Forstjóri AstraZeneca hefur fullyrt að fyrirtækið hafi náð að framleiða „sigurformúlu“ sem veiti öfluga virkni eftir tvær sprautur. Bóluefnið er auðveldara í geymslu en bóluefni Pfizer og Biontech og töluvert ódýrara.
Þá er stefnt að því að almennar bólusetningar hefjist um 4. janúar og yrði þá notast við bóluefni frá Pfizer og frá AstraZeneca. Íþróttahallir og fundarsalir yrðu notaðir til bólusetninga og áætlað að hægt verði að bólusetja tvær milljónir með fyrsta skammti fyrstu tvær vikurnar samkvæmt The Telegraph.
Bresk yfirvöld hafa nú þegar pantað hundrað milljónir skammta og er áætlað að afhendingu verði lokið í marsmánuði.