„Ég tel að okkur hafi mistekist“ Atli Ísleifsson skrifar 17. desember 2020 08:11 Karl Gústaf, konungur Svíþjóðar, segir agalegt að margir hafi ekki fengið tækifæri til að kveðja sína nánustu vegna kórónuveirunnar. Getty Karl Gústaf Svíakonungur telur að Svíum hafi mistekist að standa vörð um líf samborgara sinna á tímum heimsfaraldursins. „Sænska þjóðin hefur þurft að líða stórkostlegar þjáningar við erfiðar aðstæður,“ segir konungurinn. Þetta segir Karl Gústaf í árlegum sjónvarpsþætti, Árið með konungsfjölskyldunni, en brot út þættinum hefur nú verið birt í sænskum fjölmiðlum. „Ég tel að okkur hafi mistekist. Við höfum séð mikinn fjölda láta lífið og það er skelfilegt. Við þjáumst öll vegna þessa,“ segir konungurinn í þættinum. Nærri átta þúsund látnir Framan af faraldrinum fóru Svíar nokkuð aðra leið en flestar aðrar þjóðir í kring og reyndu að halda samfélaginu eins og opnu og hægt var. Var ekki gripið til jafn harðra aðgerða og flestar nágrannaþjóðir ákváðu að gera. Alls eru skráð kórónuveirusmit í landinu nú um 350 þúsund frá upphafi faraldursins og dauðsföllin tæplega átta þúsund. Ekki haft tækifæri til að kveðja sína nánustu Konungurinn segir marga hafa látist af völdum Covid-19 í Svíþjóð og ljóst að margir hafi ekki haft tækifæri til að kveðja sína nánustu. Hann segist harma það mjög. „Maður hugsar um alla þá í fjölskyldum sem hafa lent í því að geta ekki kvatt aðra í fjölskyldu sinni. Ég tel þetta vera þunga reynslu sem valdi áfalli, að geta ekki kvatt almennilega.“ Aðspurður um hvort að hann sé sjálfur hræddur um að smitast af kórónuveirunni segir konungur: „Að undanförnu hefur þetta verið áþreifanlegra og þetta hefur færst nær og nær manni. Þetta er ekki eitthvað sem maður óskar sér.“ Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Karl Filippus prins, sonur konungs, og Sofia prinsessa hafi greinst með Covid-19. Svíþjóð Kóngafólk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Karl Gústaf XVI Svíakonungur Tengdar fréttir Sænski prinsinn og Sofía prinsessa með Covid-19 Sænski prinsinn Karl Filippus og Sofía prinsessa, eiginkona hans, hafa greinst með Covid-19. 26. nóvember 2020 08:47 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Þetta segir Karl Gústaf í árlegum sjónvarpsþætti, Árið með konungsfjölskyldunni, en brot út þættinum hefur nú verið birt í sænskum fjölmiðlum. „Ég tel að okkur hafi mistekist. Við höfum séð mikinn fjölda láta lífið og það er skelfilegt. Við þjáumst öll vegna þessa,“ segir konungurinn í þættinum. Nærri átta þúsund látnir Framan af faraldrinum fóru Svíar nokkuð aðra leið en flestar aðrar þjóðir í kring og reyndu að halda samfélaginu eins og opnu og hægt var. Var ekki gripið til jafn harðra aðgerða og flestar nágrannaþjóðir ákváðu að gera. Alls eru skráð kórónuveirusmit í landinu nú um 350 þúsund frá upphafi faraldursins og dauðsföllin tæplega átta þúsund. Ekki haft tækifæri til að kveðja sína nánustu Konungurinn segir marga hafa látist af völdum Covid-19 í Svíþjóð og ljóst að margir hafi ekki haft tækifæri til að kveðja sína nánustu. Hann segist harma það mjög. „Maður hugsar um alla þá í fjölskyldum sem hafa lent í því að geta ekki kvatt aðra í fjölskyldu sinni. Ég tel þetta vera þunga reynslu sem valdi áfalli, að geta ekki kvatt almennilega.“ Aðspurður um hvort að hann sé sjálfur hræddur um að smitast af kórónuveirunni segir konungur: „Að undanförnu hefur þetta verið áþreifanlegra og þetta hefur færst nær og nær manni. Þetta er ekki eitthvað sem maður óskar sér.“ Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Karl Filippus prins, sonur konungs, og Sofia prinsessa hafi greinst með Covid-19.
Svíþjóð Kóngafólk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Karl Gústaf XVI Svíakonungur Tengdar fréttir Sænski prinsinn og Sofía prinsessa með Covid-19 Sænski prinsinn Karl Filippus og Sofía prinsessa, eiginkona hans, hafa greinst með Covid-19. 26. nóvember 2020 08:47 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Sænski prinsinn og Sofía prinsessa með Covid-19 Sænski prinsinn Karl Filippus og Sofía prinsessa, eiginkona hans, hafa greinst með Covid-19. 26. nóvember 2020 08:47