Bucks setti nýtt met en sá besti var rólegur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2020 07:30 Stephen Curry fagnar körfu með liðsfélaga sínum Damion Lee. AP/Nam Y. Huh Milwaukee Bucks liðið setti nýtt þriggja stiga met í stórsigri á Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Golden State Warriors vann annan leikinn í röð, Los Angeles Clippers svaraði fyrir stórtap og þrennur tveggja leikmanna dugði ekki. Milwaukee Bucks skoraði 29 þriggja stiga körfur í 144-97 stórsigri á Miami Heat þar sem allir leikmenn Bucks skoruðu þrist nema Giannis Antetokounmpo. Giannis Antetokounmpo, besti leikmaður NBA undanfarin tvö tímabil, klikkaði á báðum þriggja stiga skotum sínum og var bara með 9 stig í leiknum. Restin af liðinu setti niður 29 af 49 þriggja stiga skotum en tólf leikmenn Bucks skoruðu þrist í leiknum. the BEST of the @Bucks NBA record setting 29 threes from their win vs. Miami! #KiaTipOff20 pic.twitter.com/FGOIEGsJp0— NBA (@NBA) December 30, 2020 Khris Middleton skoraði fjóra þrista og var stigahæstur með 25 stig en Jrue Holiday var með 24 stig og sex þrista. Donte DiVincenzo setti niður fimm þristar og skoraði alls 17 stig. Tyler Herro var stigahæstur hjá Miami með 23 stig en Jimmy Butler missti af leiknum vegna meiðsla. Gamla þriggja stiga metið voru 27 þristar hjá Houston Rockets á móti Phoenix Suns 7. apríl 2019. „Á sumum kvöldum þá eru körfuboltaguðirnir með þér í liði. Þetta er líklega eitt af þeim kvöldum,“ sagði þjálfarinn Mike Budenholzer. Stephen Curry var með 31 stig og Andrew Wiggins bætti við 27 stigum þegar Golden State Warriors vann 116-106 sigur á Detroit Pistons en Piston liðið hefur tapað fyrstu fjórum leikjum sínum. Golden State tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum illa með samtals 65 stigum en hefur nú svarað því með tveimur sigurleikjum í röð. Julius Randle's (@J30_RANDLE) triple-double fuels the @nyknicks! 28 PTS | 12 REB | 11 AST pic.twitter.com/c9G4xbaNSY— NBA (@NBA) December 30, 2020 Cleveland Cavaliers og Indiana Pacers töpuðu bæði sínum fyrsta leik eftir sigra í fyrstu þremur. Julius Randle var með þrennu, 28 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar í 95-86 sigri New York Knicks á Cleveland og Jayson Tatum skoraði 14 af 27 stigum sínum í lokaleikhlutanum þegar Boston Celtis vann 116-111 sigur á Indiana. Orlando Magic hélt aftir á móti sigurgöngu sinni áfram með 118-107 sigri á Oklahoma City Thunder. Nikola Vucevic var með 28 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í fjórða sigri Orlando liðsins í röð. Los Angeles Clippers kom til baka eftir skellinn á móti Dallas og vann 124-101 sigur á Minnesota Timberwolves. Lou Williams var stigahæstur með 20 sitg en Paul George skoraði 18 stig. Liðið lék aftur án Kawhi Leonard. Joel Embiid var með 29 stig og 16 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 100-93 sigur á Toronto Raptors en Toronto liðið hefur þar með tapað þremur fyrstu leikjum sínum. With 21 PTS, 15 REB, 11 AST tonight, Russell Westbrook joins Oscar Robertson as the only players in NBA history to record 3 triple-doubles in their first 3 games of a season. pic.twitter.com/HZzAlIMLcE— NBA History (@NBAHistory) December 30, 2020 Nikola Jokic og Russell Westbrook voru báðir með þrennur í tapleikjum. Russell Westbrook var með 21 stig, 15 fráköst og 11 stoðsendingar í 115-107 tapi Washington Wizards á móti Chicago Bulls. Nikola Jokic var með 26 stig, 11 fráköst og 12 stoðsendingar þegar Denver Nuggets tapaði 115-125 á móti Sacramento Kings. Jokic var líka með 10 tapaða bolta. With this rebound, Nikola Jokic notches his 44th career triple-double and passes Fat Lever for the most triple-doubles in @nuggets franchise history! pic.twitter.com/V4X2oBgg8c— NBA (@NBA) December 30, 2020 Þetta var fyrsti sigur Bulls liðsins en Wizards liðið hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Miami Heat - Milwaukee Bucks 97-144 Detroit Pistons - Golden State Warriors 106-116 Cleveland Cavaliers - New York Knicks 86-95 Los Angeles Clippers - Minnesota Timberwolves 124-101 Philadelphia 76ers - Toronto Raptors 100-93 Phoenix Suns - New Orleans Pelicans 111-86 Oklahoma City Thunder - Orlando Magic 107-118 Washington Wizards - Chicago Bulls 107-115 Sacramento Kings - Denver Nuggets 125-115 Indiana Pacers - Boston Celtics 111-116 NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Sjá meira
Milwaukee Bucks skoraði 29 þriggja stiga körfur í 144-97 stórsigri á Miami Heat þar sem allir leikmenn Bucks skoruðu þrist nema Giannis Antetokounmpo. Giannis Antetokounmpo, besti leikmaður NBA undanfarin tvö tímabil, klikkaði á báðum þriggja stiga skotum sínum og var bara með 9 stig í leiknum. Restin af liðinu setti niður 29 af 49 þriggja stiga skotum en tólf leikmenn Bucks skoruðu þrist í leiknum. the BEST of the @Bucks NBA record setting 29 threes from their win vs. Miami! #KiaTipOff20 pic.twitter.com/FGOIEGsJp0— NBA (@NBA) December 30, 2020 Khris Middleton skoraði fjóra þrista og var stigahæstur með 25 stig en Jrue Holiday var með 24 stig og sex þrista. Donte DiVincenzo setti niður fimm þristar og skoraði alls 17 stig. Tyler Herro var stigahæstur hjá Miami með 23 stig en Jimmy Butler missti af leiknum vegna meiðsla. Gamla þriggja stiga metið voru 27 þristar hjá Houston Rockets á móti Phoenix Suns 7. apríl 2019. „Á sumum kvöldum þá eru körfuboltaguðirnir með þér í liði. Þetta er líklega eitt af þeim kvöldum,“ sagði þjálfarinn Mike Budenholzer. Stephen Curry var með 31 stig og Andrew Wiggins bætti við 27 stigum þegar Golden State Warriors vann 116-106 sigur á Detroit Pistons en Piston liðið hefur tapað fyrstu fjórum leikjum sínum. Golden State tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum illa með samtals 65 stigum en hefur nú svarað því með tveimur sigurleikjum í röð. Julius Randle's (@J30_RANDLE) triple-double fuels the @nyknicks! 28 PTS | 12 REB | 11 AST pic.twitter.com/c9G4xbaNSY— NBA (@NBA) December 30, 2020 Cleveland Cavaliers og Indiana Pacers töpuðu bæði sínum fyrsta leik eftir sigra í fyrstu þremur. Julius Randle var með þrennu, 28 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar í 95-86 sigri New York Knicks á Cleveland og Jayson Tatum skoraði 14 af 27 stigum sínum í lokaleikhlutanum þegar Boston Celtis vann 116-111 sigur á Indiana. Orlando Magic hélt aftir á móti sigurgöngu sinni áfram með 118-107 sigri á Oklahoma City Thunder. Nikola Vucevic var með 28 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í fjórða sigri Orlando liðsins í röð. Los Angeles Clippers kom til baka eftir skellinn á móti Dallas og vann 124-101 sigur á Minnesota Timberwolves. Lou Williams var stigahæstur með 20 sitg en Paul George skoraði 18 stig. Liðið lék aftur án Kawhi Leonard. Joel Embiid var með 29 stig og 16 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 100-93 sigur á Toronto Raptors en Toronto liðið hefur þar með tapað þremur fyrstu leikjum sínum. With 21 PTS, 15 REB, 11 AST tonight, Russell Westbrook joins Oscar Robertson as the only players in NBA history to record 3 triple-doubles in their first 3 games of a season. pic.twitter.com/HZzAlIMLcE— NBA History (@NBAHistory) December 30, 2020 Nikola Jokic og Russell Westbrook voru báðir með þrennur í tapleikjum. Russell Westbrook var með 21 stig, 15 fráköst og 11 stoðsendingar í 115-107 tapi Washington Wizards á móti Chicago Bulls. Nikola Jokic var með 26 stig, 11 fráköst og 12 stoðsendingar þegar Denver Nuggets tapaði 115-125 á móti Sacramento Kings. Jokic var líka með 10 tapaða bolta. With this rebound, Nikola Jokic notches his 44th career triple-double and passes Fat Lever for the most triple-doubles in @nuggets franchise history! pic.twitter.com/V4X2oBgg8c— NBA (@NBA) December 30, 2020 Þetta var fyrsti sigur Bulls liðsins en Wizards liðið hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Miami Heat - Milwaukee Bucks 97-144 Detroit Pistons - Golden State Warriors 106-116 Cleveland Cavaliers - New York Knicks 86-95 Los Angeles Clippers - Minnesota Timberwolves 124-101 Philadelphia 76ers - Toronto Raptors 100-93 Phoenix Suns - New Orleans Pelicans 111-86 Oklahoma City Thunder - Orlando Magic 107-118 Washington Wizards - Chicago Bulls 107-115 Sacramento Kings - Denver Nuggets 125-115 Indiana Pacers - Boston Celtics 111-116
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Miami Heat - Milwaukee Bucks 97-144 Detroit Pistons - Golden State Warriors 106-116 Cleveland Cavaliers - New York Knicks 86-95 Los Angeles Clippers - Minnesota Timberwolves 124-101 Philadelphia 76ers - Toronto Raptors 100-93 Phoenix Suns - New Orleans Pelicans 111-86 Oklahoma City Thunder - Orlando Magic 107-118 Washington Wizards - Chicago Bulls 107-115 Sacramento Kings - Denver Nuggets 125-115 Indiana Pacers - Boston Celtics 111-116
NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti