Eigendur Finnsku búðarinnar þurfa að greiða þrotabúinu milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. desember 2020 11:00 Finnsku búðinni í Kringlunni var lokað í janúar 2019. Reitir Eigendur Finnsku búðarinnar sem rekin var í Kringlunni voru í gær dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða þrotabúi búðarinnar um tíu milljónir króna. Um var að ræða greiðslur frá búðinni til eigendanna, sem þær skýrðu m.a. sem vangoldin laun. Fyrir hönd þrotabús Finnsku búðarinnar var þess krafist að greiðslum búðarinnar til eigendanna, þriggja finnskra kvenna, sem ýmist bárust þeim með millifærslum eða kaupum á gjafabréfum hjá Landsbankanum, yrði rift og þær dæmdar til að endurgreiða þrotabúinu samtals rúmar ellefu milljónir króna. Rakið er í dómi að konurnar hafi hver um sig átt þriðjungshlut í félaginu sem rak verslun undir merkjum Finnsku búðarinnar. Búðin flutti í Kringluna árið 2015 og var rekin þar þangað til henni var lokað 2019. Þá kemur fram í dómi að umtalsvert tap hafi orðið á rekstrinum og konurnar komið sér upp skuld við tollstjóra vegna vangreiddrar staðgreiðslu. Komið var upp greiðsluáætlun árið 2018 og á meðan félagið stæði við hana var því heitið að ekki yrði krafist gjaldþrotaskipta. Greiðslur frá félaginu samkvæmt áætluninni hættu þó að berast þetta sama ár. Konurnar ákváðu loks að loka versluninni í janúar 2019. Þá fór fram rýmingarsala og félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í maí 2019. Þá var skuld félagsins sögð nema samtals rúmum sex milljónum króna. Gjafabréfin jólagjafir starfsmanna Konurnar báru því m.a. fyrir sig að umræddar greiðslur sem félagið greiddi þeim hefðu verið vegna vangreiddra launa, auk þess sem ein þeirra skýrði kaup á gjafabréfum Landsbankans sem jólagjafir til starfsmanna búðarinnar, þrettán talsins. Dómurinn féllst að endingu á að rifta öllum greiðslunum, fyrir utan kaupin á áðurnefndum gjafabréfum að upphæð um 1,7 milljónir. Konan var sýkn af þeirri kröfu en millifærslu til hennar upp á um 2,9 milljónir var rift og hún dæmd til að greiða þrotabúinu féð til baka. Þá voru hinar konurnar dæmdar til að endurgreiða þrotabúinu annars vegar þrjár milljónir króna og hins vegar um 3,9 milljónir. Tvær kvennanna voru auk þess dæmdar til að greiða 650 þúsund í málskostnað hvor en málskostnaður var látinn falla niður í máli þeirrar þriðju. Verslun Gjaldþrot Dómsmál Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fyrir hönd þrotabús Finnsku búðarinnar var þess krafist að greiðslum búðarinnar til eigendanna, þriggja finnskra kvenna, sem ýmist bárust þeim með millifærslum eða kaupum á gjafabréfum hjá Landsbankanum, yrði rift og þær dæmdar til að endurgreiða þrotabúinu samtals rúmar ellefu milljónir króna. Rakið er í dómi að konurnar hafi hver um sig átt þriðjungshlut í félaginu sem rak verslun undir merkjum Finnsku búðarinnar. Búðin flutti í Kringluna árið 2015 og var rekin þar þangað til henni var lokað 2019. Þá kemur fram í dómi að umtalsvert tap hafi orðið á rekstrinum og konurnar komið sér upp skuld við tollstjóra vegna vangreiddrar staðgreiðslu. Komið var upp greiðsluáætlun árið 2018 og á meðan félagið stæði við hana var því heitið að ekki yrði krafist gjaldþrotaskipta. Greiðslur frá félaginu samkvæmt áætluninni hættu þó að berast þetta sama ár. Konurnar ákváðu loks að loka versluninni í janúar 2019. Þá fór fram rýmingarsala og félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í maí 2019. Þá var skuld félagsins sögð nema samtals rúmum sex milljónum króna. Gjafabréfin jólagjafir starfsmanna Konurnar báru því m.a. fyrir sig að umræddar greiðslur sem félagið greiddi þeim hefðu verið vegna vangreiddra launa, auk þess sem ein þeirra skýrði kaup á gjafabréfum Landsbankans sem jólagjafir til starfsmanna búðarinnar, þrettán talsins. Dómurinn féllst að endingu á að rifta öllum greiðslunum, fyrir utan kaupin á áðurnefndum gjafabréfum að upphæð um 1,7 milljónir. Konan var sýkn af þeirri kröfu en millifærslu til hennar upp á um 2,9 milljónir var rift og hún dæmd til að greiða þrotabúinu féð til baka. Þá voru hinar konurnar dæmdar til að endurgreiða þrotabúinu annars vegar þrjár milljónir króna og hins vegar um 3,9 milljónir. Tvær kvennanna voru auk þess dæmdar til að greiða 650 þúsund í málskostnað hvor en málskostnaður var látinn falla niður í máli þeirrar þriðju.
Verslun Gjaldþrot Dómsmál Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira