Rússar beita ráðamenn í ESB viðskiptaþvingunum Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2020 15:30 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði þegar ESB beitti rússneska embættismenn þvingunum, að Rússar myndu beita sambærilegum aðgerðum gegn ESB. EPA/Utanríkisráðuneyti Rússlands Yfirvöld í Rússlandi hafa beitt ráðamenn í Evrópusambandinu viðskiptaþvingunum. Það var gert vegna þvingana sem ESB hafði beitt rússneska embættismenn vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Rússlands segir að viðkomandi aðilum verði meinaður aðgangur að Rússlandi. Ekki er tekið fram um hverja er að ræða að öðru leyti en að þeir bæru ábyrgð á „and-rússneskum“ þvingunum ESB. Enn fremur segir í þessari yfirlýsingu, samkvæmt frétt Politico, að þvinganirnar gagnvart Rússlandi brjóti gegn alþjóðalögum og séu „óvinveittar“. Nauðsynlegt hafi verið að bregðast við þeim. Þvinganirnar voru tilkynntar eftir að sendiherrar Þýskalands, Frakklands og Svíþjóðar voru kallaðir á fund í Kreml. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberíu þann 20. ágúst. Flugvélinni var fljótt lent og hann fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitri sem þróað var í Sovétríkjunum. Í kjölfarið beitti ESB sex meðlimi ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum. Meðal þeirra sem um ræðir er Alexander Bortnikov, yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands (FSB), og tveir aðstoðarvarnamálaráðherrar. Þar að auki hefur Sergei Kirijenko, sem er háttsettur embættismaður í ríkisstjórninni verið beittur viðskiptaþvingunum. Utanríkisráðuneyti Þýskalands, þar sem Navalní heldur nú til, segir refsiaðgerðir Rússa vera óréttlætanlegar. Málið gangi ekki í báðar áttir þar sem Rússar hafi brotið alþjóðalög varðandi notkun taugaeiturs. Samkvæmt AFP fréttaveitunni halda Þjóðverjar áfram að krefjast þess að yfirvöld í Rússlandi útskýri notkun efnavopns gegn rússneskum borgara en heimildarmaður fréttaveitunnar innan utanríkisráðuneytis Þýskalands segir Rússa ekki hafa viljað gera það. Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, var í morgun spurð út í myndband Navalní frá því í gær þar sem hann sagðist hafa platað starfsmann leyniþjónustu Rússlands (FSB) til að ræða við sig um eitrunina. Forsvarsmenn FSB segja símtalið vera tilbúning og Peskov sagði Navalní eiga við geðræn vandamál að stríða. Án þess að nefna Navalní á nafn, eins og Pútín gerir ávalt þegar hann er spurður út í Navalní, sagði Peskov að „sjúklingurinn“ (Navalní) væri haldinn ofsóknaræði og mikilmennskuæði. Peskov tók fram að þar væri um hans eigin skoðun að ræða. Kira Jarmísj, talskona Navalní, benti á í samtali við Reuters fréttaveituna að Pútín hefði sjálfur viðurkennt að útsendarar FSB hefðu lengi fylgt Navalní eftir. Það væri því skrítið að saka hann núna um ofsóknaræði. Rússland Evrópusambandið Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Rússlands segir að viðkomandi aðilum verði meinaður aðgangur að Rússlandi. Ekki er tekið fram um hverja er að ræða að öðru leyti en að þeir bæru ábyrgð á „and-rússneskum“ þvingunum ESB. Enn fremur segir í þessari yfirlýsingu, samkvæmt frétt Politico, að þvinganirnar gagnvart Rússlandi brjóti gegn alþjóðalögum og séu „óvinveittar“. Nauðsynlegt hafi verið að bregðast við þeim. Þvinganirnar voru tilkynntar eftir að sendiherrar Þýskalands, Frakklands og Svíþjóðar voru kallaðir á fund í Kreml. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberíu þann 20. ágúst. Flugvélinni var fljótt lent og hann fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitri sem þróað var í Sovétríkjunum. Í kjölfarið beitti ESB sex meðlimi ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum. Meðal þeirra sem um ræðir er Alexander Bortnikov, yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands (FSB), og tveir aðstoðarvarnamálaráðherrar. Þar að auki hefur Sergei Kirijenko, sem er háttsettur embættismaður í ríkisstjórninni verið beittur viðskiptaþvingunum. Utanríkisráðuneyti Þýskalands, þar sem Navalní heldur nú til, segir refsiaðgerðir Rússa vera óréttlætanlegar. Málið gangi ekki í báðar áttir þar sem Rússar hafi brotið alþjóðalög varðandi notkun taugaeiturs. Samkvæmt AFP fréttaveitunni halda Þjóðverjar áfram að krefjast þess að yfirvöld í Rússlandi útskýri notkun efnavopns gegn rússneskum borgara en heimildarmaður fréttaveitunnar innan utanríkisráðuneytis Þýskalands segir Rússa ekki hafa viljað gera það. Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, var í morgun spurð út í myndband Navalní frá því í gær þar sem hann sagðist hafa platað starfsmann leyniþjónustu Rússlands (FSB) til að ræða við sig um eitrunina. Forsvarsmenn FSB segja símtalið vera tilbúning og Peskov sagði Navalní eiga við geðræn vandamál að stríða. Án þess að nefna Navalní á nafn, eins og Pútín gerir ávalt þegar hann er spurður út í Navalní, sagði Peskov að „sjúklingurinn“ (Navalní) væri haldinn ofsóknaræði og mikilmennskuæði. Peskov tók fram að þar væri um hans eigin skoðun að ræða. Kira Jarmísj, talskona Navalní, benti á í samtali við Reuters fréttaveituna að Pútín hefði sjálfur viðurkennt að útsendarar FSB hefðu lengi fylgt Navalní eftir. Það væri því skrítið að saka hann núna um ofsóknaræði.
Rússland Evrópusambandið Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent