Segja þriggja fjölskyldna samkomur munu leiða til fleiri dauðsfalla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. desember 2020 13:45 Bresk stjórnvöld hafa þráast við að viðhafa hertar reglur yfir jól. epa/Andy Rain Tvö af áhrifamestu heilbrigðistímaritum Bretlands hafa sameinast um leiðara í annað sinn í meira en hundrað ár og varað við því að ef stjórnvöld herða ekki aðgerðir yfir jól, frekar en að aflétta þeim, muni ástandið verða heilbrigðiskerfinu ofviða. Í ritstjórnargreininni segir að margir muni deyja ef stjórnvöld halda óbreyttri stefnu og heimila þremur fjölskyldum að hittast yfir fimm daga, líkt og áætlanir gera ráð fyrir. 64.402 hafa látist af völdum Covid-19 í Bretlandi og tilkynnt var í gær að Lundúnir hefðu verið færðar upp á hæsta viðbúnaðarstig vegna aukins fjölda greindra. Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, hefur einnig kallað eftir því að stjórnvöld endurskoði þær reglur sem eiga að gilda yfir jólin en ráðherrar hafa hingað til gert lítið úr áköllum þess efnis og sagt að það sé undir einstaklingum komið að hegða sér með ábyrgum hætti. Aukinn fjöldi smita komi verst niður á öðrum sjúklingum British Medical Journal og Health Service Journal segja að Bretar ættu að fara að fordæmi Þjóðverja, Ítala og Hollendinga, sem hafa nýtilkynnt um hertar aðgerðir. Þeir sem skrifa fyrir tímaritin segja að öðrum kosti muni heilbrigðistþjónustan standa frammi fyrir því eftir jól að fresta öllum valkvæðum aðgerðum eða bugast undan þunga álagsins vegna Covid-19. „Þeir sem þjást af öðrum sjúkdómum munu að öllum líkindum verða fyrir mestum áhrifum vegna aukins fjölda Covid tilvika,“ segja þeir meðal annars. Þá segir í greininni að stjórnvöld hefðu verið sein til að fyrirskipa takmarkanir í vor og aftur í haust og að peningum hefði verið sóað í gallað rakningakerfi. „[Stjórnvöld] ættu að snúa skyndiákvörðun sinni að leyfa einstaklingum af ólíkum heimilum að hittast og framlengja þess í stað viðvörunarkerfið yfir á hið fimm daga jólatímabil til þess að ná fjölda tilfella niður áður en líkleg þriðja bylgja gengur yfir.“ Steve Barcley, undirráðherra í fjármálaráðuneytinu, sagði hins vegar í samtali við útvarpsstöðina LBC að um væri að ræða erfitt tímabil og að stjórnvöld vildu ekki refsa fjölskyldum fyrir að koma saman á jólum. Reuters greindi frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59 Öllum skólum og flestum verslunum í Hollandi lokað Yfirvöld í Hollandi hafa boðað hertari aðgerðir til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þetta verður í annað sinn sem svo harðar aðgerðir eru teknar í gildi en nú verður öllum skólum og verslunum lokað í minnst fimm vikur. 14. desember 2020 22:38 Jólasveinn smitaði mikinn fjölda á belgísku hjúkrunarheimili 61 íbúar og fjórtán starfsmenn á hjúkrunarheimili í bænum Mol fyrir utan Antwerpen í Belgíu hafa nú greinst með kórónuveiruna. Grunur er um að rekja megi smitin til manns sem ráðinn var til að mæta í jólasveinabúningi til að koma íbúum í jólaskap. 14. desember 2020 12:40 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Sjá meira
Í ritstjórnargreininni segir að margir muni deyja ef stjórnvöld halda óbreyttri stefnu og heimila þremur fjölskyldum að hittast yfir fimm daga, líkt og áætlanir gera ráð fyrir. 64.402 hafa látist af völdum Covid-19 í Bretlandi og tilkynnt var í gær að Lundúnir hefðu verið færðar upp á hæsta viðbúnaðarstig vegna aukins fjölda greindra. Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, hefur einnig kallað eftir því að stjórnvöld endurskoði þær reglur sem eiga að gilda yfir jólin en ráðherrar hafa hingað til gert lítið úr áköllum þess efnis og sagt að það sé undir einstaklingum komið að hegða sér með ábyrgum hætti. Aukinn fjöldi smita komi verst niður á öðrum sjúklingum British Medical Journal og Health Service Journal segja að Bretar ættu að fara að fordæmi Þjóðverja, Ítala og Hollendinga, sem hafa nýtilkynnt um hertar aðgerðir. Þeir sem skrifa fyrir tímaritin segja að öðrum kosti muni heilbrigðistþjónustan standa frammi fyrir því eftir jól að fresta öllum valkvæðum aðgerðum eða bugast undan þunga álagsins vegna Covid-19. „Þeir sem þjást af öðrum sjúkdómum munu að öllum líkindum verða fyrir mestum áhrifum vegna aukins fjölda Covid tilvika,“ segja þeir meðal annars. Þá segir í greininni að stjórnvöld hefðu verið sein til að fyrirskipa takmarkanir í vor og aftur í haust og að peningum hefði verið sóað í gallað rakningakerfi. „[Stjórnvöld] ættu að snúa skyndiákvörðun sinni að leyfa einstaklingum af ólíkum heimilum að hittast og framlengja þess í stað viðvörunarkerfið yfir á hið fimm daga jólatímabil til þess að ná fjölda tilfella niður áður en líkleg þriðja bylgja gengur yfir.“ Steve Barcley, undirráðherra í fjármálaráðuneytinu, sagði hins vegar í samtali við útvarpsstöðina LBC að um væri að ræða erfitt tímabil og að stjórnvöld vildu ekki refsa fjölskyldum fyrir að koma saman á jólum. Reuters greindi frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59 Öllum skólum og flestum verslunum í Hollandi lokað Yfirvöld í Hollandi hafa boðað hertari aðgerðir til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þetta verður í annað sinn sem svo harðar aðgerðir eru teknar í gildi en nú verður öllum skólum og verslunum lokað í minnst fimm vikur. 14. desember 2020 22:38 Jólasveinn smitaði mikinn fjölda á belgísku hjúkrunarheimili 61 íbúar og fjórtán starfsmenn á hjúkrunarheimili í bænum Mol fyrir utan Antwerpen í Belgíu hafa nú greinst með kórónuveiruna. Grunur er um að rekja megi smitin til manns sem ráðinn var til að mæta í jólasveinabúningi til að koma íbúum í jólaskap. 14. desember 2020 12:40 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Sjá meira
Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59
Öllum skólum og flestum verslunum í Hollandi lokað Yfirvöld í Hollandi hafa boðað hertari aðgerðir til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þetta verður í annað sinn sem svo harðar aðgerðir eru teknar í gildi en nú verður öllum skólum og verslunum lokað í minnst fimm vikur. 14. desember 2020 22:38
Jólasveinn smitaði mikinn fjölda á belgísku hjúkrunarheimili 61 íbúar og fjórtán starfsmenn á hjúkrunarheimili í bænum Mol fyrir utan Antwerpen í Belgíu hafa nú greinst með kórónuveiruna. Grunur er um að rekja megi smitin til manns sem ráðinn var til að mæta í jólasveinabúningi til að koma íbúum í jólaskap. 14. desember 2020 12:40