Fór „eins hátt upp í Pfizer“ og hann gat og lagði inn beiðni Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2020 18:44 Gísli Herjólfsson, forstjóri Controlant. aðsend Forstjóri íslenska fyrirtækisins Controlant, sem kemur m.a. að dreifingu á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni, kveðst hafa komið hugmyndum um Ísland sem rannsóknarverkefni á framfæri við Pfizer. Hann hafi fengið þau svör að beiðninni yrði komið áleiðis. Controlant þróar og framleiðir hug- og vélbúnað sem gerir lyfjafyrirtækjum á borð við Pfizer rauntímaupplýsingar um staðsetningu og ástand bóluefna og annarra lyfja, bæði í flutningi og geymslu. Flutningarnir eru flóknir í tilfelli bóluefnis Pfizer, sem þarf til dæmis að geymast við um 80 stiga frost. Gísli Herjólfsson forstjóri Controlant sagði í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að fyrirtækið hefði stækkað hratt; tekjurnar hefðu tvöfaldast á þessu ári miðað við í fyrra og gert væri ráð fyrir að þær muni fimmfaldast á næsta ári. Starfsmenn séu nú hátt í 140 og fyrirtækið þannig þrefaldast að stærð á skömmum tíma. Fram hefur komið að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi viðrað hugmyndir við Pfizer um að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kveðst einnig hafa átt í óformlegum viðræðum við Pfizer. Með viðræðunum hafa Þórólfur og Kári það að markmiði að tryggja sem mest bóluefni og bólusetja jafnvel alla þjóðina. Þeir funduðu báðir með Pfizer í gær en hafa ekki viljað upplýsa um hvað fór þar fram. Gísli sagði í Reykjavík síðdegis að þau hjá Controlant hafi „reynt að setja inn gott orð“ hjá Pfizer í þessu samhengi. „[…] og reynt að nýta okkar sambönd til að reyna að ná smá athygli innan Pfizer. […] Það hefur verið ágætlega tekið í það en það sem Pfizer glímir við núna er að það er miklu meiri eftirspurn heldur en framboð,“ sagði Gísli. „Það væri mjög spennandi ef þessi rannsóknarvinkill, sem Þórólfur og Kári eru að reyna að setja á með Pfizer myndi virka, og auðvitað vonar maður innilega að það gangi eftir. Ég hef sjálfur sett inn beiðni, farið eins hátt upp í Pfizer og ég hef beinan aðgang að, til að láta vita af þessu.“ Höfum sennilega fengið mest bóluefni miðað við höfðatölu Gísli kvaðst hafa fengið svör um að beiðninni verði komið áleiðis en benti á að fólkið sem Controlant vinnur mest með innan Pfizer tengist dreifingu bóluefnisins, ekki ákvörðunum um hverjir fái efnið. „En við sjáum til. Við höfum sennilega, miðað við höfðatölu, fengið mest bóluefni hingað til. En betur má ef duga skal.“ Líkt og fram hefur komið hófust bólusetningar með Pfizer-bóluefninu á Íslandi í morgun. Ísland hefur nú tryggt sér skammta frá Pfizer fyrir 125 þúsund manns. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefninu er ekki dælt í æð heldur vöðva Kári Stefánsson sá sig knúinn til að skamma Björn Inga Hrafnsson fyrir rugl í tengslum við bólusetningar. 29. desember 2020 16:08 Fengu óvart fimmfaldan skammt bóluefnis Fjórir starfsmenn hjúkrunarheimilis í norðurhluta Þýskalands voru fluttir á sjúkrahús eftir að átta starfsmenn fengu fyrir mistök fimmfaldan, ráðlagðan skammt af bóluefni gegn Covid-19. Starfsmennirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús til að gæta allrar varúðar eftir að þeir fóru að finna fyrir flensulíkum einkennum. 29. desember 2020 13:04 „Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“ Útlit er fyrir að þriðja bylgja Covid-19 faraldursins sé í nokkurri lægð að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann vonar að upphaf bólusetningar hér á landi marki upphaf endaloka Covid-19. 29. desember 2020 11:28 Mest lesið Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Controlant þróar og framleiðir hug- og vélbúnað sem gerir lyfjafyrirtækjum á borð við Pfizer rauntímaupplýsingar um staðsetningu og ástand bóluefna og annarra lyfja, bæði í flutningi og geymslu. Flutningarnir eru flóknir í tilfelli bóluefnis Pfizer, sem þarf til dæmis að geymast við um 80 stiga frost. Gísli Herjólfsson forstjóri Controlant sagði í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að fyrirtækið hefði stækkað hratt; tekjurnar hefðu tvöfaldast á þessu ári miðað við í fyrra og gert væri ráð fyrir að þær muni fimmfaldast á næsta ári. Starfsmenn séu nú hátt í 140 og fyrirtækið þannig þrefaldast að stærð á skömmum tíma. Fram hefur komið að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi viðrað hugmyndir við Pfizer um að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kveðst einnig hafa átt í óformlegum viðræðum við Pfizer. Með viðræðunum hafa Þórólfur og Kári það að markmiði að tryggja sem mest bóluefni og bólusetja jafnvel alla þjóðina. Þeir funduðu báðir með Pfizer í gær en hafa ekki viljað upplýsa um hvað fór þar fram. Gísli sagði í Reykjavík síðdegis að þau hjá Controlant hafi „reynt að setja inn gott orð“ hjá Pfizer í þessu samhengi. „[…] og reynt að nýta okkar sambönd til að reyna að ná smá athygli innan Pfizer. […] Það hefur verið ágætlega tekið í það en það sem Pfizer glímir við núna er að það er miklu meiri eftirspurn heldur en framboð,“ sagði Gísli. „Það væri mjög spennandi ef þessi rannsóknarvinkill, sem Þórólfur og Kári eru að reyna að setja á með Pfizer myndi virka, og auðvitað vonar maður innilega að það gangi eftir. Ég hef sjálfur sett inn beiðni, farið eins hátt upp í Pfizer og ég hef beinan aðgang að, til að láta vita af þessu.“ Höfum sennilega fengið mest bóluefni miðað við höfðatölu Gísli kvaðst hafa fengið svör um að beiðninni verði komið áleiðis en benti á að fólkið sem Controlant vinnur mest með innan Pfizer tengist dreifingu bóluefnisins, ekki ákvörðunum um hverjir fái efnið. „En við sjáum til. Við höfum sennilega, miðað við höfðatölu, fengið mest bóluefni hingað til. En betur má ef duga skal.“ Líkt og fram hefur komið hófust bólusetningar með Pfizer-bóluefninu á Íslandi í morgun. Ísland hefur nú tryggt sér skammta frá Pfizer fyrir 125 þúsund manns.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefninu er ekki dælt í æð heldur vöðva Kári Stefánsson sá sig knúinn til að skamma Björn Inga Hrafnsson fyrir rugl í tengslum við bólusetningar. 29. desember 2020 16:08 Fengu óvart fimmfaldan skammt bóluefnis Fjórir starfsmenn hjúkrunarheimilis í norðurhluta Þýskalands voru fluttir á sjúkrahús eftir að átta starfsmenn fengu fyrir mistök fimmfaldan, ráðlagðan skammt af bóluefni gegn Covid-19. Starfsmennirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús til að gæta allrar varúðar eftir að þeir fóru að finna fyrir flensulíkum einkennum. 29. desember 2020 13:04 „Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“ Útlit er fyrir að þriðja bylgja Covid-19 faraldursins sé í nokkurri lægð að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann vonar að upphaf bólusetningar hér á landi marki upphaf endaloka Covid-19. 29. desember 2020 11:28 Mest lesið Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Bóluefninu er ekki dælt í æð heldur vöðva Kári Stefánsson sá sig knúinn til að skamma Björn Inga Hrafnsson fyrir rugl í tengslum við bólusetningar. 29. desember 2020 16:08
Fengu óvart fimmfaldan skammt bóluefnis Fjórir starfsmenn hjúkrunarheimilis í norðurhluta Þýskalands voru fluttir á sjúkrahús eftir að átta starfsmenn fengu fyrir mistök fimmfaldan, ráðlagðan skammt af bóluefni gegn Covid-19. Starfsmennirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús til að gæta allrar varúðar eftir að þeir fóru að finna fyrir flensulíkum einkennum. 29. desember 2020 13:04
„Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“ Útlit er fyrir að þriðja bylgja Covid-19 faraldursins sé í nokkurri lægð að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann vonar að upphaf bólusetningar hér á landi marki upphaf endaloka Covid-19. 29. desember 2020 11:28