Ronaldo með tvennu þegar Juve burstaði Parma Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. desember 2020 21:44 Gleðin við völd. vísir/Getty Ítalíumeistarar Juventus áttu ekki í neinum vandræðum með Parma í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Á 23.mínútu kom Svíinn Dejan Kulusevski Juventus í forystu en hann gekk í raðir meistaranna frá Parma síðasta sumar. Nokkrum mínútum síðar stimplaði Cristiano Ronaldo sig inn með flottu skallamarki. Ronaldo var aftur á ferðinni í upphafi síðari hálfleiks þegar hann kom Juventus í 0-3 með öðru marki sínu. Alvaro Morata rak svo síðasta naglann í kistu Parma með marki á 86.mínútu. Lokatölur 0-4. Juventus enn taplaust á tímabilinu og er nú aðeins einu stigi á eftir toppliði AC Milan, sem á þó leik til góða. Ítalski boltinn
Ítalíumeistarar Juventus áttu ekki í neinum vandræðum með Parma í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Á 23.mínútu kom Svíinn Dejan Kulusevski Juventus í forystu en hann gekk í raðir meistaranna frá Parma síðasta sumar. Nokkrum mínútum síðar stimplaði Cristiano Ronaldo sig inn með flottu skallamarki. Ronaldo var aftur á ferðinni í upphafi síðari hálfleiks þegar hann kom Juventus í 0-3 með öðru marki sínu. Alvaro Morata rak svo síðasta naglann í kistu Parma með marki á 86.mínútu. Lokatölur 0-4. Juventus enn taplaust á tímabilinu og er nú aðeins einu stigi á eftir toppliði AC Milan, sem á þó leik til góða.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti