Frá þessu var fyrst greint á vef Ríkisútvarpsins.
Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir í samtali við Vísi um það bil 200 nemendur Hagaskóli verði í fjarnámi næstu daga vegna kennara sem eru komnir í sóttkví.
„Þetta sýnir okkur það að þetta er ekki búið fyrr en það er búið. Vissulega eru þetta vonbrigði en þessi staða var viðbúin á meðan veiran er enn í samfélaginu. Við vonum að hún hafi ekki náð að breiða úr sér í þessum hópi,“ segir Helgi.
Röskunin á skólastarfinu ætti þó ekki að verða of mikil að hans sögn því nú nálgist jólafrí og þá hægist alla jafna á starfinu.