Grænland lokað næstu tvær vikur Kristján Már Unnarsson skrifar 31. desember 2020 06:12 Airbus-breiðþota Air Greenland á flugvellinum í Kangerlussuaq, sem áður hét Syðri-Straumfjörður. Bombardier-vél Flugfélags Íslands sést fyrir framan. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Grænlenska landsstjórnin hefur bannað allt farþegaflug til Grænlands næstu tvær vikur, til 12. janúar. Aðeins verður leyft farþegaflug á vegum stjórnvalda og neyðarflug. Þetta kom fram á fréttamannafundi sem Kim Kielsen forsætisráðherra og Henrik L. Hansen, landlæknir Grænlands, héldu í Nuuk í gær. Ástæðan er sögð mikil útbreiðsla kórónuveirunnar í Danmörku, að því er fram kemur í grænlensku fréttamiðlunum KNR og Sermitsiaq. Landlæknirinn segir að danska heilbrigðiskerfið sé undir miklu álagi þessa dagana. Ef mikið verði um smit á Grænlandi verði erfitt að fá hjálp frá Danmörku. „Möguleikinn á að flytja sjúklinga til Danmerkur verður mjög erfiður á næstunni. Grænland gæti lent í þeirri stöðu að það sé einfaldlega ekkert pláss í Danmörku. Við verðum að geta tryggt öryggi þegna landsins ef smit breiðist út,“ segir landlæknir Grænlands. Aðgerðunum er ætlað að hindra útbreiðslu smits á Grænlandi og tryggja að Grænlendingar sjálfir geti áfram ferðast óhindrað milli byggða innanlands. Þegar flugbanninu lýkur verða áfram í gildi strangar ferðatakmarkanir. Þannig verður að hámarki 150 manns leyft að fljúga til Grænlands á dag frá 12. janúar og út janúarmánuð. Flug með frakt og póst er þó áfram leyft. Air Iceland býður farþegum í janúar aðeins upp á að fljúga frá Grænlandi. Bombardier Q400-vélin Þórunn hyrna sést hér á flugvellinum í Kangerlussuaq haustið 2016.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Á blaðamannafundinum sagði Kim Kielsen það skýrt að farþegar sem yrðu strandaglópar í Danmörku bæru sjálfir ábyrgð á stöðunni. „Það er á þeirra ábyrgð. Við tilkynntum að það gætu orðið takmarkanir og vöruðum við ferðalögum. Ábyrgðin liggur hjá einstaklingnum,“ sagði Kielsen. Viðkomandi er þó boðið að hafa samband við Grænlandshúsið í Danmörku og leita eftir stuðningi og aðstoð um hvernig þeir geta komist aftur heim til Grænlands. Á heimasíðu Air Iceland Connect, sem annast áætlunarflug milli Íslands og Grænlands, segir að lokað sé fyrir allt farþegaflug til Grænlands en farþegaflug sé heimilt frá Grænlandi. Air Iceland Connect hafi því lokað fyrir sölu til Grænlands til 31. janúar 2021 en haldi áfram flugi frá Nuuk til Reykjavíkur. Flogið sé einu sinni í viku á fimmtudögum. Grænlendingum hefur annars tekist betur en flestum öðrum þjóðum að halda útbreiðslu sjúkdómsins í lágmarki. Þannig hafa aðeins 27 smit greinst á Grænlandi frá upphafi faraldursins og enginn hefur látist þar úr covid-19, samkvæmt tölum landlæknisembættisins. Núna eru sex virk smit í landinu en til þessa hefur ekki þurft að leggja neinn þar inn á sjúkrahús. Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Íslendingar einu útlendingarnir sem mega koma óhindrað til Grænlands Grænlendingar hafa opnað land sitt gagnvart Íslendingum og eru Íslendingar núna eina þjóðin utan danska ríkjasambandsins sem leyfist að heimsækja Grænland, án strangra skilyrða. Og Íslendingar þurfa ekki að fara í tveggja vikna sóttkví, eins og Danir neyðast til. 18. júní 2020 23:41 Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30 Fljúga áfram með matvæli til íbúa Austur-Grænlands Air Iceland mun áfram sinna stöku vöruflutningum til Grænlands, þótt félagið hafi tilkynnt fyrir tíu dögum að allt áætlunarflug félagsins þangað hefði verið fellt niður. 