Var alltaf í mikilli ofþyngd en tók málin í eigin hendur og er í dag sjónvarpsstjarna fyrir norðan Stefán Árni Pálsson skrifar 22. desember 2020 10:30 Skúli var 140 kíló þegar hann kláraði grunnskóla. Sjónvarpsmaðurinn og frumkvöðullinn Skúli Bragi Geirdal hefur gjörbreytt lífi sínu með breyttum lífsstíl og gerði það á skynsaman hátt. Hann gerði það hægt og rólega. Hann var aðeins 16 ára kominn á blóðþrýstingslyf vegna ofþyngdar og hann var einnig mjög langt niðri andlega. „Ég var alltaf í mikilli yfirþyngd og alltaf strákurinn sem var hringaður í leikfimi og var alltaf feiti strákurinn án þess að upplifa mig endilega sem feiti strákurinn,“ segir Skúli í samtali við Völu Matt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta ágerðist og svo var komið að því að ég var farinn að fá mikla hausverki og átti erfitt með að einbeita mér í tímum. Þá var ég sendur til læknis og settur á blóðþrýstingslækkandi lyf af því að þrýstingurinn minn var orðinn svo mikill. Þetta var svona vakning fyrir mig, að ég þyrfti nú að gera eitthvað í mínum málum.“ Hann segist fljótlega hafa áttað sig á því að tímabundnir kúrar sem skiluðu tímabundnum lausnum væru ekki málið. Hafði lítið fram að bjóða í þessum líkama „Lífstílsbreyting var í rauninni það eina sem væri í boði. Ég var þarna mjög feiminn strákur og heyri það oft að ég hafi verið strákurinn sem gekk með veggjum og tók ekki mikið þátt í félagslífinu. Ég hafði ekki trú á sjálfum mér og hafði því ekki trú á að neinn annar gerði það heldur. Mér fannst ég hafa mjög lítið fram að bjóða í þessum líkama.“ Þegar Skúli útskrifaðist úr grunnskóla var hann 140 kíló en nokkrum árum seinna tók hann þátt í Íslandsmóti í Fitness og Skúli öðlaðist svo mikið sjálfstraust og styrk að hann fór að vinna sem sjónvarpsmaður hjá N4 og svo er hann kominn út í frumkvöðlastarf þar sem hann framleiðir nú margverðlaunuð kaffimál úr korgi og skemmtileg spil. „Það var ótrúleg tilfinning að taka þátt og eitthvað sem ég hélt að ég gæti aldrei gert. Þarna þurfti andlega líðan að vera komin á þann stað að ég treysti mér hreinlega til þess að taka þátt.“ „Það var ótrúleg tilfinning að taka þátt og eitthvað sem ég hélt að ég gæti aldrei gert. Þarna þurfti andlega líðan að vera komin á þann stað að ég treysti mér hreinlega til þess að taka þátt,“ segir Skúli en eins og áður segir er hann í dag sjónvarpsmaður á N4. „Það að stíga fyrir framan myndavél er eitthvað sem feimni feiti Skúli hefði aldrei getað gert,“ segir hann en með auknu sjálfstrausti hefur Skúli einnig verið óhræddur við að segja frá því hvernig hann notar farða og snyrtivörur. Til að byrja með varð hann að læra að sminka sig fyrir útsendingar hjá N4 en í dag farðar Skúli sig stundum þegar hann fer fínt út að borða, til að líta betur út og skammast sín ekkert fyrir það. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Heilsa Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
„Ég var alltaf í mikilli yfirþyngd og alltaf strákurinn sem var hringaður í leikfimi og var alltaf feiti strákurinn án þess að upplifa mig endilega sem feiti strákurinn,“ segir Skúli í samtali við Völu Matt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta ágerðist og svo var komið að því að ég var farinn að fá mikla hausverki og átti erfitt með að einbeita mér í tímum. Þá var ég sendur til læknis og settur á blóðþrýstingslækkandi lyf af því að þrýstingurinn minn var orðinn svo mikill. Þetta var svona vakning fyrir mig, að ég þyrfti nú að gera eitthvað í mínum málum.“ Hann segist fljótlega hafa áttað sig á því að tímabundnir kúrar sem skiluðu tímabundnum lausnum væru ekki málið. Hafði lítið fram að bjóða í þessum líkama „Lífstílsbreyting var í rauninni það eina sem væri í boði. Ég var þarna mjög feiminn strákur og heyri það oft að ég hafi verið strákurinn sem gekk með veggjum og tók ekki mikið þátt í félagslífinu. Ég hafði ekki trú á sjálfum mér og hafði því ekki trú á að neinn annar gerði það heldur. Mér fannst ég hafa mjög lítið fram að bjóða í þessum líkama.“ Þegar Skúli útskrifaðist úr grunnskóla var hann 140 kíló en nokkrum árum seinna tók hann þátt í Íslandsmóti í Fitness og Skúli öðlaðist svo mikið sjálfstraust og styrk að hann fór að vinna sem sjónvarpsmaður hjá N4 og svo er hann kominn út í frumkvöðlastarf þar sem hann framleiðir nú margverðlaunuð kaffimál úr korgi og skemmtileg spil. „Það var ótrúleg tilfinning að taka þátt og eitthvað sem ég hélt að ég gæti aldrei gert. Þarna þurfti andlega líðan að vera komin á þann stað að ég treysti mér hreinlega til þess að taka þátt.“ „Það var ótrúleg tilfinning að taka þátt og eitthvað sem ég hélt að ég gæti aldrei gert. Þarna þurfti andlega líðan að vera komin á þann stað að ég treysti mér hreinlega til þess að taka þátt,“ segir Skúli en eins og áður segir er hann í dag sjónvarpsmaður á N4. „Það að stíga fyrir framan myndavél er eitthvað sem feimni feiti Skúli hefði aldrei getað gert,“ segir hann en með auknu sjálfstrausti hefur Skúli einnig verið óhræddur við að segja frá því hvernig hann notar farða og snyrtivörur. Til að byrja með varð hann að læra að sminka sig fyrir útsendingar hjá N4 en í dag farðar Skúli sig stundum þegar hann fer fínt út að borða, til að líta betur út og skammast sín ekkert fyrir það. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Heilsa Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira