Lenda alltaf undir á útivelli en vinna samt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. desember 2020 15:30 Þessir tveir sáu til þess að Man United vann sinn tíunda útileik í röð i ensku úrvalsdeildinni í gær. EPA-EFE/Laurence Griffiths Sigur Manchester United á Sheffield United í gærkvöld var tíundi sigur liðsins á útivelli í röð í ensku úrvalsdeildinni. Á þessu tímabili hefur liðið alltaf lent undir á útivelli en samt tekist að knýja fram sigur. Eins og vanalega lenti Manchester United undir er liðið mætti Sheffield United á Bramall Lane í Sheffield í gærkvöld. Man Utd hefur nú leikið alls sex leiki á útivelli í ensku úrvalsdeildinni, alltaf lent undir og alltaf unnið. Á því var engin breyting í gær. Eftir að David McGoldrick kom heimamönnum yfir svöruðu gestirnir með þremur mörkum. Tvö frá Marcus Rashford og eitt frá Anthony Martial. McGoldrick skoraði reyndar aftur undir lok leiks en leiknum lauk með 3-2 sigri Man Utd. Var þetta tíundi útisigur Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í röð, sem er met. Sex hafa komið á þessari leiktíð en fjórir á þeirri síðustu. Þá hélt Man Utd þrívegis hreinu, eitthvað sem hefur ekki enn gerst á þessari leiktíð. 10 - Manchester United are the fourth side in English top-flight history to record 10 consecutive away league wins, after Spurs (10 between April & October 1960), Chelsea (11 between April & December 2008) and Manchester City (11 between May & December 2017). Marching. pic.twitter.com/KErNCybCN3— OptaJoe (@OptaJoe) December 17, 2020 Þó svo að Ole Gunnar Solskjær geti huggað sig við það að hans menn komi alltaf til baka þá er varnarleikur liðsins í heild mikið áhyggjuefni og hefur það svo sannarlega kostað liðið í Meistaradeild Evrópu sem og á heimavelli sínum Old Trafford. Hefur liðið til að mynda fengið á sig 22 mörk í aðeins 12 deildarleikjum. Þá hefur spænski markvörðurinn David De Gea fengið mikla gagnrýni í vetur en kollegi hans Dean Henderson stóð milli stanganna í gær. Mistök hans gáfu Sheffield forystuna en síðara markið kom eftir hornspyrnu, þriðja útileikinn í röð í ensku úrvalsdeildinni. Að því sögðu er Man Utd í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 23 stig, fimm stigum minna en topplið Liverpool. Lærisveinar Solskjær eiga hins vegar leik til góða á öll liðin fyrir ofan sig í töflunni. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Martraðarbyrjun varð United ekki að falli Manchester United vann mikilvægan sigur á botnliði Sheffield United, 3-2, á útivelli í kvöld er liðin mættust á Bramall Lane í Sheffield. 17. desember 2020 21:56 Solskjær segir Henderson hafa staðist prófið með glæsibrag þrátt fyrir mistökin Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði markverðinum Dean Henderson eftir sigurinn á Sheffield United, 2-3, þrátt fyrir að mistök hans í fyrra marki heimamanna. 18. desember 2020 08:31 Solskjær um brottrekstur Bilic: „Vonandi fara fleiri að hugsa til langs tíma“ Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er vonsvikinn yfir því að sjá Slaven Bilic missa starfið hjá WBA en Bilic fékk reisupassann í gær. 17. desember 2020 23:00 Guardiola sagðist ekki þjálfa tæklingar en Solskjær virðist ekki þjálfa varnarleik Pep Guardiola sagði á sínu fyrsta ári hjá Manchester City að hann þjálfaði ekki tæklingar. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man United, virðist hafa tekið þetta skrefi lengra og einfaldlega sleppt því að þjálfa varnarleik yfir höfuð. 9. desember 2020 17:45 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira
Eins og vanalega lenti Manchester United undir er liðið mætti Sheffield United á Bramall Lane í Sheffield í gærkvöld. Man Utd hefur nú leikið alls sex leiki á útivelli í ensku úrvalsdeildinni, alltaf lent undir og alltaf unnið. Á því var engin breyting í gær. Eftir að David McGoldrick kom heimamönnum yfir svöruðu gestirnir með þremur mörkum. Tvö frá Marcus Rashford og eitt frá Anthony Martial. McGoldrick skoraði reyndar aftur undir lok leiks en leiknum lauk með 3-2 sigri Man Utd. Var þetta tíundi útisigur Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í röð, sem er met. Sex hafa komið á þessari leiktíð en fjórir á þeirri síðustu. Þá hélt Man Utd þrívegis hreinu, eitthvað sem hefur ekki enn gerst á þessari leiktíð. 10 - Manchester United are the fourth side in English top-flight history to record 10 consecutive away league wins, after Spurs (10 between April & October 1960), Chelsea (11 between April & December 2008) and Manchester City (11 between May & December 2017). Marching. pic.twitter.com/KErNCybCN3— OptaJoe (@OptaJoe) December 17, 2020 Þó svo að Ole Gunnar Solskjær geti huggað sig við það að hans menn komi alltaf til baka þá er varnarleikur liðsins í heild mikið áhyggjuefni og hefur það svo sannarlega kostað liðið í Meistaradeild Evrópu sem og á heimavelli sínum Old Trafford. Hefur liðið til að mynda fengið á sig 22 mörk í aðeins 12 deildarleikjum. Þá hefur spænski markvörðurinn David De Gea fengið mikla gagnrýni í vetur en kollegi hans Dean Henderson stóð milli stanganna í gær. Mistök hans gáfu Sheffield forystuna en síðara markið kom eftir hornspyrnu, þriðja útileikinn í röð í ensku úrvalsdeildinni. Að því sögðu er Man Utd í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 23 stig, fimm stigum minna en topplið Liverpool. Lærisveinar Solskjær eiga hins vegar leik til góða á öll liðin fyrir ofan sig í töflunni.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Martraðarbyrjun varð United ekki að falli Manchester United vann mikilvægan sigur á botnliði Sheffield United, 3-2, á útivelli í kvöld er liðin mættust á Bramall Lane í Sheffield. 17. desember 2020 21:56 Solskjær segir Henderson hafa staðist prófið með glæsibrag þrátt fyrir mistökin Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði markverðinum Dean Henderson eftir sigurinn á Sheffield United, 2-3, þrátt fyrir að mistök hans í fyrra marki heimamanna. 18. desember 2020 08:31 Solskjær um brottrekstur Bilic: „Vonandi fara fleiri að hugsa til langs tíma“ Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er vonsvikinn yfir því að sjá Slaven Bilic missa starfið hjá WBA en Bilic fékk reisupassann í gær. 17. desember 2020 23:00 Guardiola sagðist ekki þjálfa tæklingar en Solskjær virðist ekki þjálfa varnarleik Pep Guardiola sagði á sínu fyrsta ári hjá Manchester City að hann þjálfaði ekki tæklingar. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man United, virðist hafa tekið þetta skrefi lengra og einfaldlega sleppt því að þjálfa varnarleik yfir höfuð. 9. desember 2020 17:45 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira
Martraðarbyrjun varð United ekki að falli Manchester United vann mikilvægan sigur á botnliði Sheffield United, 3-2, á útivelli í kvöld er liðin mættust á Bramall Lane í Sheffield. 17. desember 2020 21:56
Solskjær segir Henderson hafa staðist prófið með glæsibrag þrátt fyrir mistökin Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði markverðinum Dean Henderson eftir sigurinn á Sheffield United, 2-3, þrátt fyrir að mistök hans í fyrra marki heimamanna. 18. desember 2020 08:31
Solskjær um brottrekstur Bilic: „Vonandi fara fleiri að hugsa til langs tíma“ Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er vonsvikinn yfir því að sjá Slaven Bilic missa starfið hjá WBA en Bilic fékk reisupassann í gær. 17. desember 2020 23:00
Guardiola sagðist ekki þjálfa tæklingar en Solskjær virðist ekki þjálfa varnarleik Pep Guardiola sagði á sínu fyrsta ári hjá Manchester City að hann þjálfaði ekki tæklingar. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man United, virðist hafa tekið þetta skrefi lengra og einfaldlega sleppt því að þjálfa varnarleik yfir höfuð. 9. desember 2020 17:45