30. mars 2020 23:05 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Veður Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Ástæðan er sögð mikil útbreiðsla kórónuveirunnar í Danmörku, að því er fram kemur í grænlensku fréttamiðlunum KNR og Sermitsiaq. Landlæknirinn segir að danska heilbrigðiskerfið sé undir miklu álagi þessa dagana. Ef mikið verði um smit á Grænlandi verði erfitt að fá hjálp frá Danmörku. „Möguleikinn á að flytja sjúklinga til Danmerkur verður mjög erfiður á næstunni. Grænland gæti lent í þeirri stöðu að það sé einfaldlega ekkert pláss í Danmörku. Við verðum að geta tryggt öryggi þegna landsins ef smit breiðist út,“ segir landlæknir Grænlands. Aðgerðunum er ætlað að hindra útbreiðslu smits á Grænlandi og tryggja að Grænlendingar sjálfir geti áfram ferðast óhindrað milli byggða innanlands. Þegar flugbanninu lýkur verða áfram í gildi strangar ferðatakmarkanir. Þannig verður að hámarki 150 manns leyft að fljúga til Grænlands á dag frá 12. janúar og út janúarmánuð. Flug með frakt og póst er þó áfram leyft. Air Iceland býður farþegum í janúar aðeins upp á að fljúga frá Grænlandi. Bombardier Q400-vélin Þórunn hyrna sést hér á flugvellinum í Kangerlussuaq haustið 2016.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Á blaðamannafundinum sagði Kim Kielsen það skýrt að farþegar sem yrðu strandaglópar í Danmörku bæru sjálfir ábyrgð á stöðunni. „Það er á þeirra ábyrgð. Við tilkynntum að það gætu orðið takmarkanir og vöruðum við ferðalögum. Ábyrgðin liggur hjá einstaklingnum,“ sagði Kielsen. Viðkomandi er þó boðið að hafa samband við Grænlandshúsið í Danmörku og leita eftir stuðningi og aðstoð um hvernig þeir geta komist aftur heim til Grænlands. Á heimasíðu Air Iceland Connect, sem annast áætlunarflug milli Íslands og Grænlands, segir að lokað sé fyrir allt farþegaflug til Grænlands en farþegaflug sé heimilt frá Grænlandi. Air Iceland Connect hafi því lokað fyrir sölu til Grænlands til 31. janúar 2021 en haldi áfram flugi frá Nuuk til Reykjavíkur. Flogið sé einu sinni í viku á fimmtudögum. Grænlendingum hefur annars tekist betur en flestum öðrum þjóðum að halda útbreiðslu sjúkdómsins í lágmarki. Þannig hafa aðeins 27 smit greinst á Grænlandi frá upphafi faraldursins og enginn hefur látist þar úr covid-19, samkvæmt tölum landlæknisembættisins. Núna eru sex virk smit í landinu en til þessa hefur ekki þurft að leggja neinn þar inn á sjúkrahús.
Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Íslendingar einu útlendingarnir sem mega koma óhindrað til Grænlands Grænlendingar hafa opnað land sitt gagnvart Íslendingum og eru Íslendingar núna eina þjóðin utan danska ríkjasambandsins sem leyfist að heimsækja Grænland, án strangra skilyrða. Og Íslendingar þurfa ekki að fara í tveggja vikna sóttkví, eins og Danir neyðast til. 18. júní 2020 23:41 Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30 Fljúga áfram með matvæli til íbúa Austur-Grænlands Air Iceland mun áfram sinna stöku vöruflutningum til Grænlands, þótt félagið hafi tilkynnt fyrir tíu dögum að allt áætlunarflug félagsins þangað hefði verið fellt niður. 30. mars 2020 23:05 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Veður Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Íslendingar einu útlendingarnir sem mega koma óhindrað til Grænlands Grænlendingar hafa opnað land sitt gagnvart Íslendingum og eru Íslendingar núna eina þjóðin utan danska ríkjasambandsins sem leyfist að heimsækja Grænland, án strangra skilyrða. Og Íslendingar þurfa ekki að fara í tveggja vikna sóttkví, eins og Danir neyðast til. 18. júní 2020 23:41
Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30
Fljúga áfram með matvæli til íbúa Austur-Grænlands Air Iceland mun áfram sinna stöku vöruflutningum til Grænlands, þótt félagið hafi tilkynnt fyrir tíu dögum að allt áætlunarflug félagsins þangað hefði verið fellt niður. 30. mars 2020 23:05