Kórónuveiran, WAP og Tom Hanks toppa vinsældalista Google Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. desember 2020 14:10 Margir vildu glöggva sig betur á textanum við dónalagið WAP. Kórónuveiran trónir á toppi Google yfir þau orð sem mest var leitað að árið 2020 en í öðru sæti voru „kosningaúrslit“, Kobe Bryant, Zoom og IPL, sem skilar niðurstöðum um indversku úrvalsdeildina í krikket. Um er að ræða leitarniðurstöður á heimsvísu. Kórónuveiran toppar einnig listann yfir flestar fréttatengdar leitir en þar á eftir koma „kosningaúrslit“, Íran, Beirút og Hantavírus. Allt á ensku, eins og gefur að skilja. Tom Hanks, Joaquin Phoenix, Amitabh Bachchan, Ricky Gervais og Jada Pinkett Smith voru þeir leikarar sem fólk var hvað forvitnast um en vinsælustu myndirnar sem fólk fletti upp voru Parasite, 1917, Black Panther, 365 Dni og Contagion. Þá reyndust margir áhugasamir um textann við dónalagið WAP, Netflix-þættina um Tígrisdýrakónginn og uppskriftir að hinu sykursæta dalgona kaffi, ekmek brauðbúðing og súrdeigsbrauði. Eins og sjá má hér að ofan setti kórónuveirufaraldurinn svip sinn sinn á vefheima eins og raunheima en „svefnleysi“ átti metár og „hvernig á að rækta grænmetisgarð“ var slegið inn tvisvar sinnum oftar árið 2020 en 2019. „Black Lives Matter“ náði einnig útbreiðslu á heimsvísu og í júní vildu fleiri vita hvernig þeir gætu tamið sér and-rasískan hugsunarhátt en vildu verða milljónamæringar. Þá var oftar leitað að „hvernig verð ég bandamaður“ en „hvernig verð ég áhrifavaldur“. Mörgum var einnig umhugað um hamfarahlýnun og árið 2020 leituðu fleiri að „hvernig stöðvum við loftslagsbreytingar“ en nokkru sinni áður. Þá virtist forritun vera það sem fólk vildi helst aðstoð Google við að læra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira
Um er að ræða leitarniðurstöður á heimsvísu. Kórónuveiran toppar einnig listann yfir flestar fréttatengdar leitir en þar á eftir koma „kosningaúrslit“, Íran, Beirút og Hantavírus. Allt á ensku, eins og gefur að skilja. Tom Hanks, Joaquin Phoenix, Amitabh Bachchan, Ricky Gervais og Jada Pinkett Smith voru þeir leikarar sem fólk var hvað forvitnast um en vinsælustu myndirnar sem fólk fletti upp voru Parasite, 1917, Black Panther, 365 Dni og Contagion. Þá reyndust margir áhugasamir um textann við dónalagið WAP, Netflix-þættina um Tígrisdýrakónginn og uppskriftir að hinu sykursæta dalgona kaffi, ekmek brauðbúðing og súrdeigsbrauði. Eins og sjá má hér að ofan setti kórónuveirufaraldurinn svip sinn sinn á vefheima eins og raunheima en „svefnleysi“ átti metár og „hvernig á að rækta grænmetisgarð“ var slegið inn tvisvar sinnum oftar árið 2020 en 2019. „Black Lives Matter“ náði einnig útbreiðslu á heimsvísu og í júní vildu fleiri vita hvernig þeir gætu tamið sér and-rasískan hugsunarhátt en vildu verða milljónamæringar. Þá var oftar leitað að „hvernig verð ég bandamaður“ en „hvernig verð ég áhrifavaldur“. Mörgum var einnig umhugað um hamfarahlýnun og árið 2020 leituðu fleiri að „hvernig stöðvum við loftslagsbreytingar“ en nokkru sinni áður. Þá virtist forritun vera það sem fólk vildi helst aðstoð Google við að læra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira