Opið bréf til ráðherra allra barna Kolbrún Helga Pálsdóttir og Sema Erla Serdar skrifa 11. desember 2020 14:30 Kæri Ásmundur Einar, félags- og barnamálaráðherra, við viljum byrja á því að þakka þér fyrir einlægt og mikilvægt viðtal í Morgunblaðinu á dögunum. Þar fjallaðir þú um æskuna þína og þá erfiðleika sem þú þurftir að takast á við - erfiðleika sem ekkert barn á að þurfa að upplifa. Þú fjallaðir um steininn í maganum sem ágerðist þegar aðstæður voru erfiðar. Okkur langar í því samhengi að segja þér frá vinkonum okkar, systrunum Coumbu og Marie sem eru sex ára og þriggja ára. Óhætt er að segja að þær systur búa við aðstæður sem ekkert barn á að þurfa að búa við. Ekki fullorðnir heldur. Fyrir meira en mánuði síðan fengu þær að vita að brottvísa eigi þeim frá Íslandi, landinu sem þær eru fæddar og uppaldar í. Eina landinu sem þær þekkja. Þar sem foreldrar þeirra eru ekki fæddir hér á landi mega þau ekki vera hér lengur, en þau hafa þó verið hér í sjö ár! Getur þú ímyndað þér steininn í maga stúlknanna? Coumba, sem finnst ekkert betra en hakk og spaghettí og finnst skemmtilegast að leika sér með slím, veltir fáu öðru fyrir sér þessa dagana en hvort hún fái að búa á Íslandi og biður móður sína í sífellu um að sýna sér „hversu margir vilja leyfa okkur að vera á Íslandi“ og er þar með að biðja móður sína um að sýna sér hversu margir hafa skrifað undir og mótmælt með því brottvísun fjölskyldunnar frá Íslandi. Þess má geta að 20.655 undirskriftir til stuðnings fjölskyldunnar voru afhentar dómsmálaráðherra fyrir ekki svo löngu. Allt sem stúlkurnar þekkja; Ísland, vinirnir, skólinn, verður, ef ekkert breytist, hrifsað frá þeim fyrr en síðar. Þær verða bókstaflega rifnar upp með rótum. Þær þekkja ekkert nema kókómjólk og kleinur, dimman vetur og þrettán jólasveina, líkt og önnur íslensk börn. Er það til of mikils mælst að þær fái að halda í öryggi sitt og skjól svo þær geti velt fyrir sér venjulegum vandamálum sem íslensk börn velta fyrir sér. Í hvaða rauðu föt þær eiga að fara í á rauða daginn á föstudaginn eða að það sé enn og aftur soðin ýsa í matinn í skólanum? Það er kominn desember og systurnar vita ekki betur en að þeim verði vísað úr landi hvað úr hverju. Eftir nokkra daga vakna íslensk börn eldsnemma á hverjum morgni og þeytast spennt að glugganum og kíkja í skóinn. Coumba vaknar og spyr mömmu sína hvort það sé ekki búið að leyfa þeim að búa á Íslandi. Þú bjóst til titilinn barnamálaráðherra og sagðir það vera vegna þess að þú vilt gera allt sem í þínu valdi stendur til að börn á Íslandi þurfi ekki að upplifa þennan kvíðahnút sem þú þurftir að upplifa. Við trúum þér og berum mikla virðingu fyrir því. Það verður þá að eiga við öll börn. Þú verður þá að beita þér fyrir öll börn. Líka systurnar Coumbu og Marie, sem hafa ekkert gert til þess að þurfa að upplifa þann kvíða, hræðslu, streitu og örvæntingu sem einkennir hvern einasta dag hjá þeim. Það verður að koma í veg fyrir að steininn í maganum á þeim haldi áfram að vaxa. Áður en hann springur. Við skorum á þig kæri Ásmundur, kæri barnamálaráðherra, að beita þér fyrir því að mál stúlknanna og foreldra þeirra fái farsæla lausn án frekari tafa en það virðist nú sitja fast inni hjá kærunefnd útlendingamála. Fjölskyldan hefur þjáðst nógu lengi. Það minnsta sem við getum gert er að veita þeim skjól hér til frambúðar og við biðjum þig um aðstoð við að gera það að raunveruleika. Með von um jákvæð viðbrögð, Kolbrún Helga Pálsdóttir og Sema Erla Serdar vinkonur Coumbu, Marie og foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Hælisleitendur Sema Erla Serdar Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Kæri Ásmundur Einar, félags- og barnamálaráðherra, við viljum byrja á því að þakka þér fyrir einlægt og mikilvægt viðtal í Morgunblaðinu á dögunum. Þar fjallaðir þú um æskuna þína og þá erfiðleika sem þú þurftir að takast á við - erfiðleika sem ekkert barn á að þurfa að upplifa. Þú fjallaðir um steininn í maganum sem ágerðist þegar aðstæður voru erfiðar. Okkur langar í því samhengi að segja þér frá vinkonum okkar, systrunum Coumbu og Marie sem eru sex ára og þriggja ára. Óhætt er að segja að þær systur búa við aðstæður sem ekkert barn á að þurfa að búa við. Ekki fullorðnir heldur. Fyrir meira en mánuði síðan fengu þær að vita að brottvísa eigi þeim frá Íslandi, landinu sem þær eru fæddar og uppaldar í. Eina landinu sem þær þekkja. Þar sem foreldrar þeirra eru ekki fæddir hér á landi mega þau ekki vera hér lengur, en þau hafa þó verið hér í sjö ár! Getur þú ímyndað þér steininn í maga stúlknanna? Coumba, sem finnst ekkert betra en hakk og spaghettí og finnst skemmtilegast að leika sér með slím, veltir fáu öðru fyrir sér þessa dagana en hvort hún fái að búa á Íslandi og biður móður sína í sífellu um að sýna sér „hversu margir vilja leyfa okkur að vera á Íslandi“ og er þar með að biðja móður sína um að sýna sér hversu margir hafa skrifað undir og mótmælt með því brottvísun fjölskyldunnar frá Íslandi. Þess má geta að 20.655 undirskriftir til stuðnings fjölskyldunnar voru afhentar dómsmálaráðherra fyrir ekki svo löngu. Allt sem stúlkurnar þekkja; Ísland, vinirnir, skólinn, verður, ef ekkert breytist, hrifsað frá þeim fyrr en síðar. Þær verða bókstaflega rifnar upp með rótum. Þær þekkja ekkert nema kókómjólk og kleinur, dimman vetur og þrettán jólasveina, líkt og önnur íslensk börn. Er það til of mikils mælst að þær fái að halda í öryggi sitt og skjól svo þær geti velt fyrir sér venjulegum vandamálum sem íslensk börn velta fyrir sér. Í hvaða rauðu föt þær eiga að fara í á rauða daginn á föstudaginn eða að það sé enn og aftur soðin ýsa í matinn í skólanum? Það er kominn desember og systurnar vita ekki betur en að þeim verði vísað úr landi hvað úr hverju. Eftir nokkra daga vakna íslensk börn eldsnemma á hverjum morgni og þeytast spennt að glugganum og kíkja í skóinn. Coumba vaknar og spyr mömmu sína hvort það sé ekki búið að leyfa þeim að búa á Íslandi. Þú bjóst til titilinn barnamálaráðherra og sagðir það vera vegna þess að þú vilt gera allt sem í þínu valdi stendur til að börn á Íslandi þurfi ekki að upplifa þennan kvíðahnút sem þú þurftir að upplifa. Við trúum þér og berum mikla virðingu fyrir því. Það verður þá að eiga við öll börn. Þú verður þá að beita þér fyrir öll börn. Líka systurnar Coumbu og Marie, sem hafa ekkert gert til þess að þurfa að upplifa þann kvíða, hræðslu, streitu og örvæntingu sem einkennir hvern einasta dag hjá þeim. Það verður að koma í veg fyrir að steininn í maganum á þeim haldi áfram að vaxa. Áður en hann springur. Við skorum á þig kæri Ásmundur, kæri barnamálaráðherra, að beita þér fyrir því að mál stúlknanna og foreldra þeirra fái farsæla lausn án frekari tafa en það virðist nú sitja fast inni hjá kærunefnd útlendingamála. Fjölskyldan hefur þjáðst nógu lengi. Það minnsta sem við getum gert er að veita þeim skjól hér til frambúðar og við biðjum þig um aðstoð við að gera það að raunveruleika. Með von um jákvæð viðbrögð, Kolbrún Helga Pálsdóttir og Sema Erla Serdar vinkonur Coumbu, Marie og foreldra.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun