Fagna samningnum sem verður kynntur í dag Sylvía Hall skrifar 25. desember 2020 11:54 Boris Johnson og Ursula von der Leyen ræða saman á fjarfundi í gær. Getty/Andres Parsons Búist er við að kynning verði haldin á samningi vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í dag fyrir fulltrúm þjóða sambandsins. Bretar yfirgáfu sambandið formlega í janúar á þessu ári og átti frestur til að ná útgöngusamningi að renna út 31. desember næstkomandi. Samningurinn er sagður telja eitt þúsund blaðsíður með fjölda viðbótum og neðanmálsgreina. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, var með samninginn í jólaávarpi til Breta í gær og sagði hann tryggja viðskipti og ferðalög Breta innan Evrópu. „Í kvöld hef ég smá gjöf fyrir alla sem eru að leita að einhverju til að lesa í þreyttum hádegisverði eftir jól, og hér er það,“ sagði Johnson og hélt á samningnum. Kvaðst hann vera fullviss um að samningurinn myndi veita viðskiptalífinu, ferðalöngum og fjárfestum ákveðna vissu. Viðskipti verða áfram án tolla milli Breta og aðildarríkja Evrópusambandsins þrátt fyrir að nú verði um tvo aðskilda markaði að ræða. Þá mun sjálfstæður gerðardómur skera úr um ágreiningsmál sem gætu komið upp. Horfa til framtíðar Leiðtogar Bretlands og Evrópusambandsins keppast við að hrósa sigri í samningaviðræðunum. Johnson sagður boða endurfæðingu Bretlands utan Evrópusambandsins á meðan leiðtogar Evrópusambandsins eru sagðir hafa keppst við að minnka skaðann af útgöngu Breta, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins „Við höfum náð stjórn á lögum okkar og örlögum,“ sagð Johnson á blaðamannafundi fyrir utan Downing-stræti í gær. Hann ítrekaði þó að Bretland yrði alltaf hluti af Evrópu í landfræðilegum, menningarlegum og sögulegum skilningi. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði samninginn sanngjarnan og nú væri tími til þess að horfa til framtíðar. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.EPA/JOHANNA GERON Þrátt fyrir að samningurinn sé stór áfangi í útgönguferli Breta er verkefninu ekki lokið. Enn á eftir að fullgilda samninginn og þarf bæði breska þingið og meðlimir Evrópusambandsins að samþykkja endanlega útgáfu. Allar þjóðir sambandsins hafa neitunarvald en samkvæmt breska ríkisútvarpinu er ekki búist við því að þær nýti sér það þar sem samningamenn sambandsins héldu aðildarríkjum upplýstum á meðan ferlinu stóð. Evrópuþingið mun svo afgreiða samninginn snemma á næsta ári. Brexit Bretland Evrópusambandið Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Sjá meira
Samningurinn er sagður telja eitt þúsund blaðsíður með fjölda viðbótum og neðanmálsgreina. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, var með samninginn í jólaávarpi til Breta í gær og sagði hann tryggja viðskipti og ferðalög Breta innan Evrópu. „Í kvöld hef ég smá gjöf fyrir alla sem eru að leita að einhverju til að lesa í þreyttum hádegisverði eftir jól, og hér er það,“ sagði Johnson og hélt á samningnum. Kvaðst hann vera fullviss um að samningurinn myndi veita viðskiptalífinu, ferðalöngum og fjárfestum ákveðna vissu. Viðskipti verða áfram án tolla milli Breta og aðildarríkja Evrópusambandsins þrátt fyrir að nú verði um tvo aðskilda markaði að ræða. Þá mun sjálfstæður gerðardómur skera úr um ágreiningsmál sem gætu komið upp. Horfa til framtíðar Leiðtogar Bretlands og Evrópusambandsins keppast við að hrósa sigri í samningaviðræðunum. Johnson sagður boða endurfæðingu Bretlands utan Evrópusambandsins á meðan leiðtogar Evrópusambandsins eru sagðir hafa keppst við að minnka skaðann af útgöngu Breta, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins „Við höfum náð stjórn á lögum okkar og örlögum,“ sagð Johnson á blaðamannafundi fyrir utan Downing-stræti í gær. Hann ítrekaði þó að Bretland yrði alltaf hluti af Evrópu í landfræðilegum, menningarlegum og sögulegum skilningi. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði samninginn sanngjarnan og nú væri tími til þess að horfa til framtíðar. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.EPA/JOHANNA GERON Þrátt fyrir að samningurinn sé stór áfangi í útgönguferli Breta er verkefninu ekki lokið. Enn á eftir að fullgilda samninginn og þarf bæði breska þingið og meðlimir Evrópusambandsins að samþykkja endanlega útgáfu. Allar þjóðir sambandsins hafa neitunarvald en samkvæmt breska ríkisútvarpinu er ekki búist við því að þær nýti sér það þar sem samningamenn sambandsins héldu aðildarríkjum upplýstum á meðan ferlinu stóð. Evrópuþingið mun svo afgreiða samninginn snemma á næsta ári.
Brexit Bretland Evrópusambandið Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Sjá meira