Svíar og Frakkar loka á Bretland Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. desember 2020 19:54 Mikael Damberg er innanríkisráðherra Svíþjóðar. Dursun Aydemir/Anadolu Agency via Getty Svíþjóð og Frakkland hafa bæst í hóp þeirra Evrópuríkja sem hafa sett takmörk á eða bannað alfarið samgöngur frá Bretlandi vegna nýs afbrigðis kórónuveiru sem dreifst hefur um Bretland, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. Í frétt sænska ríkisútvarpsins er haft eftir Mikael Damber, innanríkisráðherra Svíþjóðar, að hann vonist til að bann við samgöngum frá Bretlandi til Svíþjóðar muni taka gildi sem allra fyrst. Þá segir í fréttinni að ekki liggi fyrir hvernig bannið verði nákvæmlega útfært. Það muni þó taka til samgangna á vegum, sjó og í lofti. Gert er ráð fyrir að það verði formlega tilkynnt og taki gildi á morgun. Þó verði ekki hægt að banna sænskum ríkisborgurum að koma til landsins, en mesta óvissan um útfærslu reglnanna snýr einmitt að þeim. Það kann að fara svo að Svíar sem koma frá Bretlandi muni þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins, að því er fram kemur í frétt SVT. Frakkar loka í tvo sólarhringa Eins og áður sagði hafa Frakkar einnig lokað á samgöngur frá Bretlandi. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að bannið muni taka gildi á miðnætti, og gilda í 48 klukkustundir. Frönsk yfirvöld segja þann tíma vera nægan til þess að Evrópulönd geti komið sér saman um samhæfð viðbrögð við vendingum í Bretlandi. Áður höfðu Írland, Ítalía, Holland og Belgía öll lokað á samgöngur frá Bretlandi. Á morgun munu fulltrúar Evrópusambandsríkja funda um næstu skref, með það fyrir augum að samhæfa viðbrögð aðildarríkja. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Svíþjóð Frakkland Tengdar fréttir „Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24 Banna flug frá Bretlandi vegna nýja afbrigðisins Nokkur Evrópulönd hafa gripið til þeirra ráða að banna samgöngur frá Bretlandi og hefur flugi til að mynda verið aflýst. Er þetta gert vegna þess nýja afbrigðis kórónuveirunnar sem hefur fundist í Bretlandi og er talið vera sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 13:30 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Í frétt sænska ríkisútvarpsins er haft eftir Mikael Damber, innanríkisráðherra Svíþjóðar, að hann vonist til að bann við samgöngum frá Bretlandi til Svíþjóðar muni taka gildi sem allra fyrst. Þá segir í fréttinni að ekki liggi fyrir hvernig bannið verði nákvæmlega útfært. Það muni þó taka til samgangna á vegum, sjó og í lofti. Gert er ráð fyrir að það verði formlega tilkynnt og taki gildi á morgun. Þó verði ekki hægt að banna sænskum ríkisborgurum að koma til landsins, en mesta óvissan um útfærslu reglnanna snýr einmitt að þeim. Það kann að fara svo að Svíar sem koma frá Bretlandi muni þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins, að því er fram kemur í frétt SVT. Frakkar loka í tvo sólarhringa Eins og áður sagði hafa Frakkar einnig lokað á samgöngur frá Bretlandi. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að bannið muni taka gildi á miðnætti, og gilda í 48 klukkustundir. Frönsk yfirvöld segja þann tíma vera nægan til þess að Evrópulönd geti komið sér saman um samhæfð viðbrögð við vendingum í Bretlandi. Áður höfðu Írland, Ítalía, Holland og Belgía öll lokað á samgöngur frá Bretlandi. Á morgun munu fulltrúar Evrópusambandsríkja funda um næstu skref, með það fyrir augum að samhæfa viðbrögð aðildarríkja.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Svíþjóð Frakkland Tengdar fréttir „Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24 Banna flug frá Bretlandi vegna nýja afbrigðisins Nokkur Evrópulönd hafa gripið til þeirra ráða að banna samgöngur frá Bretlandi og hefur flugi til að mynda verið aflýst. Er þetta gert vegna þess nýja afbrigðis kórónuveirunnar sem hefur fundist í Bretlandi og er talið vera sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 13:30 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
„Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24
Banna flug frá Bretlandi vegna nýja afbrigðisins Nokkur Evrópulönd hafa gripið til þeirra ráða að banna samgöngur frá Bretlandi og hefur flugi til að mynda verið aflýst. Er þetta gert vegna þess nýja afbrigðis kórónuveirunnar sem hefur fundist í Bretlandi og er talið vera sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 13:30