Svartsýni ríkir í Brussel Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. desember 2020 16:39 Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Getty/WPA Pool Ólíklegt virðist að Bretar nái saman við Evrópusambandið um viðskiptasamning fyrir árslok en þá renna núgildandi samningar út í kjölfar ákvörðunar Breta um að ganga út úr sambandinu. Leiðtogar Breta og ESB funda saman í Brussel í kvöld í von um að klára málið á lokametrunum. Miðað við ummæli undanfarinna daga eru leiðtogarnir vongóðir en ekkert sérstaklega bjartsýnir. Þannig sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari að enn væri möguleiki á því að ná samningi þótt hún gæti engu slíku lofað. Breski forsætisráðherrann Boris Johnson tók í sama streng og sagði að þótt menn yrðu að vera jákvæðir væri staðan afskaplega erfið. Hvað breytist um áramótin? Frá og með 1. janúar mun EES-samningurinn ekki gilda lengur um Bretland og þýðir þetta þó nokkrar breytingar fyrir Íslendinga. Samkvæmt utanríkisráðuneytinu eru það einna helst þessi atriði sem er vert að hafa í huga: Íslendingar sem flytja til Bretlands þurfa að sækja um dvalarleyfi og uppfylla skilyrði samkvæmt nýju innflytjendakerfi Reglur EES-samningsins um gagnkvæma viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi gilda ekki lengur Ekki verður lengur sjálfkrafa viðurkenning á að vörur uppfylli tæknilegar reglur og staðla Evrópska sjúkratryggingakortið gildir ekki lengur og þurfa þeir sem fara til Bretlands að huga að viðeigandi tryggingum Hvað breytist ekki? Sumt breytist þó ekki, meðal annars vegna bráðabirgðafríverslunarsamningsins sem Ísland, og Bretland undirrituðu í gær. Íslendingar búsettir í Bretlandi fyrir lok árs 2020 halda dvalar- og búseturéttindum sínum en verða að sækja um svokallaðan „settled status“. Áfram verður hægt að heimsækja Bretland án vegabréfsáritunar. Óbreytt tollkjör verða í vöruviðskiptum vegna bráðabirgðafríverslunarsamnings. Réttindi þeirra sem hafa fengið prófskírteini frá Bretlandi viðurkennd fyrir lok aðlögunartímabilsins, eða umsókn um slíkt lögð fram fyrir lok aðlögunartímabilsins, hafa verið tryggð. Evrópusambandið Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Leiðtogar Breta og ESB funda saman í Brussel í kvöld í von um að klára málið á lokametrunum. Miðað við ummæli undanfarinna daga eru leiðtogarnir vongóðir en ekkert sérstaklega bjartsýnir. Þannig sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari að enn væri möguleiki á því að ná samningi þótt hún gæti engu slíku lofað. Breski forsætisráðherrann Boris Johnson tók í sama streng og sagði að þótt menn yrðu að vera jákvæðir væri staðan afskaplega erfið. Hvað breytist um áramótin? Frá og með 1. janúar mun EES-samningurinn ekki gilda lengur um Bretland og þýðir þetta þó nokkrar breytingar fyrir Íslendinga. Samkvæmt utanríkisráðuneytinu eru það einna helst þessi atriði sem er vert að hafa í huga: Íslendingar sem flytja til Bretlands þurfa að sækja um dvalarleyfi og uppfylla skilyrði samkvæmt nýju innflytjendakerfi Reglur EES-samningsins um gagnkvæma viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi gilda ekki lengur Ekki verður lengur sjálfkrafa viðurkenning á að vörur uppfylli tæknilegar reglur og staðla Evrópska sjúkratryggingakortið gildir ekki lengur og þurfa þeir sem fara til Bretlands að huga að viðeigandi tryggingum Hvað breytist ekki? Sumt breytist þó ekki, meðal annars vegna bráðabirgðafríverslunarsamningsins sem Ísland, og Bretland undirrituðu í gær. Íslendingar búsettir í Bretlandi fyrir lok árs 2020 halda dvalar- og búseturéttindum sínum en verða að sækja um svokallaðan „settled status“. Áfram verður hægt að heimsækja Bretland án vegabréfsáritunar. Óbreytt tollkjör verða í vöruviðskiptum vegna bráðabirgðafríverslunarsamnings. Réttindi þeirra sem hafa fengið prófskírteini frá Bretlandi viðurkennd fyrir lok aðlögunartímabilsins, eða umsókn um slíkt lögð fram fyrir lok aðlögunartímabilsins, hafa verið tryggð.
Evrópusambandið Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira