Væntir hörmunga í Englandi verði aðgerðir ekki hertar Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2020 16:40 Fjórða stigs aðgerðir fela í sér lokun fyrirtækja og það að fólk haldi sig heima eins og mögulegt sé, svo eitthvað sé nefnt. EPA/Andy Rain Vísindamaður sem hefur ráðlagt yfirvöldum í Englandi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar segir nauðsynlegt að herða sóttvarnir til muna svo koma megi í „hamfarir“ á nýju ári. Smituðum fari hratt fjölgandi í landinu og sporna verði gegn því. Þetta sagði Andrew Hayward í viðtali í útvarpi BBC í dag. Hann sagði nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hefur verið í dreifingu í Englandi gera núverandi sóttvarnaaðgerðir úreltar. Til þess að stöðva útbreiðsluna þurfi fjórða flokks aðgerðir, sem eru nú í gildi í austurhluta Englands, eða jafnvel harðari aðgerðir en það. Fjórða stigs aðgerðir fela í sér lokun fyrirtækja og það að fólk haldi sig heima eins og mögulegt sé, svo eitthvað sé nefnt. Lesa má meira um það og stigakerfið í heild á vef yfirvalda Bretlands. Matt Hancock, heilbrigðismálaráðherra, mun tilkynna mögulegar breytingar á sóttvörnum og samkomubanni í Englandi á morgun. Hann sagði í tísti í dag að heilbrigðiskerfi Englands væri undir gífurlegum þrýstingi vegna faraldursins og að það ástand þurfi að bæta þar til fleiri hafi verið bólusettir. Our NHS is facing unprecedented pressures due to #coronavirusWe must suppress this virus to protect our NHS & save lives until the vaccine can keep us safeThank you to everyone for following the rules in these difficult timeshttps://t.co/I882sQi79E— Matt Hancock (@MattHancock) December 29, 2020 Í gær greindust yfir fjörutíu þúsund með Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem það gerist frá upphafi faraldursins. Þá eru rúmlega tuttugu þúsund manns á sjúkrahúsi með Covid-19 og hafa þeir sömuleiðis aldrei verið fleiri. Sjá einnig: Í fyrsta sinn frá upphafi greindust yfir 40 þúsund á einum degi Neil Ferguson, annar faraldursfræðingur, sagði einnig við BBC í dag að nýja afbrigði veirunnar geri smitvarnir töluvert erfiðari. Það gerði mun erfiðara að viðhalda sóttvörnum og í senn reyna að viðhalda eins eðlilegu líferni borgara og hægt væri. Bráðabirgðaniðurstöður rannsókna sýna ekki fram á að nýja afbrigðið valdi alvarlegri veikindum eða fleiri dauðsföllum. Það dreifist þó meira á milli manna. Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þið eruð ekki ein“ Elísabet Englandsdrottning nýtti tækifærið í jólaávarpi sínu í gær til að fullvissa þau sem hafa átt erfitt, fjarri vinum sínum og fjölskyldu á þessu ári, um að þau séu ekki ein. Hún sagði að það sem marga langi í um jólin sé „einfalt faðmlag eða þétt handtak,“ en að „jafnvel dimmustu um nætur fylgi von með nýjum degi.“ 26. desember 2020 09:49 Níræð kona í Coventry sú fyrsta sem er bólusett gegn Covid-19 Hin níræða Margaret Keenan varð í dag fyrsta manneskjan til þess að vera bólusett gegn Covid-19 í skipulagðri bólusetningu fyrir almenning. 8. desember 2020 08:20 Slaka á sóttvörnum yfir blájólin með „jólakúlum“ Yfirvöld í Bretlandi hafa tilkynnt að slakað verður á samkomutakmörkunum og sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin þar í landi. Ferðatakmörkunum verður aflétt og meðlimir allt að þriggja heimila mega koma saman. 24. nóvember 2020 23:31 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Þetta sagði Andrew Hayward í viðtali í útvarpi BBC í dag. Hann sagði nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hefur verið í dreifingu í Englandi gera núverandi sóttvarnaaðgerðir úreltar. Til þess að stöðva útbreiðsluna þurfi fjórða flokks aðgerðir, sem eru nú í gildi í austurhluta Englands, eða jafnvel harðari aðgerðir en það. Fjórða stigs aðgerðir fela í sér lokun fyrirtækja og það að fólk haldi sig heima eins og mögulegt sé, svo eitthvað sé nefnt. Lesa má meira um það og stigakerfið í heild á vef yfirvalda Bretlands. Matt Hancock, heilbrigðismálaráðherra, mun tilkynna mögulegar breytingar á sóttvörnum og samkomubanni í Englandi á morgun. Hann sagði í tísti í dag að heilbrigðiskerfi Englands væri undir gífurlegum þrýstingi vegna faraldursins og að það ástand þurfi að bæta þar til fleiri hafi verið bólusettir. Our NHS is facing unprecedented pressures due to #coronavirusWe must suppress this virus to protect our NHS & save lives until the vaccine can keep us safeThank you to everyone for following the rules in these difficult timeshttps://t.co/I882sQi79E— Matt Hancock (@MattHancock) December 29, 2020 Í gær greindust yfir fjörutíu þúsund með Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem það gerist frá upphafi faraldursins. Þá eru rúmlega tuttugu þúsund manns á sjúkrahúsi með Covid-19 og hafa þeir sömuleiðis aldrei verið fleiri. Sjá einnig: Í fyrsta sinn frá upphafi greindust yfir 40 þúsund á einum degi Neil Ferguson, annar faraldursfræðingur, sagði einnig við BBC í dag að nýja afbrigði veirunnar geri smitvarnir töluvert erfiðari. Það gerði mun erfiðara að viðhalda sóttvörnum og í senn reyna að viðhalda eins eðlilegu líferni borgara og hægt væri. Bráðabirgðaniðurstöður rannsókna sýna ekki fram á að nýja afbrigðið valdi alvarlegri veikindum eða fleiri dauðsföllum. Það dreifist þó meira á milli manna.
Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þið eruð ekki ein“ Elísabet Englandsdrottning nýtti tækifærið í jólaávarpi sínu í gær til að fullvissa þau sem hafa átt erfitt, fjarri vinum sínum og fjölskyldu á þessu ári, um að þau séu ekki ein. Hún sagði að það sem marga langi í um jólin sé „einfalt faðmlag eða þétt handtak,“ en að „jafnvel dimmustu um nætur fylgi von með nýjum degi.“ 26. desember 2020 09:49 Níræð kona í Coventry sú fyrsta sem er bólusett gegn Covid-19 Hin níræða Margaret Keenan varð í dag fyrsta manneskjan til þess að vera bólusett gegn Covid-19 í skipulagðri bólusetningu fyrir almenning. 8. desember 2020 08:20 Slaka á sóttvörnum yfir blájólin með „jólakúlum“ Yfirvöld í Bretlandi hafa tilkynnt að slakað verður á samkomutakmörkunum og sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin þar í landi. Ferðatakmörkunum verður aflétt og meðlimir allt að þriggja heimila mega koma saman. 24. nóvember 2020 23:31 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
„Þið eruð ekki ein“ Elísabet Englandsdrottning nýtti tækifærið í jólaávarpi sínu í gær til að fullvissa þau sem hafa átt erfitt, fjarri vinum sínum og fjölskyldu á þessu ári, um að þau séu ekki ein. Hún sagði að það sem marga langi í um jólin sé „einfalt faðmlag eða þétt handtak,“ en að „jafnvel dimmustu um nætur fylgi von með nýjum degi.“ 26. desember 2020 09:49
Níræð kona í Coventry sú fyrsta sem er bólusett gegn Covid-19 Hin níræða Margaret Keenan varð í dag fyrsta manneskjan til þess að vera bólusett gegn Covid-19 í skipulagðri bólusetningu fyrir almenning. 8. desember 2020 08:20
Slaka á sóttvörnum yfir blájólin með „jólakúlum“ Yfirvöld í Bretlandi hafa tilkynnt að slakað verður á samkomutakmörkunum og sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin þar í landi. Ferðatakmörkunum verður aflétt og meðlimir allt að þriggja heimila mega koma saman. 24. nóvember 2020 23:31