planka. Hvert um sig í 30 sekúndur með 15 sekúndna pásu á milli. Þeir sem vilja meira krefjandi æfingu geta farið yfir myndbandið nokkrum sinnum. Þáttinn má finna í spilaranum hér að neðan og skjánum er niðurtalning svo þú getir fylgt Gurrý í öllum æfingunum! Myndböndin eru flest um fimm mínútur að lengd en eru hugsuð þannig að hægt er að leggja æfinguna á minnið og endurtaka hana nú eða bara rúlla myndbandinu aftur, jafnvel oftar. „Ég valdi æfingarnar þannig að ekki þurfi að nota tæki en ef fólk á búnað heima er hægt að bæta honum við en annars bara nota kroppinn. Það er auðvitað þægilegra að vera með þunna dýnu, handklæði eða teppi undir hnén en þarf ekki. Heilsa Æft með Gurrý Tengdar fréttir Einfaldar æfingar sem langflestir ættu að geta gert Þjálfarinn Guðríður Torfadóttir, betur þekkt sem Gurrý, byrjar á morgun með æfingaþætti hér á Vísi. Þættirnir kallast Æft með Gurrý en hún segir mikilvægt að huga að heilsunni og undirbúa kroppinn undir áföll. 17. mars 2020 21:25 Mest lesið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Fyrsti þáttur af æft með Gurrý er nú kominn á Vísi og má finna hann hér neðar í fréttinni. Æft með Gurrý eru æfingamyndbönd sem flestallir ættu að geta gert. Æfingarnar eru hugsaðar fyrir heimaþjálfun og er ekki nauðsynlegt að eiga æfingabúnað þó að það sé auðvelt að bæta honum við. I þessum fyrsta þætti eru frábærar æfingar þar sem eigin líkamsþyngd er notuð. Afturstig, mjaðmalyftur, armbeygjur og svo auðvitað plankar. Það er krefjandi fyrir fólk að halda kyrru fyrir heima hvort sem það er vegna þess að það þarf að sæta sóttkví eða er af öryggisástæðum heimavinnandi. Við slíkar aðstæður er ekkert betra en að hreyfa sig. Það getur þó verið smá áskorun, sérstaklega fyrir þá sem eru vanir að skella sér út eða hafa bara æft í líkamsræktarsal. Já og svo fyrir þá sem bara hafa aldrei æft. Í samtali við Vísi í gær sagði Gurrý að það sé mikilvægt á tímum sem þessum að huga að heilsunni og undirbúa kroppinn undir áföll. Sjá einnig: Einfaldar æfingar sem langflestir ættu að geta gert Gurrý setti því saman seríu af myndböndum þar sem farið er í æfingar sem henta vel heima fyrir, hvort sem það er í neyð eður ei. Myndböndin eru stutt og hnitmiðuð og eru byggð upp þannig að hægt er að endurtaka hvert um sig nokkrum sinnum til þess að ná góðri æfingu. Þeir sem eru vanir æfingum þekkja þá vellíðan sem öll hreyfing framkallar. Brjótið upp daginn með hollri hreyfingu og styttið ykkur um leið stundir við uppbyggilega dægradvöl. Í fyrsta þættinum af Æft með Gurrý gerir hún afturstig, mjaðmalyftur, armbeygjur og planka. Hvert um sig í 30 sekúndur með 15 sekúndna pásu á milli. Þeir sem vilja meira krefjandi æfingu geta farið yfir myndbandið nokkrum sinnum. Þáttinn má finna í spilaranum hér að neðan og skjánum er niðurtalning svo þú getir fylgt Gurrý í öllum æfingunum! Myndböndin eru flest um fimm mínútur að lengd en eru hugsuð þannig að hægt er að leggja æfinguna á minnið og endurtaka hana nú eða bara rúlla myndbandinu aftur, jafnvel oftar. „Ég valdi æfingarnar þannig að ekki þurfi að nota tæki en ef fólk á búnað heima er hægt að bæta honum við en annars bara nota kroppinn. Það er auðvitað þægilegra að vera með þunna dýnu, handklæði eða teppi undir hnén en þarf ekki.
Heilsa Æft með Gurrý Tengdar fréttir Einfaldar æfingar sem langflestir ættu að geta gert Þjálfarinn Guðríður Torfadóttir, betur þekkt sem Gurrý, byrjar á morgun með æfingaþætti hér á Vísi. Þættirnir kallast Æft með Gurrý en hún segir mikilvægt að huga að heilsunni og undirbúa kroppinn undir áföll. 17. mars 2020 21:25 Mest lesið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Einfaldar æfingar sem langflestir ættu að geta gert Þjálfarinn Guðríður Torfadóttir, betur þekkt sem Gurrý, byrjar á morgun með æfingaþætti hér á Vísi. Þættirnir kallast Æft með Gurrý en hún segir mikilvægt að huga að heilsunni og undirbúa kroppinn undir áföll. 17. mars 2020 21:25